Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.06.1964, Qupperneq 10

Vikan - 04.06.1964, Qupperneq 10
Það bar til tíðinda síðari hluta vetrar ,að bóndi, sjóari og refa- skytta vestan af Snæfellsnesi efndi til sýninagr í Bogasal Þjóðminja- safnsins ói mólverkum, sem hann hafði unnið að s.l. tvö ór, en hafði áður lítt eða ekki við þá list- grein fengizt. Sá nefndist Þórður Halldórsson á Dagverðará. Ekki var laust við að sumir héldu að þarna mundi einhver hérvifling- urinn á ferðinni. En hann var ekki lengi að hafa endaskipti á þeirri skoðun, ef menn litu hann. Það var ekki neinn ónáttúrlega hærður og skeggjaður væskill, sem tók á móti sýningargestum, heldur hóg- vær og hæverskur víkingur hvers- dagsstritsins á sjó og landi, góður í máli og með glettnisglampa í augum. Þeir, sem hann heilsaði með handabandi, fundu að mjúkur og heitur var sá hrammur, en þó var eitthvað það í sjálfu handtak- inu, sem vakti grun um að tak- harður mundi hann líka geta orðið og þá ekki laust, sem hann hélt. Og þó maðurinn væri viðtalsljúfur, leyndi sér ekki skapið á bak við brúnir hans, miklar og loðnar. Smá- fríður mundi hann ekki geta talizt, enda hefur það aidrei verið prýði víkinga, en svipmikið andlitið mót- að djúpum dráttum erfiðis og þraut- seygju, en hörundið eirbrúnt af sæ- drifi á miðum og sól á heiðum uppi. Og hafi einhver virt fyrir sér axlir hans og herðar, mundi hann ekki í vafa um, að jafn auðvelt mundi honum að hafa endaskipti á manni í eiginlegri sem óeigin- legri merkingu. Um list Þórðar á Dagverðará skal ég ekki fjölyrða. Það hafa aðrir gert og sýningargestir létu álit sitt í Ijós á þann ótvíræða hátt, að þeir keypfu öll málverkin, sem hann hafði hengt á veggina í Bogasaln- um. Sé það rétt hjá KMjan, að alþýða manna sé ein dómbær á list, má Þórður vel við una. En það var ekki fyrir áhuga minn á málaralist fyrst og fremst, að mig langaði til að kynnast Þórði — heldur því hugrekki hans að efna til þessarar málverkasýningar. Hefði maðurinn verið hérvillingur eða uppskafning- ur, eða útsmoginn auglýsingaskrum- ari mundi ekkert hugrekki til þurfa, en hann var ekkert af þessu; það sá ég strax og sannfærðist enn betur um, þegar við tókumst í hend- ur. Þess vegna spurði ég hann, hvort hann hefði ekki kennt nokk- urs ótta, þegar hann var að ráð- ast í þetta. „Nei", svaraði Þórður Halldórsson afdráttarlaust. „Það er langt síðan ég komst að raun um, að óttinn er ekkert nema orkusóun og kemur aldrei að gagni, en verð- ur hins vegar oft að ógagni . . ." Af spurningunni og svarinu spannst svo það, að Þórður á Dag- verðará leit inn til mín, alllöngu eftir að málverkasýningunni var lokið og myndir hans komnar á vegg í lúxushíbýlum hér í höfuð- staðnum. „Hvað um ætt þína, Þórður — er hún öll þarna fyrir vestan?" „Nei. Móðir mín var austan úr Arnessýslu. Bjarni faðir hennar var Loftsson Eiríks gamla á Reykjum á Skeiðum og Guðrúnar, dóttur séra Kolbeins, þess er sneri passísálm- unum á latínu og orti Gilsbakka- þulu, og sjálf var hún skáldmælt vel. Faðir minn var í móðurætt af Bárði á Fáskrúðarbakka, sem gerði hurðarhringina í Hellnakirkju fyrir sr. Ásgrím Vigfússon, kunna smíðis- gripi, sem eru enn til. Bárður þessi var barnmargur og margir afkom- endur hans snillingar í höndunum, og slík var skapharkan í því kyni, að orð fór af. Þá sögu sagði Magnús heitinn Kristjánsson, fræðimaður í Olafsvík, mér af langömmu minni, að eitt sinn er hún var komin að sjötugu sat úti og barði fisk, og hefur sennilega verið ein eða liðfá heima. Koma þá flakkarar tveir, láta ófriðlega og hóta kerlingu meiðingum, beri hún þeim ekki allt það bezta, sem til sé í búinu. Hugðust vitanlega skjóta þeirri öldr- uðu skelk í bringu, en varð ekki kápan úr því klæðinu, því að hún sprettur upp hart, tvíhendir fiska- sleggjuna og kveðst ekki láta sig muna um að drepa þá hreinlega, báða tvo, ef þeir hafi sig ekki á brott. Leizt þeim heldur ófýsilegt að eiga náttból undir sleggjuskalla kerlingar og runnu undan, en hún rak flóttann með reidda sleggjuna alla leið út fyrir túngarð. Svona var harkan. í hina ættina var faðir minn norð- an úr Skagafirði, svo að ég er eig- inlega sitt af hvoru landshorninu. Stefanía, föðursystir mín, var móð- ir Jóhanns heitins Sæmundssonar, læknis og prófessors". „En þú ert fæddur og uppalinn vestur á Snæfellsnesi?" „Já, við þröngan kost. Faðir minn var heilsubilaður, gekk með blæðandi magasár. Var oft hart um mat og því vandist ég ungur að fara með byssu, og á stundum var ekki annað til munns að leggja en það, sem mér tókst að afla með henni. Veiðarnar voru mér því blá- OTTINN ER ORKUSÓUN Loftur Guomundsson ræðir við Þorð 2 Dagvsróara um galdramannasaifræði undan JöKii um menri á mörkum lífs og dauða, feigð og fyrirspar, heift og bolbænir, orkustoðvar í Breiðuvikurfiöllum og lágfótuveiðar. JQ — VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.