Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 7
Amerískur ferðamannahópur sem hingað kom, sagði við leið- sögumann sinn: „Við vitum að hér eru kirkjur og söfn og allt þetta venjulega sem túristum er sýnt. Við höfum ekki áhuga fyr- ir því. Við viljum fá að sjá fátækrahverfin." Leiðsögumaðurinn sagði: „Já, en það eru engin fátækrahverfi í Reykjavík." Túristarnir hristu bara höfuðin og hafa sjálfsagt hugsað með sér, að hann vildi ekki sýna þeim „slummið" og hver gat láð 3ARINNAR honum það. En í skoð- unarferð um bæinn gerðu þeir hróp að manninum hvað eftir annað og bentu sigri hrósandi á bragga- hverfi og allskonar kumbaldasamsteypur. „Hvað er þetta?“ spurðu þeir. „Leifar frá stríðsár- <5 Eitt frægasta „s!umm" í Reykja- vík, Pólarnir, er ekki slíkt stórhýsi, að óskiljanlegt er, hvers vegna það er látið standa þann dag í dag. Pólarnir standa að sjálfsögðu við veginn út á flugvöllinn. unurn", sagði leiðsögu- maðurinn, „Það er sem óðast verið að rífa þetta.“ Þeir gerðu góðlátlegt grín að þessu; þekktu þessa slitnu plötu. Það er nefnilega alltaf ver- ið að rífa öll fátækra- hverfi, þegar svo ó- heppilega vill til að ferðamenn sjá þau. Sigurður Magnús- son, fulltrúi á Loftleið- um, minntist á það í dagbókarbroti sínu frá Afríku, sem birtist fyrir skömmu í Vikunni, hvernig það er að fara með útlenda ferða mannahópa um Reykjavík. Um leið og ekið er frá flugstöð Loftleiða á Reykjavík- urflugvelli, verða braggar og Pólar við veginn, já raunar eru það fyrstu kynnin af Reykjavík, allra þeirra sem koma þessa leið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.