Vikan


Vikan - 04.06.1964, Síða 24

Vikan - 04.06.1964, Síða 24
— Ég get trúað því að hún sé grimm núna. Hún gæti vafalaust drepið okkur öll með augnaráð- inu einu saman. — Það er víst orð að sönnu. — Mig hryllir við tilhugsun- inni. Þess vegna verðum við að taka saman föggur okkar strax eftir matinn og koma okkur til Parísar. Og í þetta skipti verðum við að fara. Eddie sat og starði út um gluggann. Hann sagði: —• Kannski hefðum við átt að vera farin fyrir löngu, Mr. Pimm. Ég sé ekki betur en að lögreglan sé að koma. Lögreglubíll sást koma upp hæðina. Hann ók upp að húsinu, og Malraux steig út úr bílnum og gekk upp á svalimar. — Ah, bonjour Monsieur Pimm, sagði hann. Hann kink- aði kolli til hinna. — Og hvað er að frétta? Hvernig gengur hjónabandsbraskið? Mr. Pimm gretti sig. — Ég er ekki með sjálfum mér, Malraux, síðan ég kom frá Tangier, sagði hann. — Viljið þér nú ekki segja mér, hvert erindi yðar er, við erum mjög önnum kafin, við er- um á leiðinni til Parísar. — Nújá, svo að þið ættlið að reyna að koma ykkur í skjól? Svo þið þorið ekki að horfast í augu við afleiðingamar. Þið eruð þá hrædd við Madame Mehaffey. — Við þurfum bara að lyfta okkur svolítið upp, sagði Mr. Pimm stirfinn. — Maður er ein- faldlega ekki óhultur hér — hvað kom ekki fyrir Miss Annabelle. — Svo að þið haldið að þið sleppið frá Rivierunni. — Já, og það strax. — Þá hefi ég slæmar fréttir að færa, sagði Malraux, og hann rétti fram skjalabunka. — Ég er hér með pappíra upp á það, að þið verðið öll að dúsa hérna í Cannes, að minnsta kosti um tíma. — Pappíra? Pappíra? sagði Mr. Pimm. — Hvernig pappíra? — Frá rannsóknardómaranum, sagði Malraux. Þau áttu að vera þama eftir sem vitni í máli Philip Stern og manna hans í Palais de Justice í Nice eftir átta daga. Verið var að ná í þorpar- ana til Tangier, og Pimm ásamt fylgdarliði átti að vera til taks að morgni 23. þessa mánaðar. — Átta dagar, hrópaði Mr. Pimm. — Það er ómögulegt, það kemur ekki til mála. — Hér eru pappírarnir, ef þér reynið að komast undan, verðum við víst að stinga yður inn. — Ég mótmæli, sagði Mr. Pimm. — Þetta er argasti fanta- skapur. — Þegar yfirheyrslunum er lokið, eruð þér frjáls ferða yðar. — Og qg skal ekki vera lengi að koma mér í burtu héðan. Monsieur Malraux sagði: — Megum við treysta því? —- Það gæti sannarlega ekkert aftrað okkur frá því að fara. —- Gott, þá er næsta vandamál sjálfleyst. Við viljum ekki fá neinar kvartanir frá bandaríska ræðismanninum, Monsieur. Það er allt annað en þægilegt af- spurnar fyrir okkur, að hér, endi- lega hér, skuli bandarískar kon- ur láta tælast inn í svona svika- vef. — Þvættingur, sagði Mr. Pimm með fyrirlitningu. — Við þolum ekki að hér gangi menn lausir, sem villa á sér heimildir. — Hvað þá um ræningjana? sagði Mr. Pimm. — Þetta er mesta svívirða — til hvers er lögreglan, ef hún getur ekki einu sinni komið í veg fyrir slíkt? — Það er von okkar, að við getum orðið betur á verði í fram- tíðinni. — Það gleður mig sannarlega að heyra það. Má ég treysta því, Malraux, að þér hafið augun opin? Malraux sagði: — Monsieur Pimm, næstu dagana ætlum við svo sannarlega að hafa augun opin. Skiljið þér það, öll sömul? Eddie sagði: — Þér skuluð þá passa yður að keyra ekki yfir blómin mín, þegar þér akið burt frá húsinu. Malraux hvessti á hann augun. — Jæja, okkur er ekki