Vikan


Vikan - 11.06.1964, Síða 16

Vikan - 11.06.1964, Síða 16
þrjú löng ár hafði faðir Jeremiah Monahan spilað rommy við vist- mennina í St. Benedicts heimil- inu fyrir uppgjafapresta, og á þeim tíma hafði hann unnið ná- kvæmlega 11613 tannstöngla. Það voru sex mánuðir síðan umsjón- arklerkurinn kvartaði yfir því, að meira hryfi af tannstönglum en með nokkru móti væri hægt að kenna ásigkomulagi tanna vistmannanna. Faðir Monahan hlustaði þolinmóður á hann og bar saman í huganum uppgerð- ar fáfræði bróður Anselms og uppgerðar undrun sjálfs síns. Eitthvað varð að taka til bragðs — og það var líka gert. Faðir Monahan læddi allri hrúgunni aftur inn í eldhúsið og byrjaði svo bara að græða á nýjan leik. Hann skrifaði hjá sér í blokkina á skrifborðinu þetta: „St. B. skuldar J. M. 11613 tannstöngla“. St. Benedicts heimilið skuldaði honum reyndar meira en þetta, en það var í þeirri mynt, sem hann treysti sér ekki til að telja — ár, sem hann hafði misst frá sóknarstarfi sínu. Hann var mað- ur, sem sýnt hafði töluverða leikni í að leyna sjóðþurrð og hafði siglt fimlega milli skers og báru, þar til erkibiskupinn hafði komið auga á þessa hæfileika hans og flutt hann til þessa heimilis. Hér var um að ræða halla, sem sannarlega var ögrun við tiltrú manna á peningum. Dollar eftir dollar — skrifað bréf einn daginn, samskot við góðgerðarbasar hinn daginn — faðir Monahan hélt mannúðar- skipi sínu á floti. Þeir voru farn- ir að kalla heimilið St. Bene- fits — St. gróðastofnunina —■ í sókninni — Bróður Anselm til hrellingar hafði hann líka hert ólina í rekstri stofnunarinnar, og það var sjálfsagt ástæðan til áhyggna prestsins af tannstöngl- unum, hugsaði hann með sér. Þrátt fyrir það höfðu gömlu vist- mennimir aldrei haft það jafn- gott áður, og þeir óskuðu þess, að faðir Monahan yrði hjá þeim sem lengst. En hann saknaði sókarstarfs- ins. Það hafði verið líf í lagi, hann hafði þjálfað hnefaleika- flokk, haldið basar í jólavikunni og ákafir hjálparmenn höfðu far- ið í einu og öllu eftir ráðum hans. — „Hér er mikill mögu- leiki til að gera góðverk, Mrs. O'Neill . . -— já, þá hafði hann verið meðal lifandi fólks, en ekki hjá þessari andstuttu, gigtveiku liðssveit Drottins, sem var of gömul til að berjast. Hvers vegna hafði erkibiskupnum fundizt nauðsynlegt að refsa honum fyrir hæfileikana? Hann stóð og starði út um skrifstofugluggann á gráar Putn- ey County hæðirnar að morgni dags, þegar bróðir Francis kom með póstinn. Faðir Monahan tók strax eftir efsta umslaginu ■— án efa sett þar með vilja — en sendandinn var greinilega skráð- ur og var það erkibiskupinn. Það fór um hann dálítill eftir- væntingarskjálfti og hann flýtti sér að opna bréfið. Kæri Jerry! Mér hefur borizt beiðni frá einu sóknarbarni okkar í St. Margarets í Fulham, Mr. Davitt, forstjóra stáliðju- vers í New York. Hann og nokkrir vinir hans eru vanir að fara á anda- veiðar um þetta leyti á hverju ári til Norður-Carolina, og vegna þess að staðurinn, sem þeir dvelja er í tölu- verðri fjarlægð frá næstu borg, tekur ökuferð þangað á sunnudagsmorgni til að fara í kirkju það langan tíma fram og aftur, að bezti hluti dagsins fer forgörðum til veiða. Mr. Davitt spyr, hvort nokkur prestur mundi vilja koma með þeim. Það er auðvitað ætl- azt til þess að hann syngi messu í veiðikofanum eða þeim húsakynnum, sem þar eru, en fái ekki annað að launum en góðan félagsskap, mögu- leika til að stunda veiðar og svo heit- ara veður en líklegt er að við fáum hér norðurfrá. Ferðin á að standa yfir helgina, frá fimmtudegi til mánudags, held ég, og ég þarf varla að minna yður á, hve erfitt er að losa nokkurn sóknarprest frá skyldum sínum á sunnudegi. Und- ir venjulegum kringumstæðum er ég ekki fylgjandi því, að hægt sé að hafa prestana eins og hverjum hentar, en mér datt í hug, að þér þætti ef til vill skemmtilegt að komast burt frá St. Benedict í nokkra daga. Ég leyfði mér því að ráða þig í þessa ferð. Það má kannski segja að hún þjóni ekki neinu líknarstarfi, en ég er viss um að þú hefur gott af henni. Má ég biðja þig að skrifa Mr. Davitt, heimil- Isfang er skrifað hér neðst, og fá að vita hvar hann vill að þú hittir sig morguninn 19. nóvember . . . Faðir Monahan kastaði bréfinu á borðið og gat ekki gert upp við sig, hvort hann ætti að reiðast eða vera þakklátur. „Ég leyfði mér því ... !