Vikan


Vikan - 11.06.1964, Síða 48

Vikan - 11.06.1964, Síða 48
ÞAÐ ER SPARNAÐURí AÐ KAUPA GÍNU Öskadraumurinn við heimasaum Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjólfar. SlærSir viS allra hæfi. VerS kr. 550,00 og með klæðningu kr. 700,00. Biðjið um ókeypis leiðarvísi. Fæst í Reykjavík hjá: DÖMU- & HERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GÍSLA MARTEINSSYNI Garðastræti 11, sími 20672 [kki lengur tilviljnn Þúsundir kvenna um heim aiian nota nú C. D. INDICATOR, hið svissneska reikningstæki, sem reiknar núkvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuSi, sem frjóvgun getur átt sér stað. Læknavísindi 56 landa ráðleggja C. D. INDICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barn- eigna er óskað sem við takmarkan- ir þeirra. Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarfrímerki til C. D. INDICATOR, pósth. 1238, Rvk. Sendið undirrit. upplýsingar yðar. Nafn ------------------------------ Heimili---------------------------- (Vinsamlegast skrifið með bókstöfum) — VIKAN 24. tbl. það mistókst herfilega. -— Ég veit það, Mr. Pimm, að þú ert dauð- hræddur um að ég segi öllum frá því, hverskonar maður þú ert. — Alls ekki, kæra Miss Mat- ilda, sagði Mr. Pimm. — Fjarri því. — Hvað þá? — Álit þitt á mér er á rök- um byggt. Og síðustu dagana hefi ég . . . hefi ég alls ekki verið með sjálfum mér. Miss Matilda leit hvasst á Mr. Pimm. Svipur hennar var þó ör- lítið mildari. — Nú ætlarðu víst að fara að leika aftur, sagði hún. — En mætti ég ekki setjast? — Kæra Miss Matilda, gjörið svo vel, endilega. Matilda frænka fitlaði við töskuna sína stundarkorn. — Jæja, það er víst bezt að ég segi þér, hvers vegna ég kom hingað. — Það hefur auðvitað verið til þess að hella yfir mig skömm- um. — Þú ættir það svo sem skilið. — Og þú ætlar að segja mér að ég sé þorpari, glæpamaður og hvaðeina. — O nei. Nei, Mr. Pimm. Ég kom hingað vegna þess — ja, að þú sagðir í bréfi þínu, að þú værir iðrandi aðdáandi minn. — Og nú, sagði Mr. Pimm, —- iðrast ég meira en nokkru sinni fyrr. Hann vonaðist til þess, að Matilda frænka myndi hlífa hon- um. — Og vegna þess að ég er alveg miður mín og veit ekki hvert ég á að snúa mér. — Miss Matilda, þetta er mér mikill heiður, sagði Mr. Pimm, og nú var hann aftur orðinn Mr. Pimm. — En í almáttugs bæn- um, ég vona að ekkert sé að. — Það er Annabelle. Hún er alveg búin að hleypa fram af sér taumunum. Drottinn minn dýri. Og það er auðvitað allt okkur að kenna. — Ég er hrædd um það, ég er hrædd um að það sé allt ykk- ur að kenna. Eftir að Annabelle kynntist Henri, veit hún varla hvar hún er, og það er eins og hún haldi, að úr því að Henri brást henni svona hræðilega, hljóti allir karlmenn að vera þorparar. Viltu nú ekki hlusta á það, sem ég hefi að segja. Julian hafði ekið hægt frá Nice, lagt bílnum, og þar sem hann vildi ekki trufla Matildu frænka og Mr. Pimm hafði hann gengið niður í garðinn. Þarna sat hann og hugsaði um Peggy og daginn sem hún hafði heimsótt hann í íbúðina yfir bílskúrnum. Þau höfðu rifizt í klukkutíma eftir að hann sagði henni hvers vegna hann hafði ekki hlaupizt á brott með Annabelle, en hún hafði ekki látið segjast. Hún hafði fyrir engan mun viljað tengjast ævintýramannl eins og Julian. Þvílík atvinna. Almáttug- ur minn. Var það nokkuð að byggja á? Peggy vildi ekki heyra á kappakstur minnzt. Hvar áttu þau svo sem að búa? Julian vissi það ekki, hann hafði alls ekki hugsað um það. Og á hverju áttu þau að lifa? Bensíngufu kannski, og kampavíni, sem einhver borg- aði? Nei, það skyldi aldrei verða. Úr því að hann vildi alls ekki vingast við Georg frænda, úr því að hann vildi ekki lifa eðlilegu lífi, jafnvel fyrir hana, þá mátti hann fara veg allrar veraldar. Það var engin framtíð í þessu. Og það var víst bezt að þau sæjust aldrei aftur . . . Julian bandaði frá sér býflugu og hugsaði sem svo, að ekkert útlit væri fyrir að þau sæjust aftur. Hann heyrði strætisvagn stanza niðri á horninu, og mínútu síðar komu Eddie, Danielle og Carlo inn um hliðið saman. Þau sáu bíl Miss Matildu fyrir fram- an húsið, og Julian sagði: — Þið skuluð fara inn bakydramegin og hafa hljótt um ykkur. Guð einn veit hvað er að dynja yfir Mr. Pimm. Eddie sagði: — Hvað hefur Matilda frænka verið þarna lengi? — Meira en klukkutíma. Eddie flautaði, og þau hristu öll hausinn samtímis. Matilda frækna var að segja við Mr. Pimm: — Svona er nú það, Mr. Pimm, meira get ég ekki sagt þér. Og ég vona bara að þú kunnir eitthvert ráð við þessu. Mr. Pimm sagði: — Kæra Miss Matilda, hafðu engar áhyggjur. Ef ég má hugsa um þetta í svo sem einn dag, þá skal ég losa þig og ykkur við þessa plágu, sannaðu til. — Ég ætti alls ekki að treysta þér. En ég geri það samt. Hún andvarpaði. — Það er sannarlega léttir að eiga þig aftur að trúnað- arvini. Mr. Pimm stóð upp. — Miss Matilda, sagði hann, — erum við þá vinir aftur? — Ja, sennilega, sagði hún. — En ekki fyrr en ég veit ýmislegt um þig. Ég veit að Annabelle er ekki sú eina, sem þú hefur haft augastað á. Þú verður að segja mér allt um þessi slóttugu áform þín. — Ó, almáttugur. Verð ég að gera það? — Ef þú vilt ekki að ég snúi gjörsamlega við þér baki. Og þú mátt byrja á Miriam Harrison. í þetta sinn var það Henri, sem steig út úr strætisvagninum, og Julian gekk út að hliðinu á móti honum. — Aumingja Pimmsi gamli, sagði Henri, og leit í áttina að húsinu. —• Svo að hann slapp ekki. Hvað er að gerast? — Ég hefi ekki hugmynd um það. — Hvað er hún búin að vera þarna lengi? — Tvo klukkutíma. Kodak INSTAMATIC 50 kr. 496,— er alveg sjálfvirk — filman kemur í ljósþéttu KODAK-hylki, sem sett er í vélina á augnabliki, engin þrœðing, og vélin er tilbúin tU myndatöku. I>að eru til 4 mismunandi filmur í KODAK- hylkjum: VERICHROME PAN fyrir svart/hvítt, KODACHROME-X og EKTACHROME-X fyrir lit-skuggamyndir og KODACOLOR-X fyrir lit- myndir. — Myndastærðin er 9x9 cm. tnlí\Kll) SiMi 2 0313 BANKASl R/ETI 4 Kr Þorvaldsson &C o Grettisgötu 6 Simi 24478-24730

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.