Vikan


Vikan - 13.05.1964, Page 22

Vikan - 13.05.1964, Page 22
FRAMHALDSSAGAN: ERKIHERTOGINN 0 G HR. PIMM. flýtti sér heim til Henri. Og þetta var alit og sumt. Danielle færði sig nær Carlo og tók í höndina á honum. Eddie leitaði í vösum sínum að sígar- ettu og fleygði pakka til Julian. Mr. Pimm stóð álútur, djúpt hugsi. Þá sagði Henri: •— Við erum sennilega þeir einu sem vita, að hún er ekki handan við ítölsku landamærin með Julian. — Já, já, Henri, sagði Mr. Pimm, — þess vegna létu þeir hana skrifa það. Ekki orð meira, ég vil fá tíma til að hugsa þetta. Hann sneri sér að Julian. —■ Mað- urinn sem stóð vörð yfir þér fór út eitthvað klukkan fjögur í dag, sagðirðu. •— Það getur skeikað svo sem hálftíma. — Og nú er klukkan 25 mínút- ur yfir átta. Já. Þau biðu, þar til Mr. Pimm leit loks upp og sagði: — Jæja þá, jæja þá, snúum okkur þá að efninu. Hann tók að sér stjórn- ina. Eddie átti að fara með Julian upp á loft, lána honum rakvélina sína og finna handa honum hrein föt. Henri átti að skiia farmiðum Mr. Pimms. Carlo og Danielle var skipað að fara út í eldhúsið hið snarasta. Þau áttu að hafa eitt- hvað til handa Julian, þegar hann kæmi niður. Brauðmola og pylsu í 48 klukkutíma, það var hræði- legt, það varð að koma einhverj- um almennilegum mat ofan í hann í snatri. Julian sagði: — En við höf- um engan tíma til þess núna. Ég get rakað mig og annað þvílíkt seinna. — Kæri vinur, þú verður að gera eins og ég segi þér. Og þið öll, öll með tölu, alveg eins og ég segi ykkur. ■ En einhver verður að segja Matildu frænku þetta, og við verðum strax að ná í lögregluna. — Þótt við höfum miklar áhyggjur af Annabelle, þá getur hálftími ekki haft neitt að segja. Ekki eftir tvo daga og nætur. 22 — VIKAN 20. tbl. Jæja, upp með þig með Eddie, strax. Julian ætlaði að halda áfram að þræta, en Eddie sagði ákveðinn: — Julian, vertu nú góður strákur og komdu. Láttu Mr. Pimm um þetta; við skulum gera eins og hann segir. Eftir steypibaðið, raksturinn og fataskiptin, og lauksúpu og annað það sem Danielle bar fram ,fékk Julian sér kaffi, og þau marser- uðu öll inn í setustofuna á ný. Þar beið Mr. Pimm með Henri. — Jæja, þetta er miklu betra, sagði hann. :— Það er allt annað að sjá þig. Julian sagði: -—- Mér líður miklu betur, en hvað eigum við að bíða lengi með að segja lög- reglunni þetta? Mr. Pimm sagði að greinilegt væri að Julian hefði verið hand- tekinn um leið og Annabelle, þannig að ræningjarnir gætu lát- ið í veðri vaka, að hún hefði hlaupizt á brott með honum. Eng- an mundi gruna að henni hefði verið rænt, engra neyðarráðstaf- anir yrðu gerðar, enginn óróleiki myndi grípa um sig, á meðan Julian hímdi niðri í kjallaranum. Þess vegna hefði Annabelle ver- ið þvinguð til að skrifa bréfið, en þeir þorðu ekki einu sinni að hugsa um það, hvernig hún hefði verið þvinguð til þess. Eitt var víst, að fleiri slík bréf myndu koma til Florentina, til þess að telja fólki hennar trú um að hún væri hamingjusamlega gift og allt léki í lyndi. Og Mr. Pimm sá ekki neina ástæðu til þess að gæzlumaðurinn skyldi keyra í burtu frá húsinu og skilja Julian eftir einan. Julian sagði: — Hvers vegna gerði hann það? Ég er alveg steinhissa á því. —: Drengur minn, ætli það sé ekki skynsamlegast að álykta, að hann hafi farið að leggja annað bréfið frá Annnabelle í póst. — Frá Ventiniglia. — Eða jafnvel annnars staðar. Og enn hélt Mr. Pimm áfram. Ef skepnan kæmi nú aftur til