Vikan


Vikan - 04.06.1964, Síða 12

Vikan - 04.06.1964, Síða 12
Heiftin er eins og kastvopn, sem vitjar aftur þess er kastaði cg hæfir hann, Ottinn er orkusóun rétt, að ég hætti sjáifur við ferðina. Og báturinn fórst þessa nótt. Annað get ég lika sagt þér dá- lítið athyglisvert í sambandi við þennan sama at- burð. Þegar sú frétt barst vestur daginn eftir, að v.b. „Hilmir" væri talinn af; það hafði þegar fundizt rekald úr honum, og Þórður Halldórsson var talinn meðal farþega, fullyrtu þær báðar, Helga systir og móðir mín, þrátt fyrir simskeytið frá mér, að ég hefði ekki farið með bátunm. Þar var þeirra hugboð að starfi — og brást þeim ekki fremur en mitt hugboð mér". „Var móðir þín kannski gædd svipuðum næm- leika, eða hafði þroskað hann með sér?" „Eg vissi dæmi þess, að hún sá feigð á mönn- um. Það var þegar Vigfús heitinn á Kálfavöllum kom síðast til okkar heim. Hún hafði orð á því, þegar hann var farinn, að fegin væri hún því að hafa getað tekið vel á móti honum, því að hann væri feigur. Hann lézt það sama kvöld, féll dauður af hestinum uppi á Fróðárheiði. Hitt dæmið er mér líka minnistætt, en þá var ég lítill strákur heima í Bjarnarhólskoti. Það var maður nokkur, sem kom, og ég man það vel, að mamma bar honum skyr og rjóma og heitt brauð, sem hún tók út úr ofninum. Þegar hann var farinn, lét hún svo ummælt, að fátt hefði glatt sig eins og að geta veitt honum þessar góðgerðir, því að hann væri bráðfeigur. Hún reyndist einnig sann- spá þar". „Alíturðu þá, að þessi eðlisávisun eða hugboð, eða hvað sem það má kalla, sé eingöngu bundið vökunni eða vökuvitund mannsins? Hvað segirðu um draumana — telurðu að eðlisávísunin geti líka sagt til sín þar?" „Ég kynntist mörgum Vestfirðingum, þegar ég var á togurum. Þetta voru aðallega fullorðnir menn. Og ég get sagt þér það, að maður gat vitað fyrir bæði aflabrögð og veður eftir draumum þeirra. Þá dreymdi vissa hluti fyrir afla eða aflaleysi og vissa hluti fyrir veðri, og það skyldi ekki bregðast að þar fór eftir. Jafnvel snögg áhlaupaveður komu þeim ekki að óvörum. Þeir sögðu mér oft drauma sína, og þeir voru sannarlega ekki vandráðnir. En þegar fólk tekur að virða drauma sína að vettugi, verður ekkert mark að þeim. Þá fer um það eins og hverja þá gjöf, sem að manninum er rétt, en hann vill ekki taka við og ekki nýta". „Þú telur þá, að þessi eðlisávisun eða hugboð, hvort heldur er í vöku eða svefni, sé fyrir utanað- komandi áhrif, sem maðurinn geti gerzt næmari og móttækilegri fyrir með markvissri þjálfun — en ekki hitt, að maðurinn búi sjálfur yfir hæfni til að sjá og skynja umrædda hluti af eigin ramleik, og geti þroskað og þjálfað þá skyggni?" „Þar eru utanaðkomandi áhrif að verki, það er ég ekki í minnsta vafa um. Prestur einn, þá fyrir nokkru látinn, vitjaði formanns nokkurs í draumi eða á milli svefns og vöku, skrýddur hökli og öll- um skrúða, og mælti: „Ef þú rærð i fyrramálið, hnýti ég þara um hálsinn á þér!" Daginn eftir gerði mannskaðaveður og fórust margir bátar vestra — það er langt siðan — en formanni þessum og skips- höfn hans varð til lífs, að hann virti viðvörun prests- ins látna, sem birtist honum í fullum skrúða, henni til áherzlu. Meðan pabbi var skyggn, sá hann oft dauða menn koma að rúmi sínu; einnig sá hann látna menn, sem höfðu í frammi þann strákskap, að láta illa sækja að fólki. Og nú ætla ég að segja þér eitt, en tek það fram, að ég geri ekki neinar kröfur til að þú trúir mér — þar er enn um að ræða ga'dramannasálfræði undan Jökli — það tekur dána menn langan tíma að átta sig á