Vikan


Vikan - 04.06.1964, Side 2

Vikan - 04.06.1964, Side 2
jr t • I fullri alvöru: Hægindastólar og hjartabilun Þeð er ekki langt síðan það var útbreidd og vinsæl skoðun i ákveðnum hópum þjóðfélags- ins, að hægt væri að komast af án likamlegrar áreynslu. Það var nefnilega alls ekki „fint“ að reyna á sig og þessvegna var sport og ónauðsynleg líkamleg fyrirhöfn litin með vorkunn- blandinni fyrirlitningu. Þeir hin- ir sömu hneigðust meir til þess að verða sér úti um þægilegan hægindastól heima fyrir, en bíl til allra snúninga og voru sem sagt á allan máta góðir við sjálfa sig. Svo hafa árin liðið i hæginda- stólum og bílum, meðan mittið gildnaði litið eitt. En kálfurinn launaði ekki ofeldið. Einn góð- an veðurdag kom að því, að fórnarlambi hóglífsins var ekið á spitala og sjúkdómurinn var vitaskuld kransæðastífla; menn- ingarsjúkdómur númer eitt um allan hinn vestræna heim. Vel má vera, að fórnarlambið lifi, þvi að stíflan liefur ef til vill ekki verið alvarleg og kölkun- in i æðunum ekki komin á mjög hátt stig. En samt sem áður verð- ur sá sem fyrir þessu verður, að gæta mikillar varúðar upp frá því. Nú virðist vera fæddur al- mennur og stóraukinn skilning- ur á þvi að hér verði að spyrna við fótnm; að ekki dugi að una við það, að menn falli eða verði óvigir um aldur fram, ef eitt- hvað má þvi til varnar verða. Sérfræðingar hafa lialdið fram nokkrum meginorsökum, en þcssar eru helztar: Ofnotkun á feitmeti, líkamlegt áreynslu- leysi, áhyggjur, reykingar, eða allt þetta saman. Iiér á íslandi hefur alltaf verið inikil feitmet- isnotkun, en áður fyrr brenndu menn þvi feitmeti, sem þeir nærðust á og þar komu kröpp kjör og harðar aðstæður þeim til bjargar: köld hús og erfið vinna. Nú er liins vegar ljóst, að margir neyta feitmetis langt umfram það sem þeir brenna af því. Enginn veit með vissu um höfuðorsök kransæðastíflu, en Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.