Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 45
HVERNIG DÆMIR ÞU? Afdrifarík dúklagning Jón Jónsson rak umfangsmikla vefnaðarvöruverzlun hér í borg. Hinn 1. júní 1961 tók hann g leigu verzlunarhúsnæði að Litlatorgi 3. Leigusalinn var Helgrímur Hafliðason. Um leigu- mála þennan var gerður skriflegur samningur. Þar var m.a. tekið fram, að leigutíminn skyldi vera til 1. júní 1966, en leigu- gjaldið kr. 5.000,00 á mánuði, en það skyldi greiðast fyrir fram, hinn 1. hvers mánaðar. Leigusali skuldbatt sig til að annast allt viðhald hins leigða húsnæðis á sinn kostnað. í viðskiptum þeirra Jóns Jónsson og Helgríms bar ekkert til tíðinda, fyrr en í ársbyrjun 1963. Þá kvartaði Jón munn- lega yfir því, að gólfdúkar verzlunarinnar væru slitnir og öldungis óhafandi í opinberu verzlunarhúsnæði. Þessari kvört- un sinnti Helgrímur ekki. Eigi heldur sinnti hann skriflegri kröfu Jóns í þessum efnum, þar sem Jón skýrði jafnframt frá því, að hann myndi sjálfur á kostnað leigusala sjá um nýja dúklagningu, ef eigi yrði úr l)ætt innan tiltekins frests. Nú sneri Jón sér til borgardómara og óskaði eftir dóm- kvaðningu tveggja skoðunar- og matsmanna, hæfra og óvil- hallra, en þeir skyldu meta, hvort nauðsyn bæri til endur- nýjunar dúkanna og einnig, hve mikið kosta myndi ný dúk- lagning. Niðurstaða hinna dómkvöddu skoðunar- og matsmanna var á þann veg, að nauðsyn bæri til, að nýir dúkar yrðu lagðir, en kostnaður við slíka lagningu myndi nema kr. 8.800,00, ef miðað væri við allgóða tegund dúks. Kostnaður við mats- gerðina nam kr. 2.700,00. Jón lét framkvæma dúklagninguna. Hann tilkynnti síðan Helgrími þessar ráðstafanir og enn- fremur, að hann myndi draga kostnaðinn við dúklagninguna og matskostnaðinn, alls að fjárhæð kr. 11.500,00 frá leigu- gjaldinu að svo miklu leyti, sem til hrykki. Samkvæmt framansögðu taldi Jón sig óskyldan til að greiða húsaleiguna fyrir janúar, febrúar og hluta af marz 1963 í peningum, heldur yrði þar um að ræða skuldajöfnuð við áður- nefndan dúklagningarkostnað. Þegar Jón ætlaði að greiða húsaleiguna fyrir þann hluta marzmánaðar, sem eigi náði til skuldajafnaðarins, synjaði Hel- grímur móttöku fjárins. Hið sama átti sér stað varðandi apríl-, maí- og júnigreiðslurnar. Eftir synjun Helgríms á mót- töku húsaleigunnar lagði Jón leigugjaldið hverju sinni inn á póstafgreiðsluna og óskaði þess, að peningarnir yrðu sendir leigusala í formi póstávísana. Helgrímur sinnti aldrei tilkynn- ingum pósthússins um ávísanirnar, og lá því féð óhreyft á pósthúsinu. Hinn 15. júní 1963 sneri Helgrímur sér til borgarfógeta og krafðist útburðar á Jóni úr hinu leigða húsnæði. Studdi hann kröfu sína í fyrsta lagi þeim rökum, að skuldajöfnuðurinn hafi verið algerlega óheimill. Hann sagði, að ef svo yrði litið á, að Jóni hafi verið heimilt að endurnýja gólfdúkana í verzl- uninni á kostnað leigusala, en á því taldi Helgrímur mikinn vafa, þá hefði Jón átt að fara þá sjálfsögðu leið að stefna fyrir þeim kostnaði til bæjarþings Reykjavíkur, en greiða húsaleiguna eftir sem áður samkvæmt leigumálanum. Hel- grímur staðhæfði, að hér hefði gersamlega skort heimild til skuldajafnaðar. f öðru lagi kvað Helgrímur Jón vera kominn í veruleg van- skil með húsaleigugreiðslur, burt séð frá öllum umræðum um skuldajöfnuð. Hann sagðist enga peninga hafa fengið frá Jóni í nærfellt hálft ár. Að vísu hefði hann fengið tilkynningar frá pósthúsinu um póstávísanir, en hann hefði ekki vitjað þeirra, enda væri það persónulegt mál sitt, hvort hann sinnti slíkum tilkynningum eða eigi. Jón Jónsson mótmælti harðlega framgangi hinnar umbeðnu útburðargerðar. Hann taldi skuldajöfnuðinn heimilan. Þá taldi hann og, að með því að leggja húsaleiguna inn í póstafgreiðsl- una í þeim tilgangi, að hún kæmist til leigusalans í formi póstávísana, þá hefði hann á lögmætan hátt staðið í skilum samkvæmt ákvæðum leigusamningsins. Spurning VIKUNNAR: NÆR HIN UMBEÐNA