Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 50
— En það vakti ekki annað fyrir ykkur þrem en að fá hana til að giftast, svo að hvaða máli skiptir ástin? — Hún átti að láta blekkjast af titlinum hans Griinewalds, ekki bílstjóranum sínum honum Soames. Peggy sagði: — Ég skil ekki enn, hvernig þér datt í hug að vingast svona við Annabelle. Þú sem vissir allan tímann, að hún átti að giftast Henri. — Maður vingast ekki við neinn af ásettu ráði. Það verður ekkert við því gert. Og auk þess er þetta allt búið og gert. Er ekki búið að staglast á þessu nógu oft? -— Ég er ekki að segja að ég hafi neinn áhuga á þér sem slík- um, heldur þvert ó móti. En mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvemig maður eins og þú gætir hafa flækzt inn í svona svívirðilegan svikahring, og þú virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því. Julian sagði: — Fólk gerir ekki annað en að óskapast yfir þessu öllu saman, en í guðanna bænum, Henri er ekkert skrímsli. Það væri í rauninni enginn glæpur, þótt hann hefði kvænzt Anna- belle. — Það er ekki það sem ég á við. — Það vill svo til, að hann er ágætis náungi, og hún mætti vafalaust þakka fyrir að ná í hann. Og auk þess vill svo illa til, að hann er bálskotinn í henni. Peggy sagði: — Ég vona að ég þurfi ekki að feila tár Henri vegna. Ef hann var svona ást- fanginn í henni, hvers vegna gat hann þá ekki sagt henni það og beðið hennar af hjartans ein- lægni? — Það er nú einmitt það, sem hann ætlaði sér að gera. — f fullu samráði við Mr. Pimm, auðvitað, um leið og hann fengi einhverja peninga. — Hann ætlaði að segja henni allt af létta. — Ég vona að þú takir það ekki nærri þér, þótt ég eigi erfitt með að trúa þessu. Jæja, það getur svo sem vel verið að þetta sé satt. En þú sérð, hvað þú hef- ur gert, Julian. Þegar menn eins og þú reyna að segja sannleik- ann, veit enginn hverju hann á að trúa. — Það er óþarfi að vera að eyða tímanum í þetta þvaður. — Bíddu andartak. Þetta kvöld, þegar þú gazt hlaupist á brott með Annabelle Þú ert ekki ennþá búinn að segja mér hvers vegna þú gerðir það ekki? — Það er nú svona með mann, maður gerir ýmislegt og gerir ýmislegt ekki. — Þetta er ekkert svar. Segðu mér nú sannleikann. Hvers vegna gerðirðu það ekki? Julian stóð upp og sagði: — Vegna þess, að ef ég hefði hlaup- Fjarlægið nagla- böndin á auðveldan hátt Hinn sjálffyllti Cutipen gefru mýkj- ardi lanolínblandaðan snyrtilög, einn dropa í einu, sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur, óbrjótandi sjálfblekungur sérstaklega gerður til snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svc að neglur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algerlega þéttur, svo að geyma má hann í handtösku. Cutíp&K fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handhægar áfyllingar. Fyrir stökkar neglur biðjiö um Nutrinail, vítamínblandaðan naglaáburð, sem seldur er í pennum, jafn handhæg- um í notkun og Cutipen. Ehhi lengur tilviljun Þúsundir kvenna um helm allan nota nú C. D. INDICATOR, hlð svissneska reikningstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá f&u daga í hverjum mánuði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Læknavísindi 56 landa róSleggja C. D. INDICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barn- eigna er óskaS sem viS takmarkan- ir þeirra. SendiS eftirfarandi afklippu ósamf svarfrímerki til C. D. INDICATOR, pósth. 1238, Rvk. Sendið undirrit. upplýsingar yðar. Nafn.............................. (Vinsamlegast skrifið með bókstöfum) izt á brott með einhverjum þetta kvöld, Peggy, þá hefði það verið með þér. Nokkrar mínútur liðu, þar til Peggy sagði: — Ó, Julian, hvað eigum við að gera? — Ég veit það ekki. Inni í setustofunni sagði Mat- ilda frænka: — Bíllinn hans Mr. Pimms er ennþá hérna fyrir utan, Augustus. Hvað ætli Julian sé að slóra? Heima í Villa Marguerite sagði Mr. Pimm: — Henri, Eddie, sjáið þið hvað klukkan er orðin. Hvað í ósköpunum getur hafa komið fyrir Julian? 