Vikan - 11.06.1964, Qupperneq 36
Hver vill ekki hafa hús sitf
fagurt og vistlegt? Fagurf
heimili veitir yndi og unað
bæði þeim, sem þar búa og
gestum, sem að garði bera.
Litaval er auðvelt ef þér nof-
ið Polytex plastmálningu, því
þar er úr nógu að velja, og
allir þekkja hinn djúpa og
milda blæ. Polyfex er sferk,
endingargóð og auðveld í
u
KOMINN TÍMI
TIL AÐ MALA
metrum vissi hann að þær væru
auðveld bráð -—- á tuttugu væri
ekki hægt að komast hjá því að
hitta þær. Áður en fuglinn datt,
vissi hann að hann hafði hitt
hann.
Flokkurinn tvístraðist og
reyndi að hækka flugið. Prestur-
inn skaut í blindni inn í hópinn
og sá fugl falla lóðrétt ofan í
fenið. Andartak kenndi hann í
brjósti um hann.
Davitt var á hlaupum í kring-
um hann, öfundsjúkur, því að
byssan hans lá í hinu skýlinu.
„Skjótið, faðir!“ kallaði hann.
„Það er kúla eftir. Það gefst ekki
aftur svona gott færi“.
Faðir Monahan hikaði. Andirn-
ar voru ringlaðar og komust ekki
hærra vegna roksins, en hann gat
varla séð þær fyrir rigningunni,
og þar að auki urðu ekki þessir
fuglar að engu eins og leirdúfurn-
ar, mundi hann skyndilega. Hann
vildi ekki meira, fingur hans
neituðu að hreyfa sig. Hann rétti
vopnið hægt til Fanellis, sem
skaut smáönd í tíu metra fjar-
lægð.
Þeir héldust ekki lengur við
úti vegna stormsins og þeir fóru
aftur heim í kofann, þar sem þeir
drukku whisky í hálfa klukku-
stund, til að fagna sigri föður
Monahans. Þegar stytti upp, voru
fuglarnir allir á bak og burt. Það
yrði ekki meira úr veiðiskap, sá
Davitt fram á. Það var kominn
tími til að láta niður í töskurn-
ar. Meðan hinir voru að fara í
þurr föt, setti Lou Fanelli fugl-
ana tvo ,sem faðir Monahan hafði
skotið, í tóman pappakassa, en
vafði þá fyrst inn í dagblöð. Þá
datt honum í hug, að koma föður
Monahan á óvart með því að
setja þar líka fuglinn, sem hann
hafði sjálfur skotið. Faðir Mona-
han mundi ekki uppgötva það
fyrr en hann kæmi heim. Hann
gat séð fyrir sér þakklætið í svip
prestsins, þegar hann opnaði
kassann og sæi smáöndina, sem
Fanelli hefði troðið inn á milli
hinna tveggja. Enn ein gjöf til
St. Benedicts! hugsaði hann.
Alla leiðina til New York sagði
Davitt ekki orð. Hann var enn
ergilegur og faðir Monahan gerði
sér það ljóst. Sjálfur var prest-
urinn sorgmæddur, en hann var
ekki viss um hvers vegna. Var
það við tilhugsunina um hóp
gamalmennanna, sem biðu eftir
honum með tannstönglana? Ferð-
in hafði verið uppörvandi. í
fyrsta skipti í mörg ár hafði hann
spilað upp á peninga. Það mundi
líka vekja undrun, þegar hann
drægi fuglana tvo upp úr kass-
anum. Það var ekki mikið ann-
að, sem hann gat sýnt eftir ferð-
ina. Honum hafði mistekizt hvað
Davitt viðvék. Var hann farinn
að missa hæfileikann?
Allt í einu sló því niður í hann,
að það væri hugsanlegt að erki-
biskupnum gæti flogið í hug að
flytja hann, því að það var sjálf-
sagt ekki vegna andanna, sem
hann hafði verið sendur í þessa
ferð, það voru ekki þær, sem
átti að veiða —• nei, það lá ljóst
'fyrir . . .
Það mundi nú vera meiri bless-
uð Guðs gjöfin! Hann varð allt
í einu æstur og glaður. Svo fór
hann að hugsa um sjónvarpstæk-
ið á heimilinu, hálfbilað frá ár-
inu 1955, og hann fékk samvizku-
bit. Mennirnir gætu þó búizt við
að þessi ferð hans til North Caro-
lina væri virði nýs sjónvarps,
kannski meira að segja með lit-
myndum. Svo var heitavatns-
kerfið, sem átti það til að bila
þegar minnst vonum varði . . .
Þegar þeir komu á Gran
Central stöðina stuttu eftir
klukkan átta voru fáir þar á ferli.
Lestin, sem faðir Monahan ætlaði
að taka, færi eftir tíu mínútur
og einn af veiðimönnunum
kvaddi hann með handabandi.
„Við verðum að endurtaka
þetta einhvern tíma, faðir“, sagði
Frank Reardon.
„Já, endilega“.
Þegar röðin kom að Davitt,
reyndi faðir Monahan að finna
eitthvað til að segja. Hann leit
á alvarlegt andlit mannsins, og
hann fékk hjartslátt við tilhugs-
unina um hvað hann ætlaði að
gera. „Þessar tvær endur nægja
ekki í matinn fyrir heilt gamal-
mannahæli“, sagði hann. Þedr
mundu bara rífast um þær og
gleypa skotin. Ef þér hefðuð ekk-
ert á móti því, Mr. Davitt, lang-
ar mig til að færa yður þær að
gjöf“.
Hann rétti honum pakkann.
Undrandi og ákaflega glaður, tók
Davitt við þeim og þakkaði hon-
um fyrir. „Þetta þurftuð þér svo
sannarlega ekki að gera“, sagði
hann og brosti. „Faðir, ég vona
að þér haldið ekki að við séum
móðgaðir".
„Ég er viss um að svo er ekki“.
Fanelli var líka undrandi, en
á annan hátt. Faðir >l!onah?.n sá
að hann fölnaði. Hafði hann búizt
við að fá kassan-:? Presturinn
kenndi í brjósti um manninn,
hann var af þeirri manngerð,
sem hann skildi. Davitt var aft-
ur, því miður, að þeirri gerð, sem
maður átti viðskipti við.
Þegar faðir Monahan gekk út
um hliðið, forðaðist hann að líta
á Fanelli, en velti því fyrir sér
um leið, hvers vegna farangur
hans virtist þyngri eftir að hann
hafði telcið og gefið hluta af hon-
um, ★
gg — VIKAN 24. tbl.