ÚTBURÐAR- GERÐ FRAM AÐ GANGA? Svar er á bls. 49. að lesa og skrifa. Það var dólítið til af gömlum bókum eftir brun- ann. Það var alfræðiorðabók. Eg byrjaði ó a og var komin í i þegar ég var um ótta ára gömul. Núna er ég komin alla leið út í t. Hún bætti við í varnartón: — Ég þori að veðja, að ég veit miklu meira en þú um ýmsa hluti. — Það er ég viss um. Bond sá fyrir sér litlu, Ijóshærðu, síðhærðu stúlkuna, sem að hljóp og lék sér f rústunum meðan stór og bosma- mikil, svört kona leit eftir henni og kallaði á hana inn við og við til þess að lesa lexíurnar sínar, sem negrakonunni hefur sjálfsagt verið jafnmikil raun og þeirri litlu: — Fóstra þín hlýfur að hafa verið dá- samleg kona. — Hún var indæl. Ég hélt að ég mundi deyja um leið og hún. En það var ekki gaman fyrst á eftir Þangað til var ég aðeins barn og lifði samkvæmt því, svo varð ég skyndilega að verða fullorðin og bjarga mér alveg sjálf. Og karl- menn komu og reyndu að gera mér miska. Þeir sögðu að þá langaði til þess að elska mig. — Þá var ég falleg. Bond sagði alvarlega:: — Þú ert ein fallegasta stúlka sem ég hefi nokkurntíma séð. — Með þetta nef? Láttu ekki eins og fífl. — Þú skilur mig ekki. Bond reyndi að finna orð sem hún gæti trúað. — Auðvitað geta allir séð að nefið á þér er brotið. En síðan í morgun hefi ég varla tekið eftir því. Þegar maður horfir á einhvern, þá horfir maður á augu hans og munn. Þar eru svipbrigðin. Brotið nef hefur ekki meira að segja held- ur en lítillega gallað eyra. Nef og eyru eru bara svona andlitshús- gögn. Sum eru fallegri en önnur, en þau eru ekki nærri eins mikil- væg eins og hitt. Þau eru aðeins bakgrunnur andlitsins. Ef þú hefðir jafn fallegt nef eins og þú ert að öðru leyti falleg, værir þú tvímæla- laust langfallegasta stúlkan á Jamaica. — Meinarðu þetta? Og rödd hennar var áköf. — Heldurðu að ég gæti verið dásamleg? Ég veit það að sumt af mér er í lagi, en þegar ég lít í spegil, sé ég eigin- lega ekkert annað en þetta brotna nef. Ég býst við að það sé yfirleitt svo með fólk sem er eitthvað — eitthvað vanskapað. — Þú ert ekki vansköpuð, sagði Bond óþolinmóður. — Láttu ekki svona vitleysu út úr þér. Og þessi galli á nefinu á þér — þú getur látið lagfæra hann með einfaldri aðgejð. Þú þarft aðeins að fara yfir til Ameríku og þá verður það gert á einni viku. Hún sagði reiðilega: — Hvernig á ég að fara að því? Ég á um fimmtán pund undir steini í kjall- aranum heima. Ég á þrjár blússur og þrjú pils, hníf og pott. Ég veit allt um þessar aðgerðir. Það var læknir í Port Maria sem að sagði mér um þær. Hann er góður mað- ur. Hann skrifaði til Ameríku. Veizt þú að það mundi kosta um fimm hundruð pund að láta gera það. Ferðirnar til New York, sjúkrahús- vistin og allt? Það var vonleysi í rödd hennar. Hvernig á ég að fara að því að komast yfir svo mikla peninga? Bond hafði þegar ákveðið með sjálfum sér hvernig ætti að fara að því. Nú sagði hann aðeins hlý- lega: — Nú, ég býst við að það gæti gengið. En allt um það, haltu áfram með söguna þína. Hún er mjög spennandi — miklu meira spennandi en mín. Þú varst komin þangað sem fóstra þín dó. Hvað gerðist þá. Stúlkan byrjaði aftur hikandi: — Nú, það varst þú sem truflað- ir mig. Og þú átt ekki að tala um hluti, sem þú hefur ekki vit á. Ég býst við að fólk segi þér að þú sért fallegur. Ég býst við að þú getir haft allar þær stúlkur sem þú vilt. En það gætirðu ekki ef þú værir rangeygður eða holgóma eða eitthvað svoleiðis. Og hvað sem því líður — og hann heyrði brosið í rödd hennar — ég ætla að fara til töfralæknisins þegar ég kem aftur og láta hann galdra á þig eitthvað svoleiðis. Svo bætti hún við eins og hún hálf sæi eftir því sem hún hefði sagt: — Þá verðum við líkari. Bond rétti út höndina og strauk hönd hennar. — Ég hefi nú aðrar hugmyndir, sagði hann. — En haltu áfram, mig langar að heyra meira VIKAN 24. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.