því, að þeir séu dauðir. Langan tíma og mikinn þroska. Þangað til er ástand þeirra svipað og manns í draumi; hann endasendist um tíma og rúm og er eins vakandi að eigin dómi og hann getur frekast orðið, en hefur ekki hugmynd um að hann sofi og dreymi. Það er á meðan látnir menn eru í þvi ástandi, sem þeir gera tiðast vart við sig hjá þeim lifandi, og þá er það undir móttökunæmleika hinna lifandi komið, hvort þeir verða þeirra varir. Ég þekki fólk, sem séð hefur drukknaðar skipshafn- ir. En yfirleitt segir það ekki frá því; veit sem er, að það kann að verða rengt og auk þess breytir það engu, þó að þetta hafi borið fyrir það. Ég get þó sagt þér eitt vottfest dæmi, þó að ég telji mér ekki leyfilegt að nefna nein nöfn. Það drukkn- aði maður fyrir vestan, líksins var leitað, en fannst ekki. Svo var það einn morguninn, að kona nokkur segir, að nú finnist líkið í dag. Það tók víst eng- inn mark á því, en svo fór að þann dag fannst það á floti og náðist. Sagði konan þá frá því, að maðurinn drukknaði hefði ekki vikið frá rúmi hennar um nóttina og þaralykt meira að segja lagt sér fyrir vit. Þessi kona er enn á lifi, háöldruð, og nokkuð skyggn. Það er lika víst, að látnir menn geta orðið lifandi að liði, fram yfir það að vara þá við hættum. Það var einu sinni, að faðir minn sá barn detta, og mundi það hafa orðið svo mikið fall, að það hefði að minnsta kosti stórslasast. En áður en það kom niður, hafði maður, sem ekki var lengur í tölu lifenda, snarast að og tekið af þvi fallið, svo að það kom hægt niður og meidd- ist ekkert. Sigurður heitinn i Skógarnesi, faðir frú Elísabetar, konu séra Arna Þórarinssonar, hrapaði fyrir kletta á Stapa þegar hann var ungur dreng- ur. Sáu það menn, sem voru við bát ekki langt frá; þeir bregða strax við og gera ráð fyrir að finna lik hans lemstrað í urðinni fyrir neðan, en hann kemur í sömu svifum labbandi upp bakkann, ómeiddur, og skildi það enginn maður. Þessa sögu sagði hann mér sjálfur". „En veiztu þá dæmi um hið gagnstæða — að látnir menn freistuðu að gera lifendum illt; vinna þeim mein, eða kannski koma fram við þá hefnd- um?" Þórður Halldórsson þegir andartak. „Jú, víst veit ég þess dæmi. En þar er um að ræða viðkvæmt mál, því að það snertir bæði minningu hinna látnu og oft einkamál fólks, sem enn er á lífi, eða þá afkomendur þess. Jú, víst veit ég þess dæmi, eink- um um nýlátna menn, sem skilið höfðu við lífið með haturshug. En sjáðu nú til — í gamla daga var þetta allt öðruvísi; þá var svo margt af fólki kúgað og kvalið í lifinu og hataðist því við allt og alla og átti þá ósk heitasta, að geta hefnt sin dautt á þeim þrælmennum, sem það hafði ekki megn- að að reisa rönd við lifandi. Þarna urðu því gagn- virk áhrif að verki fyrir þau tengsl, sem skapast geta með dauðum og lifandi. Þó að maður látist með heipt í huga og vilji koma fram hefndum dauð- ur, hefur hann ekki neinn styrk til þess nema kannski rétt eftir andlátið, svo fremi, sem hann getur ekki nærst, ef svo mætti að orði komast, á hatri og heipt þeirra lifandi. Það skorti ekki í gamla daga, eins og ég gat um áðan, og kannski báru þeir lifandi meira að segja hatur í huga gagnvart einmitt sömu aðilum og sá dauði. Þarna er fengin skýringin á afturgöngunum og draugunum, sem áður gerðu bæði einstökum mönnum og fólki al- mennt margan gráan grikk, og eins hinu, að nú eru slík fyrirbæri úr sögunni. Þó að almenn vel- megun, jafnrétti og frelsi geti að vísu aldrei kom- ið í veg fyrir að einstaklingar gerist hatursmenn Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.