Vikan - 04.06.1964, Side 11
Það tekur dána menn iangan tíma að átta síg á því. að
þeir sáu dauðir, Á meðan er astand þeirra svipað og
manns í draumi,
köld alvara; ég lagöi mig allan
fram því a3 ég vissi hvað beið,
kæmi ég slyppur heim. Fátæktin og
bazlið þá, hefur því að vissu leyti
orðið mér lán".
„A8 hvaða leyti?"
,,011 veiðimennska byggist á því,
að maðurinn læri ekki einungis að
gerþekkja alla háttu skepnunnar,
hvort sem hún er selur, tófa, fugl
eða fiskur, heldur geti lifað sig
svo inn í hugsanagang hennar, að
hann viti hvert hennar viðbragð
fyrir. Slík innlifun næst ekki nema
fyrir svo langa þjálfun og stranga,
að hana leggur enginn á sig að
gamni sínu. En þegar hún verður
einn snarasti þáttur lífsbaráttunnar,
þroskast hún oft í ósjálfráða eðlis-
ávísun smám saman. Það er marg-
sannað að góðir fiskimenn vissu á
sig veður löngu fyrir og eins fundu
þeir það á sér löngu áður en þeir
lögðu af stað í róður, hvort þeir
mundu fiska eða ekki og hvar fisk-
inn mundi að finna. Sú eðlisávísun
hefur áreiðanlega þroskast í marg-
ar kynslóðir, sem allt sitt áttu und-
ir sjávaraflanum, en þó að við vit-
um henni óvefengjanlegust dæmi
þar, verður hún fy.rr eða síðar fyr-
ir hendi í sambandi við hverjar
þær veiðar sem maður fer að
stunda í fullri alvöru, þannig að
hann getur þroskað hana með sér
ef hann einbeitir sér. Sú finnst mér
raunin, eftir að ég fór að fást við
refinn, þá vaknar hún aftur, þessi
eðlisávísun, sem mér gafst á ungl-
ingsárunum. Ég bregð mér oft á
refaveiðar um helgar, kem þá
kannski heim á einhvern bæinn í
grennd við veiðisvæðið, þigg góð-
gerðir, sit og rabba við heimilis-
fólkið, en er svo allt í einu rokinn
á dyr, kannski án þess að kveðja
svo að það heldur að ég muni
koma von bráðar inn aftur — en er
þá þotinn upp í fjall. Ég get sagt
þér það, að þá hef ég fundið það
á mér, að nú væri lágfóta á ferð-
inni þarna eða þarna, og eftir
svo sem klukkutíma er ég kominn
aftur með tófu, eina eða fleiri . . ."
„Já, ég get sagt þér þessa sögu
til sönnunar, veiðisögu, sem er svo
tryggilega vottfest, að hún verður
ekki véfengd. Þetta var að sumri,
um það leyti þegar yrðlingar eru
orðnir fullvaxta. Ég frétti að vart
hefði orðið við tófur ekki langt
frá Bervík. Svo er það einn dag-
inn, að ég hugsa sem svo, að nú
veiði ég vel í kvöld. Þetta verður
mér svo sterk vissa, að ég bý mig
á veiðar og legg af stað í jepp-
anum. Um níu leytið kem ég svo út
í Bervík, en þar var hópur vega-
vinnumanna að störfum um þessar
mundir, og nú voru þeir allir sezt-
ir inn í tjöldin og vildu umfram
allt að ég staldraði við, þægi kaffi-
sopa og rabbaði við þá. Ég kvaðst
ekki hafa tíma til þess, það sé
sama og þegið, en spyr hve seint
ég megi líta inn hjá þeim í baka-
leiðinni, að ég fái kaffi. Ekki seinna
en ellefu, segja þeir. Jæja, segi ég,
þá kem ég við hjá ykkur um ellefu-
leytið; það skal ekki bregðast. Þeg-
ar klukkuna vantaði fimm mínútur
í ellefu, er ég kominn til baka og
þeir stóðu við sitt, nóg af kaffi og
mjólk og öllu meðlæti og viðtök-
urnar hinar beztu.
„Jæja, sástu nokkuð?" spyr einn
af vegavinnumönnunum, og meinti
hvort að ég hefði orðið var við
tófu.
Jú, ég játti því.
„Fékkstu nokkuð?"
Ég játti því líka.
„Eina . . . eða kannski tvær?"
