Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 9
gert sér far um að hótelið líkist sem
mest einkaklúbbum og forðast auglýs-
ingar eins ókaft og önnur hótel sæk|ast
eftir þeim.
Það var ekki fyrr en eftir ítrekaðar
tilraunir og ókveðnar athugasemdir um
að ég hefði unnið sem þjónn á Claridge's
um stuttan tíma fyrir fiórtán árum síð-
an, að kallaður var saman st|órnarfund-
ur til þess að ræða þá beiðni mína, að
fá að skrifa um hótelið. Þremur dögum
síðar var mér tilkynnt, að Hugh Wonter,
formaður stiórnar Savoy hótelanna, en
Claridge's er fremsta hótelið í þeirri sam-
steypu, hefði samþykkt að ég talaði við
yfirmenn hinna ýmsu deilda.
þeim ákveðna degi vísaði Willi-
am Upson, dyravörður á Clar-
idge's í tuttugu ár, í glæsileg-
um einkennisbúningi með gyllt-
um hnöppum og háan hatt, mér
með miklum virðuleik inn í
hótelið.
Ég fylgdi honum i gegnum eyðileg-
an marmaraforsalinn inn i setustofuna,
þar sem þögn og hátíðleiki ríkti, eins
og þarna væri helgur staður. Það var
eins og manni yrði erfitt um andardrátt
í þessu þunna lofti með örlitlum fín-
legum myglukeim. Við afgreiðsluborðið
stóðu menn í röndóttum buxum og síð-
um iökkum, sem höfðu nánar gætur á
öllu, meðan þiónar í stuttbuxum og glit-
ofnum jökkum gengu hljóðlaust um, eins
og froskaþiónarnir úr „Lísu í Undra-
landi".
„Maður hefur á tilfinningunni", sagði
Greer Garson við mig, ,,að vera allt í
einu kominn í skrautlega búna D Oyly
Carte upptöku á óperettu eftir Gilbert
og Sullivan — það ætti reyndar engum
að koma á óvart, þegar það er haft í
huga, að D Oyly Carte fjölskyldan eru
aðalhluthafarnir í hótelinu".
í lítilli og fátæklega búinni skrifstofu
bak við afgreiðsluborðið var Mr. H. Van
Thuyne, grannur maður og unglegur í
útliti, svo, að það er erfitt að trúa því,
að hann hafi verið framkvæmdastjóri
Claridge's síðan 1939. Hann fullvissaði
mig um, að þetta sérstaka andrúmsloft i
hótelinu væri árangur af mjög vandlegri
áætlun.
Meðan hann talaði við mig, hafði
hann gætur á tveimur Ijósum, öðru grænu
og hinu rauðu, á veggnum við skrifborð-
ið sitt.
„Þegar dyravörðurinn kveikir á græna
Ijósinu einu sinni, þýðir það að gestur
sé að koma og að þjónustufólkið og að-
stoðarframkvæmdastjórinn séu tilbúin að
taka á móti honum á viðeigandi hátt.
Grænt Ijós þrisvar í röð þýðir að gestur
óski eftir að hitta mig sjálfan. Þrjú rauð
Ijós gefa til kynna, að gestur sé á förum,
sem þurfi að kveðja.
„Við leggjum mikla áherzlu á, að
hlífa gestum okkar við óþægilegum trufl-
unum af öllu tagi", sagði Van Thuyne.
Þar á hann sjálfsagt við, að þeir losi
þá við blaðamenn, kvikmyndaaðdáendur
og annað verra. Til dæmis hefur verið
sagt frá' því, að Barbara Hutton byggi i
hótelíbúð nr. 112 — en hún er alls ekki
til. Það getur verið erfitt að hafa upþ á
gesti, sem vill fara huldu höfði. Van
Thuyne vildi ekki segja okkur frá neinu
frásagnarverðu, sem komið hefði fyrir á
hótelinu. „Við getum ekki fleytt okkur á
frægð gesta okkar", sagði hann.
í þrjá daga var mér þjónað í setustof-
unni af þjóni að nafni Carter (hafi ein-
hver af þjónustuliðinu skirnarnafn, er það
a.m.k. aldrei nefnt). Ég þekkti hann aftur
frá þvi að hann var yfirmaður minn,
þegar ég var þar lærlingur. Hann gaf
ekki andartak til kynna, að hann þekkti
mig. Loks sagði ég: „Heyrið nú Carter,
þér hljótið að þekkja mig aftur?"
Svipur hans breyttist.
„Já, herra minn, auðvitað. En það var
ekki mitt, að minnast á það að fyrra
bragði".
Slík hlédrægni og hæverska er ein-
kenni þjónustufólksins á Claridge's. Sé
hæverskan ekki meðfædd og eiginleg,
þegar það byrjar starf sitt á hótelinu,
kemst það ekki hjá því að öðlast hana
i ^
in nákvæma leikni og kunnátta,
sem hefur svo mikil áhrif á
viðskiptavinina, er árangur
mikils aga og erfiðrar vinnu
af þjónustufólksins hálfu. Ég
man t.d. eftir því, að áður
en lærlingarnir hjálpuðu þjónunum við
að bera fram hádegisverðinn, þurftu þeir
að sýna neglur sínar. Allar pantanir sem
farið var með í eldhúsið þurftu að vera
sagðar á frönsku. Silfurplettfötin eru mjög
þung og eldhúsið liggur langt frá borð-
salnum. Að kvöldi voru pappírsvestin,
sem þjónarnir bera undir kjólbúningnum,
oftast blaut af svita.
En hamingjan hjálpi þeim þjóni, sem
er seinn. Einu sinni, þegar ég kom seint
inn i búningsherbergið eftir að hafa hjálp-
að við að bera hádegisverðinn á borð,
fann ég hóp af eldri þjónum þar, sem
hölluðu sér upp að veggnum. Þeir tóku
duglega í mig — og skýringin var sú, að
þyrfti viðskiptavinurinn að bíða eftir þjón-
ustu, yrði hann óánægður og það þýddi
aftur enga drykkjupeninga. En þar sem
drykkjupeningarnir voru látnir f sérstakt
Framhald á bls. 39.
Lúxusbíll stanzar fyrir utan Claridge's. Meira aö segja hrein-
gcrningakonan kcmur í slíkum bíl.
ÍSLENZKU FORSETAHJÖNIN BJUGGU
A CLARIDGES MEÐAN A
LUNDÚNAHEIMSÓKN ÞEIRRA
STÓÐ SL. ÁR. ÞAR BÚA FLEST ALLIR
ÞJÖÐHÖFÐINGJAR, SEM GISTA
LONDON; ÞAR ER FULLKOMNARI
ÞJÖNUSTA EN í NOKKRU ÖÐRU I
HÓTELI OG EINSKONAR „VERND“ |
FYRIR ÞA ÚTVÖLDU, SEM
ÞAR FA INNI.
VIKAN 20. tbl.
9