Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 19
Ollt frá þeim tíma er Grett- ir brá bolanum á herðar sér og labbaði með hann upp frá skipinu á Reyk- hólum, hafa íslendingar skemmt sér við að spreyta sig í átökum. Sumir urðu þjóðsagna- persónur vegna gífurlegra krafta, sem þeir áttu að eiga í sínum kögglum; menn eins og Hjörleif- ur hinn sterki á Desjamýri eystra og Snorri prestur á Húsafelli, sem minnzt var á í Vikunni í byrjun þessa árs. f þeirri grein kom það fram, að miklu fleiri ungir menn geta nú tekið upp helluna frægu á Húsafelli en fyr- ir aldamót, eftir því sem gamall Borgfirðingur upplýsir og er það alveg gagnstætt ýmsum kenning- um um það, að líkamshreysti þjóðarinnar hnigni. Það er hreint ekki að vita, hvort hinir annál- uðu kraftajötnar liðinna alda, hefðu dregið þennan kraftamæli hótinu lengra, en þeir hraust- ustu gerðu nú. Um það er að sjálfsögðu engin leið að segja. Margir höfðu orð á því, að að- staða manna gæti verið misjöfn, að taka á mælinum þvert yfir brjóstið. Var því stundum haldið fram, að stórir menn, handleggja- langir og herðabreiðir, hefðu miklu betri aðstöðu. En niður- staðan varð sú, að ekkert ákveð- ið vaxtarlag sýndi betri árangur en annað. Enda þótt Ólafur Guð- mundsson sé ærið stór og hand- Framhald á næstu síSu. en hér fyrir neðan birtum við nafna- lista og krafta viðkomandi. Eins og sjá má, höfum við flokkað nöfnin nokkuð eftir starfsgreinum, þótt við að sjálfsögðu getum ekki ábyrgzt að þessi útkoma yrði endanleg ef meira væri reynt. Árangurinn verður þá sá, að „fyrr- verandi glímukappar“ verða hæstir með 51,3 að meðaltali. Þá koma Lög- regluþjónar með 41,8, Járnsmiðið með 39,7, Sjómenn með 38,7, „Ungl- ingar á íþróttaskóla“ (í Haukadal) með 38,3, Starfsfólk S.Í.S. með 37,7 Slökkviliðsmenn með 34,6 og síðast „Flugfreyjur“ og „Hjólbarðaviðgerð- arkonur“ með 12 kíló. Þorsteinn Kjartansson, velsm. Héðni, 43 kg. Jón Eiriksson, liúsasmiður, 43 kg. -> -O- Kristinn Óskarsson, lögregluþjónn, 50 kg. í 13. tölublaði VIKUNNAR, 25. marz s.l. lýst- um við eftir sterkasta manni landsins, sem nefndur skyldi „Kraftajötunn fslands 1964“. Síðan höfum við farið víða og leitað að sterk- um mönnum til að taka á kraftamælinum okk- ar, og fengið margar góðar útkomur. Sumar raunar svo góðar, að við bjuggumst varla við sliku. Þó er — satt bezt að segja -— ekki alveg útséð um það, að ekki finnist sterkari maður á voru landi, en sá sem beztu útkomuna hafði hjá okkur, en það kemur kannske síðar í ljós, ef einhver Grettir gefur sig fram. Eins og er, verðum við að sjálfsögðu að miða aðeins við þá menn — og konur — sem tóku á mælinum okkar, og útnefna samkvæmt því: „KRAFTA- JÖTUN ÍSLANDS 1964“. -C> Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastj. S.Í.S. í London, 49 kg. -O ASalsteinn Sæmundsson, Austurg. 16, Hafnarf., 49 kg. v , * ■ -O Haukur Matthíasson, lögregluþjónn, 43 kg, Þorgeir H. Jónsson, verkstj. í Héðni, 43 kg ; mmmmm ■ 11H1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.