Vikan - 04.06.1964, Side 19
AUGUM
ón árum. ESlisfræÖingar, sem starfa
við Harvardháskóla og notuðu þessa
aðferð, fundu, að gammageislar sem
stefna inn að miðbiki jarðar lækka
bylgjutíðni sína fyrir tilverknað
aðdráttarafls hennar. Þannig mundi
piltur, sem starfaði á neðstu hæð
í skýjakljúf, eldast ofurlítið fljótar
en annar, sem væri efstj uppi, þar
sem aðdráttaraflið er ofurlítið veik-
ara.
Til eru þeir efagjarnir visinda-
menn og fjöldi leikmanna, sem
leyfa sér að véfengja grundvallar-
atriði afstæðiskenningarinnar.
Einkum veitist þeim örðugt að
sætta sig við þessa umræddu stytt-
ingu timans. Þeim finnst það fjar-
stæða, að maður geti farið i geim-
ferðalag og komið aftur yngri en
hann fór. En langflestir af vísinda-
mönnum þeim, sem nú eru uppi,
trúa þessu. Og það styrkir trú
þeirra, að sannanir drifa að hvaðan-
æva frá niðurstöðum af rannsóknum
eðlisfræðinga á sviði atómvísinda.
Það er til öreind nokkur, sem á vís-
indamáli er kölluð mu meson. Af eind-
um þessum skapast mikið í háloft-
unum við aðstreymi kosmiskra geisla.
Vísindamenn þekkja það af rækilegum
athugunum, að mu meson á sér ör-
slcamma ævi, nánar tiltekið tvo millj-
ónustu úr sekúndu. Af því leiðir að
eind þessi kemst ekki langt fyrr en
hún er að engu orðin, en þó liklega
nokkur hundruð metra. Og fyrst mu
meson verður til nokkur þúsund metr-
um ofar jörðu, mætti ætla að engin
þeirra næði til jarðar, Samt komast
þúsundir og aftur þúsundir af þeim
alla leið niður á sekúndu hverri. Þarna
sést dæmi um hina afstæðisbundnu
styttingu timans. Mu meson á sér ekki
lengri ævi en tvo milljónustu hluta
úr sekúndu. En mu meson sem skapast í
geimgeislun, eða kosmiskri geislun, fer með
99% af hraða ljóssins. Slikur hraði lengir
svo lif eindarinnar, að hún hefur nægan tima
til að ná til jarðar.
Þessir tíma-ferðalags eiginleikar mu mes-
on vekja manni ekki óskemmtilega þanka
viðvikjandi geimferðum á ókomnum timum.
Oft hefur þvi verið haldið fram, að þrátt
fyrir þann hagnað, sem hafa mætti af þvi
að ferðast um tímann samkvæmt kenningu
Einsteins, væru þær skorður reistar við því
að koma mætti mönnuðu geimfari milli
sólkerfa, eða af hnetti þessum yfir á ann-
an, sem vegalengdirnar valda. Þvi þær eru
aldrei taldar í öðru en Ijósárum, eða vega-
lengd þeirri, sem ljósið fer á ári, Ljósár
er 9,5 billjónir km. Ljósið er 100 000 ár
að fara þvert yfir vetrarbrautina.
Geimfarar nútímans, sem fara með 28000
kin hraða á klukkutíma, mundu þurfa 300
milljónir ára til að komast eins ljósárs vega-
lengd, færu þeir með þessum hraða. En
setjum svo, að unnt væri að auka hraðann
svo að hann lsæmist í nánd við ljóshraðann,
hinn mesta hraða. Þá mundu menn segja,
að jafnvel þó sendur væri nýfæddur sveinn,
yrði hann orðinn hundrað ára eftir 100
ljósára ferðalag, en þó væri þetta ekki nema
þúsundasti partur af þvermáli vetrarbraut-
arinnar. Samkvæmt því væri það óhugs-
andi að nokkur maður næði þvi á einni
mannsævi, að komast til annarrar vetrar-
brautar.
En svo kemur hin örsmáa og skammlífa
mu meson og sýnir fram á allt annað. Hraði
mu meson er slíkur, að ævi agnarinnar
lengist fram úr öllu valdi, svo hún kemst
margfalda þá vegalengd, sem henni virtist
ásköpuð. Geimfari, sem ferðaðist með sama
hraða, mundi komast miklu lengra á þeim
100 árum, sem við ætlum honum að lifa,
hann inundi fara fram úr — langt fram úr
100 ljósára vegalengd. Honum mundi, eins
og mu meson, þykja sem rúmið skryppi
saman að sama skapi sem timinn lengdist.
Þetta furðulega samhengi milli tíma og
rúms er eitt af grundvallaratriðum afstæðis-
kenningar Einsteins. Áður hugsuðu menn sér
rúmið án beinna tengsla við tímann. Höf-
undar „vísindalegra" skáldsagna (science
fiction) gerðu sér mikinn mat úr þessari
„fjórðu vídd“, sem þeir hugðu vera. Sögu-
hetja H.G. Wells í „Tímavélinni“ er látin
ferðast fram og aftur um timann eftir geð-
þótta, á farartæki sínu, tímavélinni.
Hugsum okkur, t. d. öskjur, sem standa á
borði Þessar öskjur hafa ekki alltaf verið
til i þeirri mynd sem þær hafa núna, það
var fyrst á þeim degi, sem þær voru smið-
aðar, sem þær fengu þá sérstöku hæð, lengd
og breidd, sem einkennir þær. Og sá dagur
mun koma, að þær hætta að vera til sem
slíkar, þær verða brotnar, brenndar eða
samanlagðar öðru formlausu sorpi. Fyrir
þær gilda viddirnar þrjár aðeins þann tak-
markaða tíma, sem þær eru til. Tími og
Framhald á hls. 37.
VIKAN 23. tbl. — iq