Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 36
sjónvarpstæki
Nú geta allir eignazt hin heimsþekktu
NORDMENDE sjónvarpstæki.
NORDMENDE sjónvarpstækin eru fáanleg: með hinum
hagkvæmustu greiðsluskilmálum.
NORDMENDE sjónvarpstækin eru fáanleg í mörgum
gerðum og við allra hæfi.
NORDMENDE sjónvarpstækin eru byggð fyrir bæði amer-
íska- og evrópíska-sjónvarpskerfið, svo að
þegar íslenzka sjónvarpið kemur þarf engu
að breyta.
NORDMENDE sjónvarpstækin eru heimsþekkt fyrir skýr-
ar myndir, góðan hljóm og vandaðan frá-
gang.
Komið og skoðið NORDMENDE-sjónvarps-
tækin.
Kynnið yður verðið og gæðin.
Kynnið yður hina hagkvæmu greiðsluskil-
mála.
• Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta. —• Sendum og
• sækjum tækin. — Setjum upn og stillum tækin. — Aðeins
• beztu fáanleg sjónvarpsíoftnet notuð.
Radio
BÚÐIN
KLAPPAKSXÍG 26
SÍMI 19800.
legum öflum á sviði efnahags-
mála og úrslitin komin undir því
hvor næði undirtökunum. Calder-
stone lávarður skýrði sitt sjónar-
mið: „Ég þarf að sjálfsögðu ekki
að gera yður ljóst hvílíkar afleið-
ingar slíkt verkfall getur haft
fyrir skipafélögin, þar sem vinnu-
launin eru gífurlegur útgjaldalið-
ur, já, og í rauninni fyrir alla
okkar útflutningsverzlun". Hann
hallaði sér aftur á bak í sætinu;
þetta var það umræðuefni, sem
hann hafði mest dálæti á. „Út-
flutningurinn er okkur lífsnauð-
syn. Undir honum á þjóðin af-
komu sína. Útflutningsverzlunin
er blóðið í æðum atvinnuveganna.
Sé rás þess stöðvuð eða tafin á
einhvern hátt, getur sjálft hjart-
að skaddazt eða bilað, svo að ekki
verði bætt“.
Blacklock skipstjóri hlustaði
ekki nema með öðru eyranu.
Hann kunni þessa ræðu Calder-
stone lávarðar utanbókar; hann
hafði heyrt hana það oft með
lítilsháttar orðamun síðustu tutt-
ugu árin. Og hann var ekki einn
um það; hvert mannsbarn á Bret-
landi vissi að útflutningurinn var
þjóðinni Jífsnauðsyn — lávarð-
urinn hafði endurtekið það svo
oft, að allir voru orðnir drepleið-
ir á þeirri ræðu hans.
„Og einmitt þess vegna“, hélt
Calderstone lávarður áfram, „get-
um við ekki hjá því komizt að
taka víst tillit til umræddrar
skemmdarverkastarfsemi. Þetta
skip verður að láta úr höfn eins
og ákveðið hefur verið, sökum
þess að standa verður við gerða
samninga, sem snerta þúsundir
manna". Hann leit enn athugandi
á skipstjórann. „Það mundi því
vera hyggilegt að gera einhverj-
ar varúðarráðstafanir“.
Skipstjórinn beið frekari skýr-
inga.
„Sízt af öllu vil ég vera að
skipta mér af starfi yðar, eða
gripa fram fyrir hendur yðar á
nokkurn hátt. Það erum við, sem
höfum falið yður stjórnina".
Hann brosti. „En það vill nú svo
til, að ég er einn af ferþegunum,
og mér er það jafn áríðandi og
hinum farþegunum, að áætlunin
standist. Eingöngu út frá því
sjónarmiði tel ég, að við ættum
að afla okkur sem fyllstrar vitn-
eskju um hvað er á seiði. Þessi
náungi er í landi. Meðal annarra
orða — hvað heitir hann sá?“
„Swann“.
