Vikan - 11.06.1964, Síða 25
höfðu vísað honum veginn til eyj-
arinnar síðustu nótt, sem virtist hafa
verið fyrir óri, sömu stjörnurnar
sem mundu vísa þeim veginn aftur
heim, sem mundi ekki koma fyrr
en eftir ár. Þvdík ferð! En hún hafði
að minnsta kosti borgað sig. Nú
hafði hann nógar sannanir og vitni
til þess að fara aftur til landstjór-
ans og heimta nákvæma rannsókn
á starfsemi dr. No. Enginn heiðar-
legur maður notaði vélbyssur á fólk,
jafnvel þótt fólkið væri á landar-
eign hans í leyfisleysi. Og hvaða
hlutur var þetta sem dr. No hafði
látið brjótast inn á yfirráðasvæði
Audubonfélagsins til þess að brjóta
þar allt niður og að líkindum drepa
báða verðina. Það þyrfti líka að
rannsaka. Og hverju mundi hann
komast að þegar hann kæmi aftur
til eyjarinnar og beint að framdyr-
unum, á tundurspilli sennilega, með
heila flotadeild á bak við sig? Hvert
mundi vera svarið við atferli dr.
No? Hvað þurfti hann að dylja?
Hvað þurfti hann að óttast? Hvers
vegna var einveran svo nauðsynleg
honum að hann sveifst þess ekki
að myrða aftur og aftur til þess
að halda henni? Hver var dr. No?
Bond heyrði skvampið í vatninu
hægra megin við sig. Hann hugs-
aði um stúlkuna. Og hver var svo
sem Honeychile Rider? Þvf, hugs-
aði hann um leið og hann reis upp
úr vatninu og gekk á land, þyrfti
hann að minnsta kosti að komast að
áður en nóttin væri á enda.
Hann fór í blautar buxurnar,
settist niður í sandinn og tók byss-
una sína í sundur. Hann þurrkaði
hvern hluta hennar með skyrtunni.
Svo setti hann hana saman aftur
og tók nokkrum sinnum í gikkinn
án þess að hafa skot í byssunni.
Hljóðið var eins og það átti að
vera. Það mundu líða nokkrir dag-
ar áður en þessi byssa tæki cð
ryðga. Hann hlóð hana og stakk
henni f hulstrið, sem hékk við
buxnastreng hans, stóð á fætur og
gekk aftur upp í rjóðrið.
Honey teygði sig upp og dró
hann niður við hlið sér: — Komdu,
sagði hún. — Við erum að deyja
úr hungri. Ég tók einn pottinn,
hreinsaði hann og við helltum baun-
unum f hann. Það er um það bil
tvær lófafyllir á mann og svosem
golfkúla af brauði. Og ég hefi ekk-
ert samvizkubit af að borða mat-
inn ykkar því að þið hafið valdið
mér miklu meiri erfiðleikum held-
ur «n hefði ég verið eln. Svono,
réttu út hendina.
Bond brostl að valdsmannslegum
tóninum f henni. Hann gat aðeins
séð útlínur hennar í myrkrinu. Hann
velti því fyrir sér hvernig hár henn-
ar liti út ef það væri hreint, þurrt
og greitt. Hvernig mundi hún líta
út ef hún væri f hreinum og góð-
um fötum utan yfir þessum dá-
fagra, gullna líkama? Hann sá
hana fyrir sér koma inn í herbergi,
eða yfir flötina á Beau Desert. Hún
yrði dáfögur, heillandi. Ljóti andar-
unginn. Hvers vegna hafði hún
ekki látið gera við nefbroddinn.
Það var auðveld aðgorð. Þá yrði
hún fallegasta stúlkan á Jamaica.
Oxl hennar straukst við hans.
Bond rétti út höndina og lagði har.c
f kjöltu hennar með lófann upp.
Hún tók utan um höndina og Bcnd
fann þegar hún hellti baunum í
lófa hans.
