Vikan


Vikan - 04.06.1964, Page 18

Vikan - 04.06.1964, Page 18
Eitt e.r þaS, eða raunar tvennt, í sam- bandi við geimfara vorra tíma, sem nærri öllum sézt yfir: Þeir liafa elzt örlítið minna en ella, og úrin þeirra seinkuSu sér ofur- lítið. Hvorugt verður þó mælt á venjuleg mælitæki, né varð neinn þeirra þess var. Hvað mátti slíku valda? Hinn ógurlegi hraði á farartækjum þeirra. Afstæðiskenn- ing Einsteins er lykillinn aS þeim útreikn- ingum, sem vísindamenn hafa gert á þessu, og þeim hefði einnig veitzt auðvelt að mæla mismuninn á atómúr. Vera má að þetta sýnist ekki annað en hótfýndin smámuna- semi handa stærðfræðingum og heimspek- ingum að dútla við, en þessir 28,000 km, sem nú eru farnir á klst., eru lítið hjá því sem i vændum kann að vera. ÞaS mun seinna verða kallað að sníglast um geiminn, að fara ekki hraðar en sem svo. Því þegar farið verSur að fara til annarra hnatta með þeim hraða farartækjanna, sem engum manni er fært að gera sér i hugarlund', hraða sem nálgast ljóshraðann, þá styttist tíminn innanborðs svo um munar. Ef afstæðiskenning Einsteins stenzt dóm reynslunnar, -—■ og flestir vísindamenn halda, að á því sé enginn vafi, ■— þá er heimur vor ekki allur þar sem hann er séður. Eitt af hinu allra furðulegasta af þessum nýsannindum, sem enn hefur ekki tekizt að hagga, er það, að úr hægi á sér við sérstök skilyrði, svo sem að flytjast til með ofsalegum hraða um rúmið, eða koma inn í afarsterkt aðdráttaraflssvið. Ef nokk- urt úr væri til á sólinni, mundi þaS ganga hægar en úrin hérna á jörðinni. Eins mundi fara um úr, sem haft væri i geimskipi á fullri ferð, það! mundi hægja á sér. Geimfaranum mundi fara á sama hátt. Hann mundi með engu móti geta fundið að úrið hans gengi ekki rétt, því öll lífs- störfin í likama hans mundu hægja á sér að sama skapi. Þegar hann kæmi aftur heim úr geimferð, mundi hann sjá, aS tvíbura- bróðir hans hefði elzt meira en hann sjálf- ur. Færi hann nógu langt og með nógu miklum hraða, mundi hann e. t. v. hitta fyrir barnabörn tvíburabróðurs sins full- vaxin, og jafnvel eldri honum. Þetta mætti kalla að ferðast um tímann eins og sögu- hetja H.G. Wells í „Tímavéiinni“ gerði. En til þess að þetta væri meira en nafn- ið tómt, yrði geimfarið aS fara meS hinum mesta hraða. Samkvæmt kenningum Ein- steins er ekkert það til, sem komist geti fram úr ijósinu, en hraði þess er ætíð nokk- urnveginn samur og jafn. Það er ekki fyrr en hraði fer að komast upp í milljónir kiló- metra á klukkustund að, flest, sem okkur er kunnugt úr daglegu lífi, virðist fara úr skorðum. í geimskipi, sem færi með slíkum hraða, mundi lengd sérhvers hlutar — einnig skips- ins — styttast í þá átt sem farið er, úr mundu seinka sér, og massi sérhvers hlut- ar vaxa. Ferðamennirnir mundu einskis verða varir, því hin sama breyting mundi verða á þeim sjálfum. Ekkert mundi fara úr skorðum að þeirra áliti. Einungis þeir, sem heima sætu, gætu orðið breyt- inganna varir. ÞaS er fjarri þvi að þetta sé hug- arburður einungis. ESIisfræSingarnir verða þessa varir daglega við tilraun- ir sínar, aS massi hluta breytist á þennan afstæða hátt. í „skilvindum“ sínum koma þeir efnisögnum upp i 99% af Ijóshraðanum, Við það verða rafeindir mörg þúsund sinnum þyngri en þær eiga að sér. Ef þeir, sem gerðu tæki þetta, hefðu ekki tekiS tillit til svona mikillar þyngdaraukningar, mundi tilraunin fara út um þúfur. Kenningar Einsteins hafa staðizt mörg önnur próf. f nánd við Sírius, hina björtustu stjörnu á himni, er önnur stjarna ó- sýnileg beru auga. ÞaS er sú tegund stjörnu, sem kallast livítur dvergur. Þó stjarna þessi sé aðéins þrefalt stærri en jörðin, er hún svo óskiljan- lega þétt i sér, að hverjir 1G rúm- sentimetrar vega tonn. Þarna er aðdráttaraflsvæði sem segir sex, — og samkvæmt kenningum Einsteins ætti þetta að lækka bylgjutíðni ljósgeislanna, sem stjarnan sendir frá sér. Nákvæmar rannsólcnir hafa leitt í ljós, að svo er, og einmitt jafnt því, sem Einstein sagSi fyrir. Vísindamenn álíta, að ef maður gæti haldizt við lifandi í aðdráttar- aflsvæði þessa hnattar og annarra álika, mundi hjartaslögum hans fækka að sama skapi. Fyrir tveim árum var það ung- ur ÞjóSverji sem hlaut nóbelsverð- laun i eðlisfræði. Hann heitir Rud- olf Mössbauer, og hefur fundið framúrskarandi aðferð til að prófa afstæðiskenninguna. Hún er svo nákvæm, að unnt er að finna hvort úr seinkar sér um sekúndu á millj- Jg — VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.