hússins og kæmist að raun um að Julian væri farinn. Það fyrsta sem hann myndi gera væri auð- vitað að hafa samband við sam- glæpamenn sína hið snarasta, þannig að eftirleitin yrði mun erfiðari. Og þegar það myndi gerast, gæti það haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir Anna- belle. Henri sagði: — Hvað erum við þá að hanga héma? Þessi gæzlu- mauðr getur ekki kjaftað frá ef lögreglan bíður eftir honum í húsinu. Mr. Pimm var einmitt að koma að þessu atriði; það var einmitt þetta sem hann ætlaði að fara að ræða. Sýndarleikur þeirra á Grand Corniche hafði átt að líta út eins og tilraun til að ræna Annabelle. En nú var ránið ósvik- ið. Og lögreglan var vís til þess að álykta sem svo, að sami bófa- hópurinn hefði verið að verki í bæði skiþtin. Julian sagði: — Það er að segja við. — Sjáið þið? Og um leið og við förum í lögregluna kemst allt upp í loft. Þeir fara snuðr- andi um endilanga Rivieruna, þangað til þeir komast að hinu sanna. — En hvernig ætti þeim nokk- urn tímann að detta í hug að við værum eitthvað við þetta riðnir? Mr. Pimm sagði ógnþrunginni röddu, að þeir myndu rannsaka mjög náið feril Juli;an, frásögu- mannsins, Julian hafði ekið Annabelle upp í klærnar á ræn- ingjunum ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar. Þeir myndu koma með alls kyns áleitnar spurning- ar, grúska og snuðra í einu og öllu. Og þegar þeir kæmust að því að Danielle hafði borgað reikninginn hans á Martinique, og Mr. Pimm hefði sjálfur skrif- að til Monsieur le directeur fyrir hönd Julian, myndi lögregl- an koma stormandi til Villa Marguerite. Lögreglan mundi finna Eddie og Carlo þar saman; þreklega, hávaxna manninn og svo þann litla, granna, mennina tvo ofan af Grand Corniche. Þeir myndu finna svarta bílinn hans Carlo í bílskúrnum neðar í hæð- inni. Og þeir myndu finna hann, Monsieur Pimm, sem stuðlað hafði að því að Julian fékk starf- ið hjá Mehaffey-fjlöskyldunni. Julian var bílstjórinn sem hafði ekið Annabelle eftir fjallvegin- um, og síðar hafði hann svo lagt bílnum og setið og beðið eftir ræningjunum á bryggjunni hjá St. Raphaél. Lögreglan yrði sann- arlega ekki lengi að komast að niðurstöðu. Þarna hlutu að vera ræningjarnir frá Grand Corniche. Auðvitað, vai- nokkur ástæða til þess að rannsaka málið nánar? Þarna voru ræningjar Annabelle. Og síðan mundi Mr. Pimm reyna af öllum mætti að sannfæra þá um, að þótt þeir hefðu verið að verki í eitt skipti, hefðu þeir ekki verið það í hitt, og um leið myndu hinir raunverulegu ræn- ingjar hverfa sporlaust. Og fara með Annabelle eitthvað út í busk- ann. Lengi heyrðist ekki annað en seytlið í gosbrunninum úti á svöl- unum. Þá sagði Henri: —• Við erum í bölvaðri klípu. En við verðum bara að hætta á að kalla á lögregluna. — Er það? — Þú vilt kannski að við stöndum hérna og nögum á okk- ur handarbökin? Að við vonum hið bezta og gerum ekki neitt? Mr. Pimm hafði alls ekki í byggju að gera ekki neitt. Langt frá því. Þvert á móti hafði hann ákveðnar aðgerðir í huga. Jafn- vel þótt maðurinn, sem hafði staðið vörð yfir Julian, hefði ekki farið lengra en til Ventiniglia, myndi hann ekki koma aftur til Nice næsta klukkutímann. Jæja þá. Ef hann kæmi svo aftur heim í litlu hliðargötuna án þess að lögreglan biði hans þar, gætu þeir Julian, Eddie og Henri verið búnir að hreiðra um sig þar í staðinn. Þeir myndu koma hon- Framhald á bls. 55

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.