Vikan


Vikan - 30.04.1964, Page 11

Vikan - 30.04.1964, Page 11
skiptust á brosum. Sá síðarnefndi hélt áfram: — Flugvélinni hlekkt- ist á í lendingu og mennirnir tveir fórust. t-etta vakti náttúrlega reiði fuglamannanna. Þeir fengu herskip frá þjálfunardeild bandaríska flot- ans á Karabiska hafi til þess að heimsækja Dr. No. Þetta sýnir að- eins hve áhrifamikið fólk þetta er. Lítur út fyrir að það hafi allgóð sambönd í Washington. Yfirmaður herskipsins gaf þá skýrslu að Dr. No hefði tekið mjög vel á móti honum, en gætt þess að hann kæmi ekki nærri dritvinnslunni. Það var farið með hann til flugbrautarinn- ar þar sem hann rannsakaði flakið af vélinni. Hún var gereyðilögð, en það var ekkert grunsamlegt við það — hún virtist hafa farið of geyst í lendinguna. Lík fuglamann- anna tveggja og flugmannsins höfðu verið kistulögð í fallegar kistur og vel frá þeim gengið, og þau voru nú afhent herskipinu með virðulegri athöfn. Yfirmaður her- skipsins rómaði mjög framkomu Dr. No. Hann bað um að fá að sjá þúð- ir fuglavarðanna og það var farið með hann þangað svo að hann gæti skoðað leifarnar. Álit Dr. Nos var það, að mennirnir tveir hefðu geng- ið af göflunum vegna hitans og einmanaleikans, eða að minnsta kosti annar þeirra hefði orðið vit- laus og lagt eldi í búðirnar án þess að hinn kæmist út. Yfirmanni her- skipsins fannst þetta líklegt þegar hann hafði séð þessi eyðilegu fen, sem mennirnir höfðu nú hafzt við í í tíu ár eða meira. Það var ekk- ert annað að sjá og hann var fluttur aftur til skipsins og sigldi burt. Yfirmaður starfsliðs yppti öxl- um og breiddi út hendurnar. — Og þar með er öll sagan sögð, nema það að yfirmaður herskipsins sagð- ist aðeins hafa séð fáeina flatnefja. Þegar skýrsla hans komst aftur til Audubonfélagsins, var það einna helzt missir fuglanna, sem olli þeim reiði og síðan þá hafa þeir legið í okkur með að rannsaka málið. Auðvitað hefur enginn, hvorki í nýlendustjórninni eða Jamaica, minnsta áhuga. Svo að lokum var málinu vísað til okkar. Og þannig vildi það til að þessi þvæla lenti á Strangways. M horfði þreytulega á Bond. — Skilurðu hvað ég er að fara, 007? Þetta er bara eitt af þeim málum, sem þessi kerlingasamtök eru alltaf að búa til. Fólk fer að verja eitt- hvað, eða safna einhverju — kirkj- um, gömlum húsum, myndum, fugl- um — og það verða alltaf einhver helvítis læti. Aðalvandamálið er það, að svona pakk tekur sig alltaf svo hátíðlega, hvort sem það eru fuglar eða hver fjandinn sem það er. Þá er ráðizt á stjórnmálamenn- ina. Og alltaf virðist það hafa peninga eins og skít. Guð má vita hvaðan þeir koma. Frá einhverjum öðrum, gömlum kerlingum býst ég við. Svo dregur að því að lokum, að einhver verður að gera eitt- hvað til þess að róa þessar kerl- ingar. Eins og í þessu máli. Og auð- vitað er því hrúgað á mig vegna þess að þessi staður er á brezku yfirráðasvæði. Og þó er það einka- land. Enginn vi11 fara opinberlega í málið. Og hvað á ég að gera? Senda kafbát til eyjarinnar? Til Það sem áður er komið: Þrír skuggalegir menn ráðast á full- trúa brezku leyniþjónustunnar á Jamaica og drepa hann, ásamt einkaritara hans. Heima i aðalstöðv- unum er hvarf þeirra túlkað svo, að þau hafi stungið af saman. Til málamyndana er ákveðið að senda James Bond til eftirgrennslana, og á förin jafnframt að verða honum til heilsubótar og upplyftingar, en hann varð ilia úti í síðasta ævin- týri sínu. Hann er staddur á skrif- stofu M, sem útskýrir málið fyrir honum. hvers? Til þess að finna hvað heíur komið fyrir hóp af bleikum storkum. M urraði. — En svona er það, þú baðst um að fá að vita um síðasta mál Strangways og nú hefurðu fengið það. M hallaði sér áfram. — Nokkrar spurningar? Eg hefi nóg að gera í dag. Bond hló. Hann