„Hvað um það fylgi, sem hann
kann að hafa, fari svo að hann
komi aftur um borð með verk-
fallsboðun upp á vasann? Hvað
margir mundu þeir verða meðal
brytanna, sem líklegt er að
hlýddu því kalli? Haldið þér að
yfirbrytinn geti upplýst það?“
„Bryce hefur sagt mér það, sem
hann veit um þetta“, svaraði skip-
stjóri. Hann álítur, að um helm-
ingur brytanna muni ganga í
land, fari svo, að þeim McTeague
og Swann takizt að finna óængju-
efni, sem stætt er á. Hinir mundu
fylkja sér um Tom Renshaw. ..“
„Renshaw?“ spurði Calder-
stone lávarður. „Hvernig er hann
við þetta riðinn?“
„Hann er hinn viðurkenndi
fulltrúi og trúnaðarmaður stétt-
arsamtakanna um borð, sem ald-
ursforseti brytanna. Swann er
hins vegar hinn óviðurkenndi er-
indreki — sá sem annast allan
áróðurinn og ekki hvað sízt und-
irróðurinn".
„Það er athyglisvert, mjög svo
athyglisvert . . . þá má gera ráð
fyrir að Renshaw sé að minnsta
kosti eins fróður um gang þessa
máls og Bryce yfirbryti?"
„Sennilega öllu fróðari. Hann
stendur í nánu sambandi við sam-
starfsmenn sína og nýtur mikilla
vinsælda — jafnvel á meðal
hinna yngri, þó að þeir fari ekki
alltaf að ráðum hans. Ég hef
þekkt hann í tuttugu ár, og að
öðrum ólöstuðum, tel ég að hann
sé tvímælalaust einn bezti bryt-
inn, sem Hope skipafélagið hefur
í þjónustu sinni“.
„Ég vildi gjarna fá að tala við
hann“, sagði Calderstone lávarð-
ur. „Hérna og nú þegar. Það get-
ur ekki spillt þó að maður spyrj-
ist fyrir. En ég tel þó réttast að
við látum sem minnst á því
bera“.
„Það er hægur nærri að kalla
hann hingað. Við megum treysta
því að hann hleypur ekki með
neitt“.
„Látum okkur fara aðra leið“.
Calderstone lávarður þuklaði
brjóstvasann og síðan aðra vasa
sína. Brosti eilítið undirfurðu-
lega. „Já, einmitt það“, sagði
hann. „Ég hlýt að hafa gleymt
vindlaveskinu í klefa mínum.
Viljið þér gera mér þann greiða,
að biðja brytann um að færa
mér það hingað?
Þegar boðunum hafði verið
komið rtéta leið, varð nokkur
þögn, eins og logn undir veður.
Svo var drepið á dyr, og Tom
Renshaw kom inn — holdskarp-
ur maður, sextíu og tveggja ára,
kominn á þann aldur að ganga
í land fyrir fullt og allt. Hann bar
silfurbakka í höndum, þar á lá
gullið vindlingaveski lávarðarins,
onyxsskeptur vindlahnífur hans
og eldspýtnastokkur. Slík var
þjónustan um borð í skipum Hope
skipafélagsins. Calderstone lá-
varður tók veskið af bakkanum
og valdi sér vindil af stakri gát,
kveikti í og hallaði sér síðan aft-
urábak í sætinu, yfrið ánægður,
og sveipaði sjálfan sig angandi
reykskýi. Kinkaði síðan kolli.
„Kærar þakkir, Renshaw“.
„Þakkir, herra lávarður“. Tom
Renshaw stóð teinréttur og bjóst
til að hverfa á brott aftur.
Calderstone lávarður lyfti
hendi lítið eitt. „Andartak, Rens-
haw“, mælti hann. „Mig langar
til að segja við yður nokkur orð“.
„Sjálfsagt, herra Iávarður“.
„Þetta er trúnaðarmál“.
— VIKAN 18. tbl.