Skyndilega fann hann voigan,
dýrslegan líkamsilm hennar. Það
var svo heillandi tilfinning að lík-
ami hans hallaðist í áttina að henni
og eitt andartak lokuðust augu
hans.
Hún hló stuttum hlátri sem fól
f sér feimni, ánægju og hlýju. Hún
sagði: — Hérna. Það var móðurleg-
ur hreimur í röddinni og hún ýtti
baunafullri hendi hans frá sér.
11. KAFLI. - NÓTT í MYRKRI.
Klukkan hlaut að vera um átta,
áleit Bond. Fyrir utan tfstið f frosk-
unum var kvöldið mjög kyrrt. I
hinum enda rjóðursins sá Bond móta
fyrir Quarrel. Það heyrðust mjúkir
málmskellir þegar hann tók Rem-
ingtonriffilinn sundur og hreinsaði
hann.
Gegnum runnana mynduðu gul
Ijósin á drithaugnum laglega skreyt-
inu f yfirborði vatnsins. Vindinn
hafði nú lægt gersamlega og myrkr-
ið grúfði yfir öllu. Það var orðið
svalt. Föt Bonds höfðu þornað utan
á honum. Þrjár lófafyllir af mat
höfðu komizt í maga hans. Honum
leið vel, hann var syfjaður og það
var ró yfir honum. Morgundagurinn
var f órafjarska og bauð ekki upp
á nein vandamál annað en heil-
mikla líkamsáreynslu. Lífið brosti
við honum rótt og gott.
Stúlkan lá við hlið hans í svefn-
pokanum. Hún lá á bakinu með
hendurnar undir höfðinu og horfði
upp f stjörnuþakið. Fölt andlit henn-
ar varð varla greint. Hún sagði:
— James. Þú lofaðir að segja mér
allt um þetta ferðalag. Byrjaðu nú.
Ég sofna ekki á undan þér.
Bond hló: — Ef ég segi þér, verð-
ur þú að segja mér. Ég vil fá að
vita allf um þig.
— Mér er sama um það. Ég hefi
engin leyndarmál. En þú byrjar.
— Allt í lagi þá. Bond dró hnén
upp að hökunni og vafði hand-
leggjunum utan um þá. — Það er
svona: Ég er einskonar leynilög-
reglumaður. Þeir í London senda
mig hingað og þangað þegar eitt-
hvað undarlegt gengur á í heim-
inum. Ekki alls fyrir löngu hvarf
kunningi minn, sem var umdæmis-
stjóri í Kingston, hét Strangways.
Einkaritari hans, falleg stúlka,
hvarf líka. Flestir álitu að þau hefðu
stungið af saman. Ég trúði því
ekki. Ég . . .
Bond sagði henni söguna í stór-
um dráttum, með góðum mönnum
og slæmum mönnum, eins og ævin-
týri úr bók. Hann endaði; — Eins
og þú sérð Honey, er allt sem máli
skiptir að komast aftur til Jamaica
næstu nótt, öll þrjú, í kanónum og
þá mun landstjórinn hlusta á okk-
ur og senda hóp af hermönnum til
þess að taka þennan Kínverja fast-
an. Ég býst við að það þýði að
hann muni lenda í fangelsi. Hann
veit það líka og þess vegna er
hann að reyna að stöðva okkur.
Þetta er allt og sumt. Nú er röðin
komin að þér.
Stúlkan svaraði: — Þú virðist lifa
mjög spennandi lífi. Það getur ekki
verið að konunni þinni geðjist að
því að hafa þig svona f burtu lang-
tímum saman. Hefur hún ekki
áhyggjur af því að þú getir meiðzt?
Ég er ekki giftur. Einu mennirn-
ir sem hafa áhyggjur af því að
eitthvað komi fyrir mig er líftrygg-
ingarfélagið mitt.
— En ég býst við að þú eigir vin-
konur.
— Aldrei lengi þær sömu.