til set- unnar boðið, sagði hann við Mr. Pimm, -— adieu. Við sjáumst aft- ur í Nice, það er að segja — hann bjóst til að fara — ef þið lifið af næsta stefnumót með Madame Mehaffey. Þeir horfðu á bílinn hverfa nið- ur hæðina. — Plága, sagði Mr. Pimm. Julian sagði: — Átta dagar enn. Jæja þá, ef við skyldum þurfa að rekast á þau, verðum við víst að horfast í augu við það. Mér er víst óhætt að treysta því, að búið sé að reka mig. Það er þá víst bezt að Ijúka þessu af. Mr. Pimm sagði: — Ljúka hverju af? — Ég er ennþá með allt mitt hafurtask hjá þeim. Mér datt í hug að hringja í Charles og biðja hann að taka saman föggur mín- ar. Julian gretti sig og leit í átt- ina til Villa Florentina. — Við skulum vona, að hann hafi ein- hvern snefil af mannúð í sér í dag, sagði hann og gekk inn í húsið. Henri, Eddie og Mr. Pimm horfðu hver á annan. Síðan stóðu þeir allir upp sem einn maður, gengu á eftir Julian og stilltu sér upp við símann. — Halló, Charles? Julian Soames hér. — Nújá. — Dótið mitt. Þú vildir víst ekki vera svo góður að fá Dom- inique til að taka það saman fyrir mig. — Andartak. — Hvað þá? —Viltu bíða andartak. Mr. Pimm sagði: — Hvað segir hann? —■ Hann er að ná í einhvem, fanturinn sá arna. Annabelle kom í símann. — Ert þetta þú, Julian? Hvað er að? — Ja — uuu hvernig líður þér? — Ágætlega. — Heyrðu mig, Charles veit allt um þetta, það er dótið mitt. Fjórar töskur í allt — ætli Louis eða einhver gæti komið með það til mín? —- Ætli það ekki. En augna- blik. Nei. Louis má ekki vera að því. -—■ Er það ómögulegt? — Já. Ef þú vilt ná í þetta dót þitt, þá skaltu koma sjálfur. — En, Annabelle? — Ég veit, að þetta verður mikil raun fyrir þig. Þú skalt koma og horfast í augu við okk- ur hérna í Villa Florentina og ná í dótið þitt sjálfur. Við bíðum öll eftir þér. Bless. — Almáttugur, sagði Mr. Pimm. — Gaztu alls ekki talað hana til? ■—■ Ég vissi það, sagði Julian. — Það er þetta, sem þau vilja. Þau dreymir um að fá að horfa upp á angizt mína. — Kæri vinur, sagði Mr. Pimm. — Jæja, ég verð víst að horf- ast í augu við þetta allt. En hvað á ég að gera þegar ég kem þang- að? — Hvað áttu við? — Á ég að standa þarna eins og vesalingur og biðjast afsök- unar? Eða á ég að þramma inn gleðigosalega og klappa Gus Green á bakið? Mr. Pimm sagði, nei, nei, lík- lega væri galsinn ekki rétta leið- in. Miss Matilda mvndi ekki kunna að taka því. Þeir veltu þessu fyrir sér stundarkorn. Þá sagði Julian: — Ja — kannski þú vildir líka koma með? — Hvað þá? — Koma með. ■—■ Almáttugur, það gæti ég aldrei gert, nei, það væri mjög óskynsamlegt. — Hvers vegna? — Kæri vinur, sagði Mr. Pimm og hörfaði undan, — það eru góðar og gildar ástæður fyrir því — jæja, Julian, þú hlýtur að sjá það. Það kemur ekki til greina, vegna þess, eins og þú sérð, nei, nei, það væri mjög óskynsamlegt. Annabelle virtist ekki hafa tekið nærri sér þetta ævintýri með Stem, nema hvað hún var heldur fölari en áður. Hún hafði sofið út um morguninn og feng- ið morgunverðinn í rúmið. En nú voru þau öll komin saman í setustofunni. Auðvitað var um- ræðuefnið aðeins eitt. Annabelle sagði: — Allt í einu finnst mér ég hafa verið heldur rótarleg, að neyða Julian til að koma hingað. Framhalds- sagan 15. hluti efftir Lindsay Hardy HANN HEFÐI ALDREI Át 24 — VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.