Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 5
 ' ing, en þetta mál verður seint útrætt, vegna þess að það virð- ast bókstaflega engir ákveðnir eða hefðbundnir siðir vera til í sambandi við þéringar. Eða er kannski hefðbundin kurteisi að þéra alla ókunnuga nema bænd- ur og leigubílstjóra? Og ef þér- ingar eru viðeigandi sumstaðar á landinu, en ekki annars stað- ar, hvar eru þá mörkin? Af svari þínu til ónefnds sveita- manns mátti ráða, að það væri allt í lagi þótt sama fólkið þér- aðist í Reykjavík, en þúaðist í sveitinni. Ef ég verð nú sam- ferða ókunnugum manni frá Reykjavík og norður í Skaga- fjörð, og við tökum tal saman, hvar í ósköpunum á þá að byrja að þúa (eða þéra)? Ég fæ engan botn í þetta, þótt ég sé annars sæmilega skilningsgóð. En þú? Arndís. hafa álitið Svavar Gests og Cliff Richard æðstu spámenn í heimi tónlistar, en allt í einu uppgötv- aði ég annan sannleika (með fullri virðingu fyrir Svavari og Cliff). Næst þegar sinfóníuhljóm- sveitin heldur hljómleika, er ekki víst að ég láti nægja að sitja heima við útvarpið. Svo vona ég að þessi dagskrá verði endurtek- in í útvarpinu, svo þeir sem misstu af henni síðast, geti heyrt hana og þeir sem fussa og sveia, þegar minnst er á sinfóníuhljóm- sveit, eigi kost á að endurskoða afstöðu sína. Kannske fleiri en ég skrifi um þetta. Svo þakka ég VIKUNNI fyrir allt gott. Með kveðju. Ásdís. Hæ - þá verSur gaman!... Hvammstanga, 9. marz 1964. -----— Já, hvar liggur þér- ingalínan? Það liggur beinast við að álíta, að hún liggi þvert yfir Reykjanesskagann, þar sem hann mætir landinu. Annars ruglaði þetta bréf mig svo kyrfilega í ríminu, að ég veit ekki fyrir víst, hvað segja skal. Þú segir t.d.: Bréf um þetta efni hljóta að vera orðin ÞÉR . . . o.s.frv. — með öðr- um orðum — þér þúið mig. Ég meina: Þú þúar mig. Ef þú skrif- ar utan af landi, er það í lagi, meðan bréfið er ekki komið til Reykjavíkur. I Reykjavík verður eiginlega að standa: . . . hljóta að vera YÐUR . . . Á sama hátt er ég ókurteis við þig — yður — að skrifa svarið í dús í Reykjavík, þótt það verði í lagi, þegar VIK- AN er komin út fyrir þéringa- línuna. En það er bezt að fá fleiri bréf um þetta mál — ég verð aldrei leiður á bréfum. Þau fljóta með, sem tæk eru, svo framar- lega sem rúm er fyrir þau. Fleiri góðir en Svavar Gests og Cliff Rich- ards... Vikublaðið Vikan, Rvík. Mig undirritaðan langar að leggja fyrir póstinn hjá þér tæknilegt spursmál er varðar hina margumtöluðu jarðhitaleit þeirra Húsvíkinga. Eins og um hefur verið getið í útvarpi og blöðum var boruð þar hola um það bil 2000 metra í jörð niður, með margnefndum Norðurlands- bor. Hola þessi mun hafa reynzt gagnslaus, þ.e. úr henni kom ekk- ert vatn en í henni mun hins vegar vera um nógan hita að ræða. Og þá kem ég að atriðinu sem mig langar að fá svar við. Væri ekki reynandi að setja nokkur hundruð kíló af sprengi- efni niður á botn þessarar holu og sprengja það þar í von um að rask það er sprengingin ylli, yrði til þess að opna leið eða leiðir til hugsanlegra vatnsæða í nánd við holuna? Hvað er svar þeirra í jarðhitadeild raforkumálaskrif- stofunnar við þessari fyrirspurn? Með virðingu, Sig. Eiríksson, Hvammstanga. Kæra Vika! Það er alltaf verið að skamma útvarpið, en mig langar til að biðja þig fyrir ástarkveðjur til þess. Þ.e.a.s. þeirra manna, sem réðu því að æskulýðstónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar var út- varpað þann 15. marz. Ég hef hingað til verið 1 hópi þeirra sem --------Ég hef ekkert við þessa tillögu að bæta, og kem henni hér með til réttra aðila. Mig lang- ar aðeins að biðja um það, að sprengingin verði auglýst með nægum fyrirvara, svo ég geti ver- ið kominn aftur í bæinn í tæka tíð, ef ég skyldi flækjast þarna norður í sumar . . . Vöntur! Jylgist með thkunni! Hárspennurnar eru komnar Fyrr á öldum vafði austurlenzka konan hár sitt upp á frumlegan og listrænan hátt. Nútímakonan hefur næmt auga fyrir kvenlegri hársnyrtingu. Engin sérstök hárgreiðsla er í tízku í ár. Greiðið hárið eins og yður fer bezt. Notið HÁRSPENNU við allar hárgreiðslur. - Það er tízkan 1964 - HÁRSPENNUR, mikið úrval, eru komnar og fást í snurtivöruverzlunum og víðar. H. A. TULINIUS, heilcflverzlun

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.