Vikan


Vikan - 04.06.1964, Síða 23

Vikan - 04.06.1964, Síða 23
Ná nálgast það óðum, að nýja framhaldssag- an byrji: ANGELIQUE, eftir hjónin Anne og Serge Golon. Það er sennilega einhver bezta framhaldssaga, sem VIKAN hefur birt, og er þá mikið sagt. Það er nokkuð síðan, að við fórum að sjá þessa framhaldssögu í erlendum blöðum, en veittum henni fyrst í stað enga athygli fram yfir það sem gerist. En svo, þegar þessi sama saga var komin í frönsk, þýzk, sænsk, brezk, ítölsk og jafnvel bandarísk blöð, fórum við að hugsa okkar gang. Við pöntuðum fyrstu bókina, ANGELIQUE, sem er 787 blaðsíður í „crown“- broti, og fremur smáu og samþjöppuðu letri. Þegar við höfðum lesið 9614 síðu, þurftum við ekki meira, en skrifuðum umboðsmönnum höfundanna og báðum um einkarétt á fslandi. Þannig stendur á því, góðir lesendur, að VIKAN flytur ykkur þetta einstæða skáldverk, sem farið hefur sigurför um allan hinn læsa heim. Hér á síðunni birtum við ykkur smá sýnis- horn af því, hvernig hinar ýmsu þjóðir hafa kynnt ANGELIQUE. Hollendingar spyrja: Var hún engill eða djöfull? Svíar fullyrað: Að hálfu engill, að hálfu djöfull, en að fullu og öllu kona. Bretar: Sagan af ANGELIQUE er tvímæla- laust mesta ástarsaga, sem skrifuð hefur verið síðan „Á hverfanda hveli“ kom út, og mun meira spennandi en „Sagan af Amber“. Og svo koma blaðaumsagnir: Reveille segir m.a.: Hún hefur verið tæld, henni hefur verið nauðgað, henni hafa verið gefin deyfilyf, hún hefur verið hýdd, barin, það hefur verið eitrað fyrir hana og gerð samsæri gegn henni, hún verður tvívegis ekkja, hún lendir í bruna, henni hefur verið rænt og hún hefur verið seld. — En það er ekki nóg — enn vilja lesendur meira. Le Parisan: Þetta er stórbrotin saga, sem ekkert vantar í. Það er alltaf eitthvað að gerast, eitt tekur við af öðru. New York Times: . . . þýtur áfram með heng- ingum, galdrabrennum, morðum og ránum, mannránum, ástarleikjum og jafnvel (þótt minna sé á því kjamsað en sumir myndu vilja) nauðgunum. og stjórntækin eru öll við hendina. Gírstöngin er í gólfinu og skiptingarnar eru liprar og létt- ar — minna að öllu leyti á Volkswagen og afturábak gírinn er á sama stað. Kveikjulásinn er í gólfinu við gírstöngina og startarinn þar innbyggður eins og tíðkast, og sé bíllinn hafður í afturábak, þegar kveikjulásnum er læst, læsist hann sjálfkrafa í afturábak gír. Á svipuðum slóðum er ein miðstöðvarstilling — en þær eru margar og víða — og innsogið. Að öðru leyti eru rofar að mestu í mælaborðinu. Ökuljósa- blikkari er undir stýrinu vinstra megin, en stefnuljósarofi og flauta í armi hægra megin. Rúðupissi er stjórnað með sama rofa og þurrk- unum, sem þurrka ágætan flöt. Það sést vel út úr bílnum í allar áttir, og miðstöðin virðist halda rúðunum vel hreinum. Sætin eru ágæt, stólar að framan, stillanlegir fram og aftur og hallinn á bakinu. Fótarúm allgott, nema þvað maður er að mestu flötum Framhald á bls. 40. KVÖLD- 3AKKI Kvöldjakki saumaður úr upphleyptu, gylltu efni (brokade) og skreyttur með skinnrenningum. — Stærð 40. Efni: um 1,25 m af 1,40 m breiðu efni, skinnrenningar til skreytingar, 1,25 m af fóðurtafti 1,40 m breiðu, 0,50 m millifóður 90 sm breitt. Búið til sniðin með því að strika ferninga á pappír, 5x5 sm hvem, teikna síðan útlínur sniðanna eftir skýringar- myndinni og klippa út. Sníðið öll stykkin eftir sniðunum, nýtið efnið sem bezt, og ath., að þráð- rétt liggi í þeim. Sníðið með 2ja sm saumfari hliðar- og ermasauma, einnig saumana frá handveg niður í mitti, handveg og hálsmál með 1 sm saum- fari, og 4 sm fald neðan á jakkann. Byrjið að sauma litlu sniðsaumana á fram- og bakstykki. Saumið þá sam- an hliðarstykkið merkt A2 við fram- stykkið merkt A1 og hliðarstykkið merkt B1 við afturstykki merkt B2. Saumið þá næst saman axlar- hliðar- og ermarsauma. Saumið ermarnar í handvegina. Sníðið 4 sm breitt fóður eftir hálsmálslínu að aftan og saumið við hálsmálið. Sníðið millifóður eftir 14 framstykk- inu og tyllið í höndum við miðju að framan, öxl, faldbrún og í litla snið- Framhald á bls. 29. : ' klippið. Sníðið þá framstykkin af ein- földu efninu, látið brúnirnar að fram- an nema við jaðra, og ath„ að vinstra framstykkið er heldur mjórra en það hægra. Sníðið ermarnar úr því efni, sem eftir er, og ath., að sniðið liggi þráðrétt á efninu. Sníðið með sömu saumförum og áður. Á hægra framstykki eru gerð 5 lek, en 4 á vinstra. 5. lekið á hægra barmi myndast við útáhneppu. Hvert lek er 5 sm (2x214 sm) og 2 sm milli þeirra. Saumið lekin eftir þræði og strauið niður. Saumið þá sniðsaumana. Brjótið barmfóður inn á röngu og þræðið. Saumið hnappagöt á hægri barm og athugið áður nákvæma staðsetningu þeirra á sniðinu. Saumið axlar- og hliðarsauma, síðan ermarsniðsauma, ermarnar í handveg- ina. Sníðið renning eftir formi háls- Framhald á bls. 29. Blússa Víðar og kragalausar blússur eru alltaf í tízku. Hér kemur ein þeirrar tegundar. — Stærð 42. Efni: 2,50 m af 90 sm breiðu poplínefni í 1 jós- um lit. Búið til sniðið þannig: strikið ferninga á pappír, 5x5 sm hvern, teiknið síðan útlínur sníðanna eftir skýringarmyndinni og klippið út. Brjótið efnið tvöfalt, jaðar að jaðri, og látið rönguna snúa út. Takið snið bakstykkis og legg- ið miðju að aftan við tvöföldu brún efnisins. Gerið ráð fyrir 3ja sm saumförum á hliðum, 2 sm á öxl, 1 sm í handveg og í hálsmál. Merk- ið fyrir saumförunum með mislitri fatakrít og

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.