Vikan - 04.06.1964, Side 31
settumst við inn í leigubíl, með
áhugamálin okkar undir beltun-
um. Ég átti enga aura, en liann
bandaði með hendinni og sagð-
ist eiga gras af seðlum.
Við drukkum stíft og töluðum
mikið saman um ekki neitt, þar
til ég trúði honum fyrir helg-
asta leyndarmáli mínu. Áfengis-
mengað blóðið rann í æðum
okkar.
„Jæja,“ sagði hann dræmt og
brosti lævist út í annað munn-
vikið. „Jæja, eigum við þá ekki
að heimsækja hana? Ég skal
koma þér á framfæri.“
Mér hitnaði, það fór að suða
inni í eyrunum á mér og ég
liorfði á ljósastaurana þjóta æ
liraðar fram hjá glugga bifreið-
arinnar.
„Ætlarðu að fara að segja að
þú eigir einhvern sjens i hana?“
Ég stamaði pínulítið á orðunum.
Líklega var það hann, sem hafði
kastað koddanum í hausinn á
mér.
„Átt þú einhvern?“ háðið
seitlaði úr augnaráði hans.
„Annars sjáum við það bráðum.“
„Nei,“ sagði ég. „Við förum
ekki heim til hennar.“ Ég þreif
i handlegginn á 'Bóbó, en hann
sat bara rólegur.
„Bilstjóri," sagði hann. „Viltu
gjöra svo vel og aka á Álfabraut
tuttugu og níu.“
„Hvað er þetta, Bóbó, láttu
ekki svona.“ Ég þreif fastar í
handlegginn á honum og hristi
hann. „Við förum ekki þangað,
heyrirðu það?“
En Bóbó tók um hendur mér
og reif sig lausan. „Þegiðu, það
er ég, sem blæði núna, ég á aur-
ana. Bílstjóri, þú heyrðir, hvað
ég sagði.“
Það var ég, sem sló fyrsta
höggið.
Og enda þótt erfitt væri að at-
hafna sig í aftursætinu á leigu-
bílnum, dundu þung högg á báða
bóga. Skyrta rifnaði, varir blóðg-
uðust og við gleymdum öllu um-
hverfi í liita átakanna, við bara
börðumst.
Ég veit ekki, hve ölvaðir við
vorum, né hve lengi áflogin
stóðu, en um morguninn var ég
lokaður inni í klefa, sem á voru
járnbentar dyr. Ég vissi, hvar
ég var enda þótt ég hefði aldrei
komið þangað fyrr. Lögreglu-
maðurinn, sem yfirlieyrði mig
sagði, að ég hefði verið áberandi
drukkinn, mun drukknari en
Bóbó.
„Hinn pilturinn var látinn
fara,“ sagði hann. „Og leigubil-
stjórinn sagði, að þú liefðir átt
upptökin.“
Ég sagði ekkert. Það er ekkert
hægt að segja, þegar maður er
sautján ára og horfir beint í
þungbúin augun á fílefldum lög-
regluþjóni, sem réttir vélritaða
syndaskýrslu yfir stórt eikar-
skrifborð.
„Viltu skrifa nafnið þitt hérna
undir.“
Ég tók við skýrslunni og
pennanum úr hlemmistórum
lúkum mannsins og leit ósjálf-
rátt á hendur mínar, titrandi og
beinaberar. Það voru torkenni-
legar rúnir, sem eftir urðu á
þessu hvíta pappirsblaði.
Ég rakst á Gunnu nokkrum
dögum síðar og þegar hún heils-
aði mér, varð ég svo undrandi,
að ég steingleymdi að svara.
„Hvar liefur þú eiginlega iiald-
ið þig, það er orðið svo langt
síðan við höfuin sézt,“ sagði liún
og saklaus augun geisluðu, eins
og dökk sól.
Ég var sælukenndri furðu lost-
inn og ég lilýt að liafa sagt eitt-
livað merkilegt, því að hún fór
að lilæja og það brá fyrir aðdá-
unarglampa í andlitsdráttunum.
Þetta var í fyrsta sinn, sem
hún heilsaði mér og ég gat ekki
skilið, hvers vegna hún fór að
taka upp á því núna. Hún hlaut
þó að vera búin að frétta, að ég
hafði verið settur inn.
Hvers vegna endilega núna?
Svo fór hún að tala um fjör
og partý og ég varð alsælasta
spendýr jarðarinnar, þótt mér
væri orðfátt í fögnuði mínum.
Siðan liöfum við alltaf heils-
azt og talazt við og ég hef verið
rafmagnaður frá hvirfli til ilja.
Og i morgun gerði ég einstæða
uppgötvun. Hún er sú, að það
er ekki nóg að þrá, maður verð-
ur að koma til móts við það,
sem þráð er. Löngunin ein er
ekki nóg. Og þótt ég kynni ekki
að dansa, gat ég hringt til henn-
ar og boðið henni í bíó. Ég sá
í anda glampa á hvitar tennur
hennar í brosi og ég heyrði óm
af þýðu röddinni hennar, sem
bræddi sérhverja taug i likama
mínum og hlóð hann og sálina
orku. Ég hló og inni í brjóst-
inu á mér liamaðist mandólin-
leikarinn.
Það er kvöld í marz.
Mér er samt ekkert kalt, ég
er bara að teikna eittlivað með
fingrunum i móðuna á rúðunni.
Ég vil helst ekki hugsa, það
borgar sig eklci að hugsa. Það er
betra að gera punkta í móðuna
og hlusta á ýlfrið, þegar maður
dregur fingurna eftir blautri
rúðunni.
Ég loka öðru auganu og horfi
með hinu í gegnum einn púnkt-
inn. Það er enginn snjór úti,
stöku sinnum detta stórir regn-
dropar ofan á gangstéttina fyrir
neðan gluggann minn og loftið
er stillt og kyrrt. Ég geri ráð
fyrir því, að klukkan sé eitthvað
um níu, það skiptir ekki máli.
Ef til vill skiptir ekkert verulegu
máli, ég veit það ekki ennþá.
En veturinn er ekki farinn, það
veit ég, enda þótt hann sé ckki
sjáanlegur í svipinn. Ég finn
hann alls staðar, i myrkrinu og
regndropunum og í sjálfum mér.
Ég finn andardrátt hans og veit,
falleg síslétt
gluggatjöld
Litekta og hiaupa ekki.
Aðeins ekta Gardisette veita
þessa einstæSu ábyrgS:
Fullar bætur ef nokkur
metri hleypur eða reynist
ekki sísléttur.
Sjáið fallega liti og gerðir
hjá okkur:
VIKAN 23. tbl. —