Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.06.1964, Qupperneq 9

Vikan - 04.06.1964, Qupperneq 9
Zsa Zsa Gabor: Mér fiimst það fáránlegt að heimta, að maður verði hamingjusamur í fyrsta hjónabandi. Eru engin takmörk fyrir heimtu- frekjunni? Bob Hope: Það er hættulegt að reykja, hættulegt að borða feit- meti, hættulegt að ganga yfir götu, hættulegt að fljúga, hættulegt að sigla, hættulegt að sitja . . . Þeir svartsýnu hafa aldrei lifað aðra eins dýrðardaga og núna. Alexander páfi: Það ætti enginn að skammast sín fyrir að hafa haft rangt fyrir sér. Það sýnir aðeins, að maður hefur skynsemi til að sjá mistökin. Það gerðizt í Köln í vor, að ökumaður steypuhrærubíls uppgötv- aði, að hann hafði gleymt ökuskírteininu sínu heima. Hann brá sér því af leið til að ná í það. Þá vildi svo óheppilega til, að hann kom að öðrum manni í rúminu hjá konunni. Fyrsta verk bílstjórans var auðvitað að slá elskhugann í rot, svo fór hann út og lagði steypu- hrærubílnum upp að Volkswagen friðilsins, opnaði sólþakið á Volks- wagninum og renndi hann fullan af steypu. Hjónbandsráðgjafi, sem skrifar fastan þátt í enskt vikurit, sagði nýlega í dálkum sínum: Það er hlægilegt, þegar konur ráðast harkalega að mönnum sín- um, þótt þeir hafi lent á refilstigum með öðrum stúlkum. 99% allra karlmanna eru viljalausir og geta alls ekki látið á móti sér. Konum- ar verða að taka okkur eins og við erum . . . Gregory Peck er hættur að reykja sígarettur. En hann ætlar að halda áfram að flauta á eftir fallegu kvenfólki. Mickey Rooney hefur komið sér upp bankabók. Innstæðan er 50 dollarar. Hvaða eiginleikar eru góðri eiginkonu nauðsynlegastir? Þessi spuming var nýlega lögð fyrir nokkra eiginmenn í Chicagó, og hér kemur sýnishorn af svörunum: Að hún kunni að eldra hafragraut. Að hún vinni fyrir sér siálf. Að hún sé blíð og óspör á atlotin. Að hún drekki sig ekki hýra nema á laugardagskvöldum. Að hún láti sér vel líka, að eiginmaðurinn eigi vinkonur. Að hún geti spilað á harmonikku. Að hún reyki ekki nema 50 sígarettur á dag. Að hún sjái um að hafa nóg af viskýi og bjór í húsinu. Að hún skipti sér ekki af því, hvar eiginmaðurinn er á kvöldin. Að hún berji ekki eiginmanninn. Að hún seiri nei, takk, þegar eiginmaðurinn spyr hana, hvort hún vilji fá nýjan kjól. Að hún lofi eiginmanninn á hverjum degi fyrir það, hvað hann sé góður við hana og tillitssamur. Að hún gefi honum alltaf steik í hádegismatinn. Það er oft gaman að fletta útlendum blöðum og lesa auglýsing- amar. sem standa undir hausnum „einkamál". f brezku blaði var þar nýlega þessi auglýsing: „Ungur maður, ófríður, latur, lýginn, áhugalaus, forvitinn, óskar eftir félagsskap við þá, sem eru svipað settir". Það eru engin takmörk fyrir því, hvað menn skilja eftir í kvik- myndahúsum. Á lista yfir fundna muni í kvikmyndahúsi einu í Berlín er meðal annars eftirfarandi: Hlaðin skammbyssa, gervitennur, ástarbréf, mikið af óborguðum reikningum, gullúr, nokkrar brenni- vínsflöskur, tvær lýsisflöskur, heil og óskemmd framtönn úr full- orðnum manni, fáeinir brjóstahaldarar, tannlæknistöng, par af svört- um, hælaháum skóm, axlabönd, auga úr gleri, uppstoppað ljóns- höfuð, gervifótur með liðamótum. Ekkert af þessu hefur verið sótt, — nema gervitennurnar og gullúrið. f New York blaði var nýlega þessi auglýsing: „Brúðarkjóll, mjög fallegur og úr góðu efni, til sölu ódýrt. Ónotaður. Á sama stað óskast barnavagn til kaups. Fullvaxinn maður þarfnast daglega 500 lítra af súrefni. Til þess að fullnægja þessari þörf, þarf maður að anda að sér 10—15 þúsund Iítrum af lofti! FILCLAIR gróðurhús Algjör nýjung — tilbúið til uppsetningar — hentugt fyrir hvers- konar gróður s. s. matjurtir, plöntur og blóm. Stærðin er 6x3,75, en getur verið lengri, ef óskað er. FILCLAIR GRÓÐURHÚS er mjög rúmgott og auðvelt að vinna í þvi. Það er gert úr „filclair" plastefni, soðið í nælonnet, sem strengt er yfir jórn- og aluminíumgrind. FILCLAIR GRÓÐURHÚS er það sem koma skal. Það er til sýnis að Bústaðabletti 23, Reykjavík. Allar upplýsingar gefnar hjó umboðinu: PÁLL ÖLAFSSON & CO. Hverfisgötu 78 — Sími 20540 VXKAN 23. tbl. — 0

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.