Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 23
— Þessar spekingslegu ráðagerð-
ir þínar eru greinilega að fara
út um þúfur, er það ekki?
— Og hvað skyldi þetta eiga
að þýða? sagði Julian, — ég hefi
ekki hugmynd um það.
— Þú getur varla neitaði því,
að þú færð anzi harða samkeppni.
— Ég hefi sagt þér tuttugu
sinnum, og ég segi þér það enn.
Ég hefi hreint engan óhuga og
hefi aldrei haft á Annabelle.
— Það var enginn að segja
það — en á bankabókinni, það
er annað mál.
— Heyrðu mig nú, sagði Juli-
an, eigum við ekki heldur að
tala um veðrið?
— Hvers vegna, er tilhugsun-
in um Henri Grúnewald að bera
þig ofurliði? Ég heyrði til Charles
og Dominique í morgun, og mér
Virðist allir vera á þeirri skoðun,
að þetta sé næstum því klappað
og klárt.
— Vitleysa. Grunewald hefur
ekki umgengist hana í meira en
nokkra daga.
— Fólk hefur höndlað ham-
ingjuna á skemmri tíma en það.
— Það væri ekki hægt að
segja annað um þig, Peggy, en
að þú værir einstaklega þver-
móðskufull og óbifanleg.
— Hvað snertir þig og félaga
þínaum kvöldið uppi á Grand
Corniche, það er alveg satt.
— Félaga mína?
— Ég sagði það, já.
Julian sagði: — Ég hefi aldrei
heyrt nokkurn mann sem neitar
jafn hressilega að horfast í augu
við staðreyndirnar. Fyrst býrðu
til allskonar sögur, og svo trúir
þú því sjálf að þetta sé allt sam-
an heilagur sannleikur.
— Og hvað, sagði Peggy, á ég
nú að hafa búið til?
Framhaldssagan lO. hfluti
Effflip Lindsay Hardy
— Fyrst heldurðu að ég ætli
að krækja í Annabelle. Svo á ég
að vera dauðhræddur við Mart-
inique-hótelið. Og nú koma þess-
ir tveir þorparar til sögunnar og
auk þess á ég að vera niðurbrot-
inn maður, vegna þess að ein-
hver annar ætlar að hafa af mér
20 milljónir dollara — það virð-
ast engin takmörk vera fyrir
þessu.
— Julian, þú ert djarfasti, og
ósvífnasti maður sem ég hefi
nokkru sinni þekkt.
— Bara vegna þess að ég fellst
ekki á allar þessar heimskulegu
staðhæfingar þínar.
— Bara vegna þess að einn
mannanna sem réðist á okkur
um kvöldið var maðurinn, sem
reyndi að angra mig hérna um
daginn. Hann var vinur þinn,
og þetta var allt sett á svið hjá
ykkur, svo að þú þyrftir ekki að
hitta mig á Martinique. Það er
eina skýringin. Árásin uppi á
Grand Corniche var samsæri ykk-
ar þriggja, og þú áttir að vera
hetja dagsins. Og það hefðirðu
líka verið, ef Henri hefði ekki
skotið upp kollinum og eyðilagt
allt fyrir þér.
Julian sagði: — Hvílíkt ímynd-
unarafl, og Peggy sagði næstum
biðjandi: — Julian, hættu nú
þessu. Látum þetta nægja.
Hann leit á hana og hún sagði:
— Ég veit allt um þig. Ég fór
niður á Martinique. Þarna um
daginn.
Julian brá svo illilega í brún,
að hann var næstum því búinn
að aka út af veginum. Hann sagði:
— Fjandinn sjálfur! Ég hefði átt
að vita það. Og síðan: —• Peggy,
þetta er ekki eins slæmt og það
sýnist. Ef þú hefðir aðeins beðið,
þá hefði ég sagt þér allt saman
sjálfur.
— O, auðvitað.
Hann fann, að allt var að kom-
ast upp. — Hvað er ég þá að gera
ennþá hjá ykkur? Hvers vegna
ertu ekki búin að segja Matildu
frænku og Green þetta?
— Ég vildi að einhver gæti
sagt mér það, sagði Peggy. —
Og úr því að þú veizt þetta, þá
vildi ég helzt að við töluðum
ekki meira um það. Og töluðum
helzt ekki um neitt.
Og í vikulokin gerðist dálítið
sem enginn hafði gert ráð fyrir,
ekki einu sinni Mr .Pimm. Henri
leigði sér rennilega skemmti-
snekkju og bauð Annabelle með
í skemmtisiglingu. Þau sigldu um
flóann í nokkra klukkutíma og
fóru í land við veitingahús á
einni af eyjunum. Þá sagði Anna-
belle, að það væri ekki ský að
sjá á himninum, eins og endra-
nær, og að veðrið gæti alls ekki
breytzt í bráð, svo að það væri
gaman að sigla á haf út. Og það
var líka gaman. Það var þægileg
gola úti á flóanum, en um leið
og þau voru komin burt úr skjóli
höfðans bg eyjanna, fór að hvessa,
svo að Henri fór ekki að lítast
á blikuna. Hann var óvanur slíku,
og hann vonaði bara, að hann
myndi reynast bátstjórninni vax-
inn. Þegar líða tók á daginn, fór
Henri að verða órótt, því að hann
átti fullt í fangi með að stjórna
snekkjunni. Annabelle virtist
hins vegar skemmta sér hið bezta.
