Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.06.1964, Qupperneq 32

Vikan - 11.06.1964, Qupperneq 32
- G Rl LL - Grillsteikt kjöt er ljúffengt. Þegar steikt er í grillofni, myndast þegar í upphafi þunn — og ljúffeng — skorpa, sem síðan hindrar þornun kjötsins við steikinguna. Kjötið heldur þannig safa sínum og bragði óskertu — og húsmæðurnar losna við hvimleiða steikarbræluna. Infra-rauðu geislarnir fara gegnum kjötið, sem verður sérstaklega mjúkt og bragðgott. Við steikinguna bráðnar fitan á kjötinu og drýpur af. Hana má svo nota með kjötinu, ef vill, því að hún er einnig bragðmikil og Ijúffeng, en sós- ur þarf ekki að búa til, nema þeirra sé sérstaklega óskað, enda verður þeirra vart saknað, þar sem grillsteikt kjöt er svo safaríkt og bragðgott. Hvað er hægt að grillsteikja? Flest kjötmeti er bezt grillsteikt, bæði hrygg- ur, læri og aðrir stórir bitar, þykkar og þunnar sneiðar, kótelettur, smá- bitar, pylsur o.s.frv. Grillsteiktir fuglar, svo sem kjúklingar, endur o.fl. eru kræsingar. Fiskur er góður grillsteiktur. Enfremur alls konar smárétt- ir úr kjöti, fiski, grænmeti, ávöxtum, brauði, ostum o. fl. Grillofninn býður marga kosti: Grillsteiktur matur er hollari, þar sem hann er fituminni og léttari. Langflestum finnst grillsteiktur matur mun ljúf- fengari. Grillofn er auðveldur og hreinlegur í notkun. Húsmæður losna við steikarbræluna og þurfa lítið sem ekkert að fylgjast með steikingunni, því að í flestum tilfellum er steikt á teini, sem innbyggður mótor snýr með jöfnum hraða, svo að engin hætta er á, að maturinn brenni við. Mörg hjálpartæki fylgja, þannig að hægt er að steikja mæði stór, smá, þunn og þykk stykki á teinum eða sérstökum grindum. GRILLFIX grillofnarnir eru opnanlegir að ofan. Þar er laus panna, sem hægt er að steikja á eða nota sem hitaplötu til þess a.ð halda mat heitum. GRILLFIX grillofnarnir eru ennfremur búnir þrískiptum hitarofa, sjálfvirkum klukkurofa, innbyggðu Ijósi og öryggislampa. Allt þetta miðar að því að gera húsmóðurinni steik- inguna sem þægilegasta. Og ekki má gleyma því, að grillofn þarf ekki nauðsynlega að vera ætíð staðsettur í eldhúsinu. Hann er léttur og brælu- laus, svo að tilvalið og skemmtilegt getur verið að nota hann í borðstofunni eða jafnvel úti á svölum eða í garðinum, þegar það hentar og húsmóðirin vill gjarna vera í návist heimilisfólksins eða gestanna. O. KORHLERU P-HAMSEM F SÍMI 12606 -SUÐURGÖTU 10 REYKJAVÍK Sendið undirrit. nánari upplýsingar (mynd, verð, greiðsluskilmála) Nafn .................................................................. Heimili .............................................................. II 4 Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©Ilrútsmerkið (21. marz — 20. april); Þú tekur þátt í stórri skemmtun, þar sem margir félagar þínir eru samankomnir. Þú kynnist mörgu nýju fólki og þreytir um skoðun á ákveðinni per- sónu, sem þér hefur verið lítið gefið um. Þú verð- ur störfum hlaðinn. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú gegnir starfi, sem veitir þér mikla ánægju og sem þú, ef þú dregur ekki af þér, gætir komið þér mjög vel fyrir í. Þú hefur verið mjög léttur í skapi og bjartsýnn undanfarið, það er gott og blessað, en þú mættir vera svolítið raunsærri. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Kunningi þinn veldur þér skaða sökum vangæzlu sinnar. Þú skalt þrauthugsa ráðagerð þína áður en þú nefnir hana við nokkurn mann. Þú verður fyr- ir óvæntum truflunum af óviðkomandi persónu. Þú skalt létta þér eitthvað upp. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Sennilega verður þú fyrir smá óþægindum vegna sambýlisfólks þíns en þú skalt fyrir alla muni ekki láta það á þig fá, þó þú sért dálítið illa fyrirkallaður. Gamall skólafélagi býður þér með sér í stutt ferðalag. Ljónsmerkið (24. júli — 23. ágúst): ©Þú færð kærkomna gjöf frá persónu sem þú þekk- ir lítillega. Beittu ölium brögðum til þess að ná marki þínu, þér berst óvænt hjálp einhvers staðar frá í því sambandi. Sinntu fjölskyldu þinni meira en verið hefur og dveldu meira heima. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. septemher); ©Þú flækist inn í mál, sem er þér ógeðfellt, þú sleppur óskaddaður ef þú gefur aldrei höggstað á þér, og umfram allt sýndu háttprýði. Þú nærð mjög góðum árangri í áhugamálum þínum. Kunningi þinn skilar þér hlut, sem hann hefur lengi haft að láni. Vogarmerkið (24. septembcr — 23. október): Kunningi þinn fær gott atvinnutilboð, sem verður ® vissan hátt þér til ábata. Þú þarft að vera skjót- ur að ákveða og snar í hugsun ef þú ætlar að af- kasta verkefnum þínum á eins naumum tíma og þú hefur skammtað þér. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú lendir í orðaskaki við vin þinn, þú skalt þó ekki láta það standa á milli ykkar, því það er báðum mikill hagnaður að vinátta ykkar haidist. Einn fjölskyldumeðlimur þinn dvelur að heiman um stundarsakir. Fylgstu vel með. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. descmber): Þú skemmtir þér óvenjumikið og lifir hátt, gættu þess vel, að þú verðir ekki flæktur inn í neitt sem teljast má vafasamt. Verzlun og viðskipti eru þér mjög óhagstæð. Gerðu boð fyrir kunningja þina og haltu þeim smá veizlu. Stcingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú skalt hressa upp á vin þinn, sem er mjög dauf- ur í dálkinn og svartsýnn um þessar mundir. Þú __ gerir það bezt með því, að gera hann að þátttak- anda i ráðagerðum þínum. Þú hefur ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna, þú mátt ekkert slaka á. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Þu ert óvenju uppstökkur og þarf lítið til að koma þér úr jafnvægi. Nokkrir vinir þínir undrast yfir þessu og þú verður að sýna þeim að þetta er að- eins stundarfyrirbrigði. Þú skalt dvelja sem mest heima í frístundum þínum. ©Fiskamerkið (20. fcbrúar — 20. marz): Endurnýjaðu kunningsskap við félaga þinn, sem þú vannst með fyrir skömmu. Þið eigið margt sam- eiginlegt og vinátta ykkar gæti orðið varanleg. Kunningjafólk þitt hefur orðið fyrir miklu tjóni, reyndu hvað þú getur að rétta því hjálparhönd. Til FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Keykjavik.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.