Vikan


Vikan - 11.06.1964, Page 7

Vikan - 11.06.1964, Page 7
bæði að aftan og framan í þeim, sem ég prófaði. Hægt er að fá ,,bucket“ sæti að framan og myndi ég telja það mun ráðlegra. Drifskaftsstokkurinn er nokkuð hár, en það er ekki frágangssök að sitja yfir honum í aftursætinu, a.m.k. ekki styttri leiðir. Að inn- an er bíllinn látlaus og þokka- legur, og sama er að segja um útlitið, það er látlaust og þokka- legt, og venst líklega vel. Hurðirnar opnast ágætlega, og læsingarnar eru í sérflokki. Það þarf ekki annað en að anda á hurðina, svo dyrnar lokist og lokist vel. Yfirleitt virðist frá- gangur vera allgóður, að svo miklu leyti sem séð verður í fljótu bragði. Hins vegar „heyr- ist“ all mikið í veginum, og það er alltaf til leiðinda. Allir ljósarofar, og þeirra á meðal stefnuljósarofi, eru á legg vinstra megin út frá stýrisstöng. Þessi frágangur leiðist mér held- ur. Ekki hvað sízt, þar sem stefnuljósarofinn er innar á leggnum, og mér hættir til að byrja á því að fálma í ökuljósa- rofann. Á standard módelinu er flautan yzt á þessari spíru, og er það svo sem allt í lagi, þótt hring- urinn sé alltaf þægilegri. Það er sem sagt ekki mikið af takkadóti í mælaborðinu, aðeins þurrka með rúðupissi og innsog. Mæla- borðið er einfalt og látlaust, með eins litlu af mælum og hægt er að komast af með, en hins vegar vanalegum ljósagangi þess í stað. Fyrir miðju eru miðstöðvarstill- ingarnar, og virðist miðstöðin vera fullboðleg. Þar til hliðar er svo stór og góður öskubakki, og aftur í eru smáöskubakkar á óþægilegum stöðum í hliðunum. Fjærst stýrinu í mælaborðinu er svo hanzkahólf allgott, og undir öllu saman hilla fyrir drasl og dót. Kistan er rúmgóð, en opnast tæplega eins langt niður, eins og æskilegt væri. Mér finnst kistur helzt eiga að opnast svo, að ekki sé nema í mesta lagi smá þröskuldur aftur úr þeim. Vara- hjólið er þar til hliðar hægra megin og stendur upprétt, en festingin er að neðan. Bera væri að hafa hana að ofan, svo ekki þurfi að rífa mikið út, til að ná varahjólinu. Það virðist vera auð- velt að komast að viðgerðum á vélinni, það er vel frjálst í kring- um hana. Hæð undir lægsta punkt er 17,02 cm, en það segir ekki alla söguna, því pannan er fremst, og engin hlíf fyrir henni. Hins vegar er hægt að fá gegn rúmlega 2 þúsund króna aukagjaldi hlífðar- pönnu undir vélina og styrkta dempara, og hygg ég það heilla- ráð. Yfirleitt er hægt að fá ýmis- legt viðbótarágæti gegn auka- gjaldi, en ódýrasta gerð Corsair kostar nú 175.500,00. Mér sýnist, að með hæfilegum viðbótarút- búnaði myndi maður sleppa með að borga alls 186.980,00, en á plagginu, sem ég fékk, stendur að öll verð séu háð breytingum. Þetta gæti sem sagt farið upp í 187 þúsund. Ég gef Corsair fimm stjömur. Reynslan ræður, hvort þeim fækkar eða fjölgar. — s. DHOBI FRAKKINN ER ENSK ÚRVALS- FRAMLEIÐSLA Framleiddur úr Teryleneblöndu og alullarefnum. Margir litir og gerSir. ENSKIR FRAKKAR HERRADEILD AUSTURSTRÆTl 14 - SÍMI 12345 LAUGAVEGI 95 - SÍMI 23862 VIKAN 24. tbl. 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.