15. KAFLI. Þeir voru nýbúnir að koma sér saman um, að Henri ætti að segja upp íbúð sinni í Nice, og flytjast til þeirra, þegar Julian birtist stuttu fyrir klukkan 1. Hann rogaðist inn með allar tösk- urnar fjórar og fleygði þeim á mitt gólfið, og Mr. Pimm fagn- aði honum eins og hann væri að koma frá Ytri-Móngólíu. — Kæri vinur, sagði hann — ég get ekki sagt þér hvað það er dásamlegt að sjá þig aftur. Hvernig gekk? Miss Matilda og þessi hræðilegi Green, hvað kom fyrir, hvað sögðu þau? Julian sagði, að Green hefði varla opnað munninn, og Matilda frænka hefði aðeins beðið fyrir kveðju til Mr. Pimms. — Mmm? En hún, sem átti að vera bálvond. — Hún var það alls ekki. — Auðvitað var hún það. Hún hlýtur að hafa verið það. Julian sagði: — Hún reyndi svo sem, en það var eins og hún gæti það ekki. Og svona standa nú málin. Okkur hefur ekki tek- izt annað en að gera alla, sem nálægt okkur hafa komið, óham- ingjusama, og veslings Matilda frænka er gráti næst. Mr. Pimm stóð og starði fram vandræðalega. — Almáttugur minn, sagði hann niðurbrotinn. — Ég var alveg viss um að hún væri bálvond út í okkur, sleppti sér alveg. Það tekur mig mjög sárt að heyra, að veslings konan skuli vera svona áhyggjufull. Julian rétti honum umslagið. •—• Og hérna, sagði hann, — hérna er líklega hinzta kveðjan. Mr. Pimm opnaði umslagið, tók upp ávísunina frá Annabelle ásamt smámiða. — Ja, guð blessi mig, sagði hann, undrandi, — ég trúi varla mínum eigin augum. Fimmtíu þúsund dollarar. Henri kom og leit á ávísunina, og Julian sagði: — Hvað stendur á bréfinu? Mr. Pimm las: — Örlítill þakk- lætisvottur fyrir björgun Miss Mehaffey frá Tangier. — Gjörið svo vel, sagði Julian. — Nú er búið að borga okkur allt saman, nú skulda þau okkur ekki eyri. Þau eru laus við okkur. Mr. Pimm stóð að starði fram fyrir sig í eina mínútu, síðan tók hönd hans að skjálfa. Hann virt- ist þrútna upp. Hann varð rjóður í framan, síðan eldrauður. Og hann starði fram fyrir sig. — Svei mér þá, hrópaði hann eins hátt og hann mögulega gat, — þau geta ekki gert þetta! Julian sagði: — Hvers vegna ekki? -—- Hvað heldur Matilda Me- haffey, að ég sé? Skóburstari? Hvernig dirfist hún að bjóða mér eyri af peningum sínum! Henri, burt með þig, hvar er síminn, gefðu mér símann. Danielle og Carlo komu inn í stofuna til að sjá, hvað gengi á. Mr. Pimm var svo skjálfhent- ur að hann gat varla valið núm- erið. — En sú hugmynd, sagði hann hjáróma af vonzku. — Hvað heldur konan að ég sé, ég hefi aldrei verið jafn móðgaður á ævinni. Charles, hrópaði hann í símann, — þetta er Pimm hér, og ég vil fá að tala við Miss Mat- ilda Mehaffey. Strax. Julian fann nú eins og oft áður, að honum þótti eitthvað vænt um Mr. Pimm. Hann gat alltaf komið manni þægilega á óvart. En hann var hræddur um að hann mundi sleppa sér við Mat- ildu frænku. Hann sagði: — Mr. Pimm, væri ekki ráð að bíða svolítið með þetta. — Svona, láttu ekki svona, Charles, kjáninn þinn, hrópaði Mr. Pimm. — Ég er Mr. Pimm, og ég vil fá að tala við Miss Mehaffey. — En ekki núna, sagði Julian. Svona nú, legðu frá þér símann. — Burtu, Julian. Charles, ertu þarna? Mér er sama hvort Miss Mehaffey svarar ekki í símann í dag, hún verður að tala við mig. — Gerðu eins og við segjum, sagði Henri. — Hættu við þetta. — Charles, hrópaði Mr. Pimm og streittist á móti, — halló, ertu þarna? Charles! Þeim tókst að rífa símtólið úr höndum hans og leggja það á, en Mr. Pimm veinaði: — Hvað á þetta að þýða? Láttu hendurnar á mér vera, Julian, Henri, ég ætla að hringja aftur í Miss Mat- ildu. — Nei, það gerirðu ekki, sagði Julian ákveðinn, — ekki fyrr en þú ert búinn að jafna þig. — Þú vilt þá að ég þiggi þessa peninga, er það? — Nei, alls ekki. Ég myndi ekki þiggja eyri af þeim. — Ég er öskuvondur út í þig, sagði Mr. Pimm. — Hvernig gaztu lagst svona lágt? — Ég vil ekki eyri af pening- unum hennar Annabelle. — Það er einmitt þess vegna, sem þú vilt að ég hringi ekki, þú heldur að þú getir talað mig til. — Ég er að reyna að segja þér að ég gæti ekki verið þér meira sammála. gQ — VIKAN 23. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.