„Já — bæði eina og tvær".
„Áttu við, að þú hafir fengið
þrjár?" Ég hafði ekki verið nema
rúmlega tvær klukkustundir í veiði-
ferðinni, svo að þeim þótti það
með ólíkindum. „Nei, nú lýgurðu,
Þórður", varð einhverjum að orði.
Ég hafði gert ráð fyrir þessu,
og fyrir bragðið hafði ég tekið
allan fenginn með mér, og vísaði
þeim nú á hann úti í jeppanum.
Tveir gerðust þá til að skreppa út;
þeir sáu ekki aðeins þrjár dauðar
tófur í jeppanum, heldur töldu þeir
þar sex glóðvolgar og rann úr
þeim blóðið — og einn mink haus-
lausan að auki. En um hann er
sú saga, að þegar ég var að koma
með tófukippuna að jeppanum sá
ég hvar minkurinn kom upp í fjör-
una með marhnút f kjaftinum. Mér
gafst ekki neinn tími til að miða,
því að þá hefði minkurinn skotist
inn f urðina; skaut því af sjónhend-
ingu og hæfði svo að hausinn fauk
út í sjó með marhnútinn í kjaftinum,
en skrokkurinn lá í fjörunni. Þess-
ari veiðisögu mundi víst enginn
trúa, ef hún yrði véfengd, enda fór
svo, þegar vegavinnumenn fóru að
segja hana inni á Sandi daginn eft-
ir, að fólk hélt fyrst í stað að þeir
væru að skrökva henni upp af
glettni".
„Hvernig er það — ertu mishepp-
inn á veiðum, Þórður? Ferðu kannski
ekki á veiðar, nema eðlisávísun
þín segi þér að fengs sé von? Eða
kemur það fyrir, að það hugboð
bregðist þér?"
„Sé ég sjálfráður, þá fer ég
ekki á veiðar, nema ég finni það
á mér, að ég verði heppinn. Og
þá fer ég líka hvenær dags sem
er, eða kannski á nóttunni, og þá
skal það aldrei bregðast. Og nú
ætla ég að skýra þér frá einu,
sem þér kann að þykja undarlegt.
Vilji maður njóta slikrar eðlisávís-
unar, verður maður að gæta þess
fyrst og fremst að hugsa ekki neitt.
Tæma hugann algerlega og opna
dyr hans í fulla gátt fyrir þessari
skynjun. Og vilji maður leysa eitt-
hvert vandamál, veltur allt á að
maður brjóti ekki heilann um það
nema stutta stund í einu, hvíli hann
síðan algerlega, og þegar maður
fer siðan að einbeita honum aftur
að viðfangsefninu, kemst
maður yfirleitt að raun
um að lausnin sé fundin.
Þeir, sem komast upp á
lag með að beita þessari
aðferð, finna að þá geng-
ur merkilega vel undan
á hvaða sviði sem er.
Þetta, skal ég segja þér
— þetta er forn galdra-
mannasálfræði undir
Jökli . . ."
„Hefur hugboð þitt,
eða eðlisávísun, sagt þér
fleira fyrir en veiðar?"
„Þegar maður hefur
komizt upp á lag með að
beita þessari aðferð, get-
ur hann skynjað hina
furðulegustu hluti. Jú, ég
get sagt þér dæmi þess,
sem er vottfest vel, að
minnsta kosti í aðalatrið-
um. Ég hafði skroppið
hingað suður, ákvað að
fara heim aftur með v.b.
„Hilmi" og sendi símskeyti
um það heim þann dag.
Um kvöldið var sæmileg-
asta veður, dálítil sunn-
angola, og ég fer um
borð með allt mitt hafur-
task. En þá bregður mér
vægast sagt óþægilega.
Ég þykist skynja það, að
báturinn farizt. Tvær kon-
ur, sem tekið höfðu sér
far með honum vestur,
voru og komnar um borð.
Ég vind mér að þeim,
reyni að telja þær á að
hverfa með mér frá borði,
en það reyndist árangurs-
laust, enda var mér óhægt
um vik, því að vitanlega
gat ég ekki beitt neinum
frambærilegum rökum,
ekkert fullyrt og eiginlega
ekkert sagt, enda þótt ég
væri svo viss um að hug-
boð mitt mundi reynast
Framhald á næstu síðu
VIKAN 23. tbl. —