Vikan - 04.06.1964, Síða 21
mynninu, sem var í um þrjú hundr-
uð metra fjarlægð.
Það var mjög heitt. Nokkuð
hvasst, sjóðheitur vindur var á af
norð-austri. Quarrel sagði að svona
vindur væri stöðugur árið út. Hann
gerði dritvinnsluna mögulega. Hann
þurrkaði dritið. Glampinn af haf-
inu og fenjunum var óþolandi. Bond
óskaði sjálfum sér til hamingju með
það að hann skyldi hafa gefið
sjálfum sér tíma til að láta húðina
venjast sólinni.
Það var sandeyri við ármynnið
og ofan við eyrina djúpt, kyrrt lón.
Annað hvort yrðu þau að vaða og
væta fötin sín, eða afklæðast. Bond
sagði við stúlkuna: — Honey, við
getum ekki verið feimin f þessu
ferðalagi. Við ætlum að vera f
skyrtunum vegna sólarinnar. Þú
skalt ekki nota önnur föt en þú tel-
ur nauðsynleg og ganga á eftir
okkur. Án þess að bíða eftir svari
fóru mennirnir tveir úr buxunum.
Quarrel braut þær saman og stakk
þeim í bakpokann með matar-
skammtinum og byssu Bonds. Svo
óðu þeir af stað út ( lónið með
Quarrel á undan, Bond í miðjunni
og loks stúlkan. Vatnið tók Bond f
mitti. Stór slifurlitur fiskur stökk upp
úr vatninu og féll aftur niður með
skvettu. Það mynduðust örvar á
yfirborðinu, þegar fleiri fiskar þutu
úr leið.
Tjörnin endaði í þröngum læk,
sem fenjaskógurinn myndaði lauf-
þak yfir. Um stund óðu þau gegn-
um svöl göng, svo víkkaði áin og
varð að dreifðu feni milli trjástofn-
anna. Það var leðja á botninum
og í hverju fótmáli sukku fætur
þeirra í aur. Litlir fiskar og rækjur
flúðu undan fótum þeirra og við og
við urðu þau að nema staðar og
strjúka af blóðsugurnar áður en
þær næðu að bíta sig fastar. Að
öðru leyti varð þetta auðveld ferð,
þögul og svöl og að minnsta kosti
fyrir Bond laus við óþægindi af
sólinni.
Þau höfðu ekki lengi gengið í
áttina inn í landið er þau fundu
óþefinn af fúleggjum og fúla upp-
gufunina úr fenjunum. Moskitóflug-
urnar og sandflugurnar tóku að
hrella þau. Þær voru sérstaklega
hrifnar af fíngerðri húð Bonds.
Quarrel sagði honum að dýfa sér
í ána. — Þær vilja hafa matinn sinn
með salti, útskýrði hann glaðlega.
Bond fór úr skyrtunni og gerði eins
og honum var sagt. Á eftir var líð-
anin betri, og áður en langt um leið
vandist Bond jafnvel óþefinum,
nema þegar Quarrel steig óviljandi
á gamalt loftrúm f aurnum og fúl
loftbóla steig upp á yfirborðið og
sprakk undir nefi Bonds.
Það var minna um gróður eftir
því sem áin breiddist. Hún varð
grynnri og botninn betri. Þau fóru
fyrir bugðu og komu inn á opið
svæði. Honey kallaði í karlmenn-
ina: — Verið vel á verði núna. Það
er auðvelt að sjá okkur hér. Svona
er það næstu mfluna eða svo. Svo
þrengist áin aftur þangað til við
komum að vatninu. Og svo kem-
ur sandeyrin þar sem fuglaverðirnir
bjuggu.
Þau námu staðar í skugga af
nokkrum trjám og svipuðust um.
Áin bugðaðist frá þeim f áttina að
miðeynni. Bakkarnir voru krýndir
með lágum bambusviði og mundu
ekki veita mikið skjól ef með þyrfti.
