Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 6
ÍTALÍA
Í SEPTEMBERSÓL
Hópferð 13.-29. sept. 1964
FARARSTJÓRI: VINCENZO DEMETZ, SÖNGKENNARI.
FERÐASKRIFSTOFAN
Hverfisgötu 12 Skipagötu 13
Reykjavík Akureyri
Símar 17600 og 17560 Sfmi 2950
Hver talar (og skrifar)
verst? ...
Kæri Póstur!
Við erum hér í miklum vanda,
önnur norðlensk hin austfyrsk,
við erum að rýfast út af því
hvort er réttari framburður hjá
norðlendingum eða austfyrðing-
um. Vonumst eftir svari fljótt.
Með fyrirfram þökk.
Tvær ósáttar.
--------Satt er það; þið eruð í
miklum vanda. En í stað þess að
rýfast (með Ý) um það hvorir
hafi betri framburð, Norðlending-
ar eða Austfirðingar, ættuð þið
að rífast (með í) um það, hvort
ekki væri réttara að skrifa „aust-
fyrsk“ og „austfyrðingar" eitt-
hvað öðruvísi.
Gleyptu stoltið
Gefðu mér nú heilræði, kæri
Póstur, eins og svo mörgum öðr-
um í vandræðum.
Ég er fullorðin kona, sem á
eina tengdadóttur, en hún býr
fyrir utan bæinn, nokkuð langt
frá mér. Okkur hefur ávallt kom-
ið ágætlega saman, og ég hefi
komið í heimsóknir til hennar
svona við og við, og hún hefur
alltaf litið inn til mín með börn-
in svona annað slagið. Þeim þyk-
ir vænt um ömmu gömlu, veit ég
og yfirleitt hefur samkomulagið
verið ágætt.
En fyrir nokkru skeði það, að
tengdadóttirin fór að verða svo
kuldaleg í viðmóti við mig, að
ég fór að draga mig til baka, og
nú er svo komið að við höfum
ekki talast við í eina tvo mánuði,
sem aldrei hefur komið fyrir
áður. Mér þykir þetta að vonum
sárt, sérstaklega vegna þess að
ég veit ekki til þess að ég hafi
nokkuð gert á hennar hluta, sem
gæti orsakað þennan kulda. Ein-
hvernveginn hefi ég ekki komið
mér til að spyrja hana um ástæð-
una, og þori satt að segja varla
að hringja til hennar, eða koma
þangað, af ótta við að hún taki
mér svo kuldalega að uppúr sjóði.
Mér leiðist þetta ástand mjög
mikið og vildi allt gera til þess
að fá því komið í gott lag.
Hvernig á ég að fara að því á
sem beztan hátt? Hverju ræður
þú mér kæri Póstur, svo vel megi
fara?
Tengdamútter.
|—------Þetta bréf þótti mér
vænt um að fá, tengdamútter, og
óskandi væri að fleiri tengda-
mæður — eða tengdadætur —
hugsuðu á sama hátt og þú, að
vilja allt til gera að leysa úr
slíkum flækjum, sem því miður
eru afar algengar. Það er senni-
lega staðreynd að samkomulag
milli tengdamæðra og dætra, er
ákaflega viðkvæmt, líklega hið
viðkvæmasta sem finnst í fjöl-
skyldusamböndum. Þess vegna er
það mikilsvirði, að þessir aðilar
geri allt sitt bezta til að reyna
að halda samkomulaginu á hrein-
skilnum og góðum grundvelli.
Að sjálfsögðu gerir þú þér það
ljóst, að þótt þér finnist þú ekk-
ert hafa gert á hennar hluta, þá
gæti samt verið að þú hafir gert
það í hugsunarleysi eða af vangá,
og að það hafi jafnvel verið svo
lítilfjörlegt í þínum augum, að
þú getir ekki gert þér grein fyrir
því eða munir alls ekkert eftir
því. Tengdadætur eru yfirleitt
mjög viðkvæmar fyrir öilu því,
sem tengdamæður þeirra gera
og segja.
Nú skalt þú gleypa þitt stolt
og hringja til tengdadóttur þinn-
ar, þegar vel liggur á þér. Þú
skalt segja henni að þú hafir i
huga að heimsækja hana ein-
hvern daginn, og vita hvað hún
segir og hvernig tónninn er. Ef
þér finnst eitthvað á vanta, þá
skaltu spyrja hana hreint út hvað
sé að, segja henni ef það sé þér
að kenna, þá hafi það gerzt alveg
óvart og þú sjáir eftir því.
Reyndu að vingast við hana og
leiðrétta misskilninginn.
— Og gangi þér vel.
„Konan mín vill ekki
rífast...“
Vikan, Rvík.
Ég þekki það vel, Póstur minn,
þegar karlmenn eru að tala sam-
an um sínar eða annarra eigin-
konur. Þá heyrir maður oft hver
húsbóndinn er á heimilinu, þegar
rætt er um ýmiskonar rifrildi eða
skoðanamismun.
Satt að segja þá öfunda ég þá
menn, sem eiga slíkar konur.
Mín eignikona er nefnilega
þannig, að hana má með sanni
kalla hreinan engil. Hún segir
mér aldrei orð á móti, og allt
sem ég segi heima eru lög. Sama
er að segja með börnin, því kon-
0 — VIKAN 23. tbl.