— Nú. Það var þögn. Quarrel
kom til þeirra: — Kapteinn. Ég skal
taka fyrri vaktina ef þú hefur ekki
á móti því. Ég verð úti á endanum
á sandeyrinni. Og ég kem og vek
þig um miðnætti. Þá getur þú
kannske staðið á vakt til fimm og
svo getum við lagt af stað. Við
verðum að vera komin vel af stað
af þessum stað fyrir birtingu.
— Sammála, svaraði Bond. —
Vektu mig ef eitthvað gerist. Er
byssan í lagi?
— Fín, svaraði Quarrel ánægður.
Svo bætti hann við og ekki alveg
laus við meinfýsi: — Gleðilega nótt,
ungfrú. Svo hvarf hann hljóðlaust
inn f skuggana.
— Ég er hrifin af Quarrel, sagði
stúlkan. Hún þagnaði og hélt svo
áfram: — En langar þig rciunveru-
lega að vita um mig? Það er ekki
eins spennandi spga eins og þín.
— Auðvitað vil ég heyra hana
og dragðu ekkert undan.
— Það er ekkert til þess að draga
undan. Þú gætir skrifað alla ævi-
söguna mína aftan á póstkort. Ti!
að byrja með hefi ég aldrei komið
út fyrir Jamaica. Alla mína ævi
hefi ég átt heima á stað sem heitir
Beau Desert og er á norðurströnd-
inni nálægt Morganshöfninni.
Bond hló: — Skrítið. Þar á ég líka
heima. Að minnsta kosti í bili. Ég
tók ekki eftir þér þar. Áttu heima
uppi í tré?
— Nú, ert það þú sem hefur
tekið strandhúsið á leigu. Ég fer
aldrei þangað niður eftir. Ég á
heima í stóra húsinu.
— En það er ekkert eftir af því.
Það er aðeins rúst í miðri sykur-
ekrunni.
— Ég á heima í kjallaranum. Ég
hefi átt þar heima sfðan ég var
fimm ára gömul. Húsið var brennt
og foreldrar mínir voru drepnir. Ég
man ekkert eftir þeim svo að þú
þarft ekki að segja að þú sam-i
hryggist mér. í fyrstunni bjó ég
þar með svörtu fóstrunni mir.ni.
Hún dó þegar ég var fimmtán ára.
Og síðustu fimm árin hefi ég búið
þar alein.
— Guð á himnum! Bond reis upp
við dogg. — En var engin til þess
að líta eftir þér? Skildu foreldrar
þínir ekki eftir einhverja peninga?
— Ekki grænan eyri. Það var eng-
in beiskja í rödd stúlkunnar — það
var stolt ef það var eitthvað. —
Ridersfólkið var af gömlum jamaisk-
um ættum.
Fyrsti ættfaðir Ridersættarinnar
hlaut Beau Desert að launum frá
Cromvell fyrir að hafa verið einn
af þeim sem skrifuðu undir dauða-
dóm Charles konungs. Hann byggði
stóra húsið og þar hefur fjölskylda
mín búið æ síðan. En svo varð hrun
í sykurverðinu og ég býst við því,
að reksturinn hafi verið slælegur
og um það leyti sem faðir minn
tók við því, átti það ekkert nema
skuldir — veðlán og svoleiðis. Og
þegar faðir minn og móðir voru
drepin, var eignin seld. Mér var
alveg sama. Ég var of ung til þess
að skipta mér nokkuð af því. Fóstr-
an mín var dásamleg. Það stóð til
að gefa mig. Presturinn og stjórn-
arerindrekarnir ætluðu að gera það,
en fóstran safnaði saman leifunum
af húsgögnunum, sem höfðu ekki
orðið eldinum að bráð og við kom-
um okkur fyrir í rús'unum og efrir
stundarkorn hættu allir að hugsa
um okkur. Hún saumaði við og við
og þvoði í þorpinu og átti Iftinn
garð og það var stórt brciuðaldin-
tré alveg við gamla húsið. Við
Framhald á bls. 44.
VIKAN 24. tbl. — 25