Frá vestri bakkanum var aflíðandi
brekka og síðan bratti með sykur-
reyr og aðeins um tveim mflum
þaðan var dritvinnslan. Undir drit-
fjallinu grillti í nokkra kofa. Silfur-
þráður lá f spírölum niður hæðina,
niður að kofunum. Bond gat sér til
að það væru brautir til þess að
flytja dritinn á frá gryfjunum niður
að kvörninni og skilvindunni. Lauf
sykurreyrsins var hvítt eins og það
hefði snjóað á það. Ofan frá drit-
fjallinu barst hvftt duft. Það var
auðvelt að sjá svarta skarfana bera
við þennan hvfta bakgrunn. Þeir
lentu á dritfjallinu, luku erindi sfnu
og flugu af stað aftur.
Bond starði eins og dolfallinn á
þetta glitrandi skftfjall. Þetta var
konungsrfki Dr. No. Bond fannst
að hann hefði aldrei séð eyðilegra
og leiðinlegra landslag á ævinni.
Hann grandskoðaði landið milli ár-
innar og fjallsins. Hann var ekki f
vafa um það lægi gata, eða að
minnsta kosti slóð frá fjallinu niður
að tjörninni og niður í fenin. Það
virtist óhugsandi að ferðast um
eyjuna öðruvfsi. Hann veitti því
athygli að allur gróður hallaðist í
vestur. Hann reyndi að ímynda sér
það líf að búa þarna allt árið um
kring við þennan stöðuga heita
vind, fýluna af fenjunum og dritinu.
Það var ekki hægt að hugsa sér
óaðgengilegri stað.
Hann leit í austur. Skógurinn á
fenjalandinu var þó aðgengilegri.
Hann myndaði grænt, samfellt teppi,
sem hvarf í mistrið úti við sjón-
deildarhring. Yfir þessu græna
teppi flugu fuglar, settust og lyftu
sér aftur. Gargið í þeim heyrðist
gegnum vindinn.
Rödd Quarrels rauf hugsanir
Bonds: — Þeir eru að koma, kapt-
einn.
Bond leit f sömu átt og Quarrel.
Stór fiutningabíll kom þjótandi f
áttina frá kofunum og rykið þyrlað-
ist undan hjólunum. Bond fylgdi
honum með augunum f tíu mínútur,
þangað til hann hvarf í skóginn við
ána efst. Hann hlustaði. Geltið í
hundunum barst með vindnum.
Quarrel sagði: — Þeir koma nið-
ur eftir ánni, kapteinn. Þeir vita að
við getum ekki komizt aðra leið
en upp með ánni, ef við erum þá
ekki dauð. Þeir koma örugglega
niður eftir ánni, niður að strönd-
inni og leita að líkunum. Svo kem-
ur sennilega bátur eða fleki til
þess að sækja mennina og hund-
ana. Það er að minnsta kosti það
sem ég mundi gera, ef ég væri í
þeirra sporum.
— Það er það, sem þeir gera,
þegar þeir eru að leita að mér,
sagði Honéy. — Og það er allt í
lagi. Við skulum bara skera okkur
bút af bambusviði og þegar þeir
nálgast, stingum við okkur á kaf
í volgt vatnið og öndum gegnum
bambusviðinn þangað til þeir eru
komnir framhjá.
Bond brosti til Quarrels. Hann
sagði: — Hvernig væri að þú út-
byggir bambusinn, meðan ég finn
góðan pytt til að leggjast í?
Quarrels kinkaði kolli. Hann
öslaði af stað upp eftir ánni í átt-
ina að bambusrunnunum. Bond leit-
aði aftur þangað, sem trén voru
þéttari.
Hann hafði forðast að líta á
stúlkuna. Nú sagði hún óþolinmóð:
— Þú þarft ekki að gæta þess svona
vel að líta ekki á mig. Það er ekki
til neins að hugsa um slíkt, þegar
svona stendur á. Þú sagðir það
meira að segja sjálfur.
Bond sneri sér við og leit á hana.
Rifið og slitið pils hennar náði nið-
ur að yfirborðinu. Gegnum vatnið
sást í fætur hennar. Fallegt and-
litið brosti við honum. Á þessum
stað virtist brotið nefið vera full-
komlega eðlilegt.
Bond virti hana hægt fyrir sér.
Hún skildi. Hann sneri sér við og óð
áfram niðureftir, og hún fylgdist
með honum.
Pramhald á bls. 47.
VIKAN 23. tbl. — 21