gat ekki að því gert. Svona gos frá M voru alveg prýðileg. Og ekkert kom honum eins vel af stað og allar tilraun- ir til þess að eyða tíma, kröftum og rýrum sjóðum leyniþjónustunn- ar. Bond reis á fætur. — Ef ég gæti fengið þessa möppu sir, sagði hann hikandi. — Mér finnst einhvernveg- inn að fjórir menn hafi dáið meira eða minna vegna þessara fugla. Kannske tveir ! viðbót. — Strang- ways og þessi Trueblood stelpa. Það er rétt að þetta er hálf hlægi- legt, en ég sé ekkert annað út úr því. — Taktu hana, taktu hana, sagði M óþolinmóður. — Og flýttu þér svo að Ijúka þessu fríi af. Það getur vel verið að þú hafir ekki tekið eftir því, en það er ýmis- legt í ólagi annars staðar í heim- inum líka. Bond tók möppuna. Hann bjó sig einnig undir að taka upp Ber- ettuna sína og hulstrið. — Nei, sagði M harkalega. — Skildu þetta eftir. Og gættu þess að vera kom- inn með hinar byssurnar tvær þeg- ar ég sé þig aftur. Mond leit yfir borðið og beint í augu M. I fyrsta sinn á ævinni hataði hann þennan mann. Hann vissi fullkomlega hvers vegna M var svona ruddalegur og smá- smugulegur. Það var dulin refsing fyrir það að Bond gerði mistök í síðasta máli sínu. [ viðbót við það að komast burt úr þessu rudda- veðri í sólskinið. M þoldi ekki að menn hans ættu góða daga. Bond var viss um að hann væri sendur í þetta mál meðfram til þess að lítillækka hann. Þessi skepna. Bond fann reiðina ólga innan ! sér, en stillti sig og sagði: — Ég skal gæta þess, sir. Svo snerist hann á hæl og gekk út úr herberg- inu. 4. KAFLI. - MÓTTÖKUNEFND. Super-Constellation flugvélin þaut hátt yfir frjórri jörð Kúbu og lækk- aði síðan flugið fyrir lendingu á Jamaica. Bond horfði á sólbakaða eyj- una stækka út við sjóndeildarhring- inn, og dökkbláan lit djúphafsins við Kúbu breytast og verða skolp- legri, eftir því sem nær dró strönd- um Jamaica. Svo flugu þeir yfir norðurströndina, yfir milljónera- hótelin, yfir háfjöllin á miðeynní. Sólin glitraði á ár og læki. ,,Xay- maca" höfðu Arwakindíánarnir kall- að það. — ,,Land fjalla og fljóta". Þetta var tvimælalaust ein fegursta og frjósamasta eyja heimsins. Hin hlið fjallsins lá ! djúpfjólu- bláum skugga. Ljós voru þegar far- in að glitra við fjallsræturnar og á strætum Kingston, en lengra við fjærsta hluta hafnarinnar og flug- völlinn, vottaði enn fyrir síðustu geislum kvöldsólarinnar. Flugvélin stefndi niður inn yfir höfnina. Það kom örlítill skellur, um leið og hjól- in voru sett niður, og það vældi ( vökvadælunum, um leið og loft- bremsurnar aftast á vængjunum voru settar niður, til þess að draga úr hraða vélarinnar. Það glampaði á vegi og símalínur. Svo var merkt steinsteypt flugbrautin undir belg vélarinnar og mjúkur tvöfaldur skellur fullkominnar lendingar og loks hávær dynurinn í hreyflum vélarinnar þegar henni var rennt upp að dyrum flughafnarinnar. Heitir og þvalir fingur hitabeltis- ins struku andlit Bonds, þegar hann yfirgaf vélina og gekk heim að flughöfninni. Hann vissi að um það leiti sem hann væri kominn gegn- um tollinn mundi svitinn boga af honum. Honum var alveg sama. Eftir andstykkilegan kuldann í Lond- on var rakur og þrúgandi hitinn mjög bærilegur. Á vegabréfi Bonds stóð að hann væri innflutnings- og útflutnings- kaupmaður. — Fyrir hvaða félag herra? — Universal Export. — Eruð þér hér [ viðskiptaerind- um, eða yður til ánægju herra? — Ánægju. — Ég vona að þér njótið dval- arinnar herra. Hinn svarti starfs- maður útlendingaeftirlitsins rétti Bond vegabréfið hans án athuga- semda. — Þakka yður fyrir Bond fór inn í tollafgreiðsluna. Um leði og hann kom inn sá hann hávaxna sólbakaða manninn, sem hallaði sér upp að grindunum. Hann Framhald á bls. 49. VIKAN 18. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.