Vikan


Vikan - 04.06.1964, Side 48

Vikan - 04.06.1964, Side 48
[ geði. Það var heppilegt að ekk- ert þeirra hafði sár, því þá hefðu rækjurnar étið sig inn í það. En þetta var snjöil hugmynd hjá stúlk- unni. Ef þeir hefðu ekki notað hana, hefðu hundarnir örugglega fundið þau, hvar sem þau hefðu falið sig. Allt í einu kipptist Bond til. Gúmmístígvél lenti á kinninni á hon- um og rann niður af henni. Mundi brúnt gruggið og rauðan straum, sem rann í áttina að aðalánni. Bond hristi sig. Quarrel og stúlk- an stóðu rétt fyrir aftan hann og vatnið rann af líkömum þeirra. Quarrel brosti út að eyrum, en stúlkan var með hnúana upp í sér og augu hennar störðu í skelfingu á roðnandi vatnið. Bond sagði róandi: — Fyrirgefðu Honey. Eg komst ekki hjá því. Hann með morgninum. Hundarnir yrðu fljótir að finna líkið. Þá hvað? Stúlkan tók í ermina á honum. Hún sagði reiðilega: — Það er kom- ið mál til, að þú segir mér hvað þetta allt saman á að þýða! Hvers vegna eru allir að reyna að drepa hvern annan? Og hver ert þú? Eg trúi ekki þessari sögu þinni um fuglana. Þú ferð ekki með skamm- byssu til þess að horfa á fugla. gætu þeir fundið okkur þar ef þeir leituðu? — Þeir yrðu þá að koma yfir vatnið eða xupp ána. Það er allt í lagi ef þeir senda ekki drekann á eftir okkur. Hann getur komizt gegnum vatnið. Eg hef séð hann gera það. — Jæja, sagði Bond. — Við skul- um vona, að hann hafi meitt sig á skottinu. Ef þér viljið veita * yður og gestum yðar úrvals máltíðir, fullkomna þjónustu og hlýlegt umhverfi þá veljið þér örugglega NAUSTIÐ maðurinn álíta að þetta væri viðar- drumbur? Bond gat ekki treyst því. Með snöggri hreyfingu hentist hann á fætur og spýtti út úr sér bambus- stönginni. í sama bili sá hann stóran lík- ama standa næstum ofan á sér og bregða riffli. Hann lyfti vinstri handlegg til þess að vernda höfuð sitt og fann þungt högg byssunnar á handlegg sér. Um leið skauzt hægri hönd hans fram og þegar hlaupið á byssunni hans snerti svita- strokið brjóstið tók hann í gikkinn. Bakslag sprengingarinnar sneri Bond nærri úr úlnliðnum, en mað- urinn hentist afturábak og hvarf í vatnið eins og tré, sem fellur fyrir öxi. Bond sá stóra rauða rifu í hlið mannsins um leið og hann fór í kaf. Stígvélaður fótur kom einu sinni upp úr vatninu og höfuðið reigðist upp yfir yfirborðið með krampakennri hreyfingu. Augun sneru upp og vatnið streymdi úr munninum, sem myndaði þögult óp. Svo hvarf allt undir vatnsyfirborðið og það var ekkert að sjá, nema stóð ofan á mér. Komdu, við skul- um halda áfram. Hann tók fast í handlegg hennar og ýtti henni burt frá staðnum og út í aðalána. Við mynnið nam hann staðar og leit upp og niður eftir göngunum áður en þau fóru út. Það var engan að sjá- Bond leit á úrið sitt. Það hafði stanzað klukk- an þrjú. Hann leit á sólina, sem var komin í vestur. Klukkan hlaut að vera orðin fjögur núna. Hversu miklu lengra mundu þau þurfa að fara? Allt í einu fann Bond til þreytu. Nú var leikurinn farinn að æsast. Þó að skotið hefði ekki heyrzt — og það hafði deyfzt vel af því að því var hleypt af rétt við líkama mannsins og einnig mundi þéttur skógurinn draga úr því, — yrði mannsins saknað, þegar hinir leitarmennirnir hittust. Mundu þeir snúa við og fara aftur upp eftir ánni til þess að leita að mann- inum? Sennilega ekki. Það mundi verða orðið dimmt áður en þeir vissu fyrir víst að hann væri týnd- ur. Þeir mundu senda leitarflokk Bond leit inn ( stór, reiðileg augu hennar: — Fyrirgefðu, Honey. Ég er hræddur um að ég hafi komið þér í fjandans klípu. Ég skal segja þér þetta allt í kvöld, þegar við kom- umst til búðanna. Það var aðeins óheppni að þú flæktist inn í þetta. Ég á í dálitlu stríði við þetta fólk. Það lítur út fyrir að það langi til að drepa mig. Nú hefi ég ekki áhuga fyrir neinu öðru, en að við komumst burt af þessari eyju, án þess að nokkur verði fyrir tjóni. Nú hefi ég fengið nógar sannanir til þess að næst get ég komið að framdyrunum. — Hvað meinarðu? Ertu ein- hverskonar lögreglumaður? Ætlar þú að reyna að koma þessum Kín- verja í fangelsi? — Það liggur nærri ,sagði Bond og brosti við henni. — Að minnsta kosti ert þú réttu megin í málinu. Og nú skalt þú svara mér. Hvað er langt til búðanna? — Um það bil klukkutíma gang- ur. — Er auðvelt að fela sig þar, eða Stúlkan hnussaði: — Allt í lagi, herra Alvitur, sagði hún reiðilega. — Þú skalt bara bíða. Quarrel kom öslandi út úr trjá- göngunum. Hann bar riffil. Hann sagði afsakandi: — Það sakar ekki að hafa aðra byssu, kapteinn. Það lítur næstum svo út, að við gætum þurft á því að halda. Bond tók við byssunni. Þetta var bandarískur hermannariffill. Rem- ington. Eyjarskeggjar höfðu svo sannarlega góð vopn. Hann rétti Quarrel hann til baka. Quarrel las hugsanir hans: — Þetta eru slyngir náungar, kapteinn. Þessi maður hefur laumazt næstum hljóðlaust á eftir leitarmönnunum til þess að gripa okkur, þegar við kæmum fram úr fylgsninu, eftir að hundarnir væru farnir framhjá. Hann veit svo sannarlega hvað hann er að gera, þessi doktor. Bond svaraði hugsi: — Hann hlýtur að vera snjall. Hann' ýtti frá sér hugsunum sínum. — Nú skulum við halda áfram. Honey segir að það sé ekki nema klukkutíma gang- _ VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.