Vikan - 04.06.1964, Síða 4
Jlóra smali
Einu sinni var engin malbikuð gata í Reykjavík. Þá sneru kamrarnir
út að Austurstræti. Þá helltu konur úr koppum og kyrnum út á götu,
þá var jafnvel ekkert göturæsi í borginni. Hér er mynd frá Aðal-
stræti, að líkindum í kringum 1895. Jón smali, kunnur vatnspóstur,
skrítinn fugl, en skemmtilegur og trúr og gegn, virðist vera að sækja
vatn í einn vatnspóstinn. Menn sjá göturæsið. Það var deilt um þetta
göturæsi og þótti mörgum það mikið bruðl að ráðast í slíkar stór-
framkvæmdir. Bæjarstjórnin lét sér þó ekki segjast, og þó sátu að-
eins efnamenn þá í bæjarstjórninni, því að aðrir höfðu ekki kosn-
nigarétt. En svo dýrt reyndist mannvirkið, að það var haft í flymt-
ingum lengi síðan. Ræsið var kallað Gullrenna og þeir, sem staðið
höfðu fremstir í að samþykkja fjárveitinguna: Gullpáfarnir. Myndin
gefur góða hugmynd um göturnar í Miðbænum á þessum tímum
— og einnig bæjarlífið að nokkru svo er fyrir að þakka Jóni smala,
vagni hans með tunnu og handtökum hans. (Sendandi V.S.V.).
En tíðkast það, að Reykvíkingar fari á skemmtigöngu umhverfis Tjörn-
ina, enda þykir þeim vænt um hana. — Svona var það og er það enn.
Hér sjást tveir menn, sem á sínum tíma settu svip á bæinn, á kvöld-
göngu í góðu veðri vorið 1926. Þetta eru þeir Erlendur Guðmundsson,
Erlendur í Unuhúsi (alskeggjaður), sem margar sagnir hafa farið af.
Sagt er að Erlendur hafi verið lærimeistari og björgunarmaður margra
ungra og efnilegra listamanna fyrr á tíð og þar á meðal Halldórs
Kiljans, Þórbergs og Stefáns frá Hvítadal, enda hafa allir þessir menn
skrifað mikið um hann. Þórbergur skrifaði lélega bók um hús hans:
í Unuhúsi, en húsið bar nafn móður Erlends. Ivar Orgland hefur sagt
margar sögur af Stefáni frá Hvítadal í Unuhúsi, og Kiljan hefur,
að því er sagt er, gert Erlend að einni sögupersónu sinni í Atómstöð-
inni: Organistinn, sem spilaði á saltfisk. — Hallbjörn Halldórsson var
prentari að iðn. Afburðalistfengur á íslenzkt mál, forvígismaður prent-
ara, ritstjóri Alþýðublaðsins lengi, bæjarfulltrúi og landskunnur fyrir
stjórnmálaafskipti. Hann safnaði einnig um sig listamönnum og var
oft fjölmennt heima hjá honum og konu hans Kristínu Guðmunds-
dóttur. Þar starfaði hið svokallaða Rauðhausafélag, sem ræddi heim-
speki, bókmenntir og stjórnmál. (Sendandi V.S.V.).
[
Sæfinnur
Ó Sæfinnur með sextán skó var fyrir aldamótin einn sérstæðasti per-
sónuleikinn í Reykjavík. Ilann var „orginal“, eins og það er kallað.
Viðurnefnið fékk hann af því, að hann klæddist hverri tuskunni utan
yfir aðra og þar á meðal til fótanna. Þegar hann dó var hreiður hans
rutt, en hann hafði árum saman hafst við í skúrræskni í Grjótaþorp-
inu. Varla var hægt að komast inn í skúrinn fyrir drasli. Þar ægði
öllu saman, sem hann hafði safnað að sér: spýtukubbum, glerbrotum,
pappírssnifsum, snærisspottum og margvíslegu öðru dóti. Hann svaf á
byngnum. Öllu var rutt í sjóinn, en brátt fór að bera á því að nokkurt
verðmæti hefði leynst í ruslinu, því að börn fundu töluvert af pening-
um í flæðarmálinu. — Sæfinnur með sextán skó var Ölfusingur að ætt
og hinn mesti myndarmaður á yngri árum. Stúlka sveik Sæfinn og upp
frá því tók hann ekki á heilum sér. Hjálmar Sigurðsson, sem var kenn-
ari hér í borginni og samtíða Sæfinni, skrifaði smásögu um ævi Sæfinns.
(Sendandi V.S.V.).