Þau áttu eftir eitthvað fimm
mílur í land, þegar eitt seglið
festist, og Annabelle varð að
klifra fram eftir snekkjunni til
þess að leysa það. Henri vissi
aldrei fyllilega, hvað kom fyrir
eftir það. Það kom mjög snögg
vindkviða, ein ráin skall harka-
lega á Annabelle, sem sentist út-
byrðis.
Henri stirðnaði næstum af
skelfingu, reyndi að draga nið-
ur seglin og leitaði samtímis að
Anaabelle. En þegar ekki var far-
ið að bóla á henni eftir tíu eða
fimmtán sekúndur, gat hann ekki
beðið lengur. Hann sparkaði af
sér skónum og steypti sér í sjó-
inn.
Þetta var óskynsamlegt. Anna-
belle stakk höfðinu upp úr sjón-
um örskömmu síðar. Hún veif-
aði til hans og kallaði: — Það er
allt í lagi. Henri synti til hennar.
— Gleypti nokkra lítra af sjó,
þegar ég steyptist í sjóinn.
— Þegar þú skauzt upp koll-
inum, hélt ég, að þú hefðir rot-
azt.
— Henri, báturinn.
Honum brá illilega í brún, þeg-
ar hann sá, hvérsu langt bátur-
inn var kominn. Snekkjuna rak
nú undan vindinum á uggvæn-
legum hraða, og hvergi var annað
farartæki að sjá.
Hann sagði: — Annabelle, get-
urðu svnt fimm mílur?
— Ég veit ekki, sagði hún. —
Það hefur aldrei reynt á það fyrr.
— Annað hvort það eða eltast
við snekkjuna.
— Við erum úti á rúmsjó,
sagði hún. — Ég er svolítið
hrædd. Hvort eigum við að gera?
— Reynum við snekkjuna.
Ertu í lagi?
•—■ Ætli það ekki.
— Þá skulum við reyna.
Það var allt annað en þægi-
legt að synda í úfnum sjónum,
og síðasti spölurinn þó sýnu erf-
iðastur. Þegar þau náðu bátnum,
var Annabelle orðin svo lémagna,
að hún gat naumast haldið sér
í borðstokkinn. Henri hélt í borð-
stokkinn hinum megin og hékk
þar stundarkorn til þess að jafna
sig. Síðan lyfti hann sér upp í
bátinn og tosaði síðan Annabelle
upp í á eftir. Þau höfðu verið í
sjónum í svo sem hálftíma.
Henri kyssti hana og þrýsti
henni að sér. — Þegar þú steypt-
ist útbyrðis, sagði hann skjálf-
raddaður, — var ég dauðhræddur
um, að ég myndi aldrei sjá þig
aftur.
Það voru engin þurr föt um
borð, og þau hríðskulfu bæði.
Hann kyssti hana aftur. -— Það
verður víst langt þangað til mig
langar að synda á hafi úti, sagði
hann, og Annabelle hallaði und-
ir flatt og horfði á hann með
undarlegum svip og sagði ekki
orð.
Henri fannst eitthvað einkenni-
legt við framkomu hennar á leið-
inni inn flóann. En það var ekki
nema eðlilegt, eftir öll ósköpin,
hugsaði hann og vísaði málinu
frá sér.
Klukkan var orðin sjö að
kvöldi þegar þau komu snekkj-
unni fyrir á læginu, og hálftíma
síðar voru þau komin heim í
Villa Florentina. Þeim kom síð-
ur en svo á óvart að rekast á Mr.
Pimm þar. Honum hafði verið
boðið til kvöldverðar.
Þau voru enn gegnvot, og Mat-
ilda frænka tók að sér að ann-
ast þau, þegar leyst hafði verið
frá skjóðunni. Þjónustustúlkurn-
ar voru sendar eftir heitum
drykkjum. Annabelle var rekin
upp á loft í skyndi, og Henri
fékk eitt baðherbergi til umráða.
Fötin af Green voru aðeins of
lítil, svo að Charles var sendur
til þess að fá að láni buxur og
peysu hjá Julian, en siðan fór
Matilda frænka sjálf upp til þess
að annast Annabelle.
Þegar Henri kom niður aftur,
beið Charles hans við stigann til
þess að fylgja honum inn í setu-
stofuna. Peggy og Augustus
Green voru uppi með Annabelle,
og Mr. Pimm var einn í stof-
unni.
— Kæri vinur, ég er stoltur af
Framhald á bls. 47.
VIKAN 18. tbl. — 23