“ Hann hafði ekki verið að spyrja hann fyrst. Prest- urinn ýtti hinum póstinum til hliðar meðan hann var að átta sig. Satt var það, að maður gat orðið vitlaus öðru hverju af því að vera í þrjú ár á gamalmenna- heimili. Ferðin gæti orðið honum til ánægju, þótt hann kærði sig alls ekki um veiðiskap og hefði ekki hleypt af byssu síðan hann var í háskóla. Hann kallaði á bróður Francis inn í skrifstofuna og bað hann að skrifa fyrir sig bréf. Þar sem bróðir Francis kunni ekki hrað- ritun, var bréfritun föður Mona- hans stutt og gagnorð. Til Mr. John Davitt, forstjóra Davitt Mallable stáliðjuversins & Co, skrifaði hann aðeins, að hann mundi verða á Commodore-hótel- inu aðfaranótt 19. nóvember og væri reiðubúinn að hitta veiði- flokkinn næsta morgun. Síma- hringing upp á herbergið hans væri nægur fyrirvari,' hann mundi verða ferðbúinn. Bróðir Francis leit undrandi upp. „Andaveiðar, faðir?“ „Hvers vegna ekki?“ „Veslings dýrin, það er allt og sumt“. Faðir Monahan roðnaði, þegar hann minntist þess skyndilega, hvaðan bróðir Francis hafði feng- ið nafn sitt. „Ég geri ekki ráð fyrir að skjóta neitt", sagði hann, „ég ætla að biðja fyrir þeim, sem það gera“. Faðir Francis varð að gera sig ánægðan með þá skýringu og hann gekk út. Síðdegis þennan dag vafði fað- ir Monahan trosnuðum trefli um hálsinn, fór í úlpuna, sem vantaði á tvo hnappa og ók síðan í gamla bílskrjóð heimilisins inn í borg- ina. Verzlun, sem seldi hitt og þetta, m.a. heimilistæki og sport- vörur, átti St. Benedicts heimilið að skuldunautum. í staðinn heiðraði heimilið hana með öll- um innkaupum sínum. f þessa búð stefndi faðir Monahan nú. Hann þarfnaðist góðra veiðistíg- véla og hlýrrar sportskyrtu, og þar sem hann hafði einhvern tíma heyrt, að veiðiskyrtur ættu að vera rauðar, keypti hann þá rauðustu, sem hann gat fundið. „Er þetta séra Monahan?“ spurði rödd í hótelsímanum. „Það er hann“. „Þetta er Jack Davitt, einn af veiðimönnunum. Gætuð þér kom- ið niður og borðað með okkur morgunverð? Síðan ökum við út á flugvöllinn". „Ég er alveg tilbúinn. Eigum við að segja, að þér bíðið eftir mér við afgreiðsluborðið?" Davitt gekk til félaga sinna fimm, sem stóðu umkringdir stórri hrúgu af farangri, þar sem sjá mátti nokkrar byssur. „Hann segir okkur að bíða eftir sér við afgreiðsluborðið'j, sagði Davitt og þegjandi fluttu mennirnir allt dótið yfir í hinn enda salarins. Davitt, sem leit út eins og verka- lýðsforingi eða fyrrverandi hnefaleikamaður, tuggði óþolin- móður endann á útbrunnum vindli. Loks gekk maður út úr lyftunni og að borðinu. Davitt hrökk við. Undir áberandi sport- jakka var maðurinn í tómat- rauðri sportskyrtu og minnti ekki á neinn prest, sem Jack Davitt hafði nokkru sinni augum litið. Á öðrum handlegg bar hann köfl- ótta regnkápu í sterkum litum og í hinni hendi hélt hann á slit- inni tösku og gúmmístígvélum. Davitt sá að hinir horfðu líka á manninn, þar sem hann gekk yfir salinn. „Drottinn minn!“ tautaði Jack. „Sé þetta okkar maður, hlýtur hann að hafa hugsað sér að byrja að skjóta strax gegnum flugvél- argluggana. Þar að auki er hann klæddur fyrir skógardýraveiðar. Þegar faðir Monahan nálgaðist hópinn var honum mætt með vandræðalegri þögn. Hann hafði verið ákveðinn í að ferðast án þess að láta á því bera hver hann væri, en árangurinn var óneitan- lega frekar broslegur. Þögnin var rofin af lágvöxnum, fölleitum manni með lítið yfirskegg, sem gekk til hans og sagði: „Ég er Lou Fanelli. Þér hljótið að vera faðir Monahan". „Það er ég“, sagði presturinn með glaðlegri kaupsýslumanns- rödd, sem kom þeim öllum á óvart. Fanelli kynnti hina fyrir hon- um, hálfvandræðalegur: Jim Coughlin, Barry Smith, Dink Fallon, Frank Reardon og Davitt. Þegar röðin kom að Davitt, reyndi hann að hrista af sér von- brigðin. f bréfi sínu til erki- biskupsins hafði hann beðið um ungan prest, en þessi var greini- lega kominn yfir fimmtugt, vó líklega um 200 pund, gróft og þétt hárið var úlfgrátt, andlitið rauðleitt og afvopnandi glampi í augunum. Og þessi hræðilega, rauða skyrta . . . Davitt sneri sér undan. Það yar Fanelli, sem tók slitnu ferðatösk- una og stígvélin af föður Mona- han og setti það með hinum far- angrinum. Eftir morgunverðinn fylgdi þjónninn þeim út í tvo bíla. f öðrum þeirra sat presturinn við hlið Fanelli, og var auðséð, að Smásaga eftlr David Jg — VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.