Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 18
saemilegt
dagsverk
eftir tækifærinu, að fá þá til
að ganga í land“.
„Ég geri ráð fyrir því“,
sagði Martin.
„Og það er ekki að heyra,
að þér takið það nærri yður?“
„Herra skipstjóri?"
„Það er ekki að sjá að það
valdi yður neinum áhyggjum,
þó að brytarnir. séu með hót-
anir um að ganga í land?“
Martin tókst dásamlega vel
að láta sem hann væri í senn
hissa og móðgaður. „Ég heyrði
ekki betur en að þér tækjuð
þá ábyrgð á yður, herra skip-
stjóri“.
Blacklock hvessti á hann
augun. Þetta tók af allan vafa,
hugsaði hann og fann reiðina
ná tökum á sér. Ef ekki varð
hjá beinum átökum komizt,
var ekki neins að bíða. „Mart-
in!“ þrumaði hann, og fylgdi
því eftir, þegar hinum brá
sýnilega. „Gætið yðar nú! Ég
ber ekki ábyrgð á þjónustu-
liðinu. Það gerið þér, og það
skuluð þér hafa hugfast. Sé
þar um einhvern uppsteit að
ræða, ætlast ég til að mér sé
skýrt frá því. Og að þér gerið
það. Ef einhver af brytunum
brýtur starfsreglurnar, krefst
ég þess að honum sé sett við-
vörun“. Hann horfði fast á
Martin. „Ég er nýr skipstjóri
um borð í ,,Góðvon“, en að
öðru leyti er ég ekki neinn
nýliði í starfinu. Ég þarfnast
því ekki leiðbeininga af yðar
hálfu. Ég hef ekki hugsað mér
að stjórna með vettlingum.
Ekki heldur að hlaupa eftir
,sögusögnum. Sé í rauninni
hætta á verkfalli, afstýrum
við því ekki á þann hátt að
láta sem við vitum ekki hvað
sé að gerast. Er það ljóst?“
„Já, herra skipstjóri“, svar-
aði Martin og lét nú undan
síga. „Ég skal gera allt, sem
í mínu valdi stendur".
„Það er líka hyggilegra",
mælti Blacklock skipstjóri
hörkulega. Annars er eins víst
að það verði ekki þessi bryti
einn, sem sett verður viðvör-
un“. Og nú, þegar Martin sá
loks sitt óvænna og virtist
jafnvel brugðið, bætti skip-
jg — VIKAN 18. tbl.
stjórinn við, næstum því glað-
lega: „Látið mig vita sam-
stundis, ef eitthvað nýtt ger-
ist í málinu“.
Blacklock skipstjóra leið
betur, þegar Martin var far-
inn. Hann hafði fengið tæki-
færi til að segja eins og hon-
um bjó í brjósti, en þó fannst
honum hálfgert óbragð í
munni sér eftir. Það var aldrei
við góðu að búast um borð í
því skipi, þar sem tveir æðstu
mennirnir vilja báðir ráða.
Og nú var að beina athygl-
inni að landgönguhótun bryt-
anna, og þeim mönnum, sem
höfðu brottför skipsins í hendi
sér.
Það var Bryce yfi'rbryti;
honum var vart treystandi í
slíkum átökum. Hann var að
vísu ekki lengur einn af bryt-
unum, gat þó ekki kallazt einn
af yfirmönnunum á skipinu og
tvísteig svo með sinn fótinn
hvorum megin.
Og það var Tom gamli
Renshaw, aldursforseti bryt-
anna og trúnaðarmaður hinna
viðurkenndu stéttarsamtaka
þeirra. En áhrif hans höfðu
farið mjög dvínandi að und-
anförnu unz hann var ekki
lengur maður til að hafa hemil
á þessum ungu þvörgurum,
uppreisnarseggjunum, sern
hvorki virtu yfirboðara sína
né sín eigin stéttarsamtök.
Já, það var Vic Swann, ung-
ur og þvermóðskufullur upp-
reisnarseggur, sem farið hafði
í land, þvert ofan í starfsregl-
urnar, til þess að hitta Mc-
Teague að máli, og gat eng-
inn vitað hvaða bölráð þeir
voru að brugga.
Og loks var það McTeague
sjálfur, potturinn og pannan
í þessu öllu saman - maður,
sem haldinn var hatri og reiði
gegn öllu og öllum, illa lið-
inn og völdum sviptur í stétt-
arsamtökum farmanna, þó að
honum hefði ekki verið vikið
úr þeim enn. Róttækur undir-
róðursmaður, sem stöðugt stóð
í stjórnmálalegum skæruhern-
aði, sem beitti hverju því
vopni er handbært reyndist
og lifði fyrir það eitt að stofna
til vandræða á kaupskipaflot-
anum, hvenær sem færi gafst.
McTeague var í rauninni sú
flísin, sem við reis; ef hann
bauð, þá mundi Swann reyna
eins og honum var unnt að
fá brytana til að ganga í land
og Blacklock yrði að taka á
öllu, sem hann átti til, ætti
honum að takast að koma í
veg fyrir það, láta úr höfn
á ákveðnum tíma, halda stjórn
um borð.
Blacklock skipstjóri leit ekki
lengur á þetta sem heimsku-
pör; hann gat ekki betur séð
en að þarna væri um að ræða
allt að því glæpsamlega
skemmdarverkastarfsemi og
lítilsvirðingu gagnvart öllu
lögmáli heiðarlegrar far-
mennsku. Það var ekki eins
og þessir náungar, sem létu
McTeague segja sér fyrir verk-
um, gerðu sér það ekki ljóst
að slíkt tiltæki gæti gert
hvaða skipafélag sem var
gjaldþrota, og sjálfa þá um
leið atvinnulausa; samt sem
áður létu þeir etja sér út í
þetta eins og viljalausar rolur;
rétt eins og þetta væri orðinn
þeim ávani, á svipaðan hátt og,
bjórdrykkja, sjónvarpið og
kvennafar um helgar. Létu
náunga ráða fyrir sér, sem gaf
fjadann í hvort skipið léti úr
höfn eða ekki, gæti hann ein-
ungis eflzt að völdum.
Nú var knúið dyra, og þjónn
hans tilkynnti: „Herra skip-
stjóri — Calderstone lávarð-
ur!“
Og Calderstone lávarður
gekk inn í skrifstofu skip-
stjóra. Hann var hár maður
vexti, frægur maður og auðug-
ur, og bar það með sér. Það
var ekki eins og einhver ræk-
ist inn — þetta var gestur,
sem virtist lýsa yfir því með
framkomu sinni, svip og hreyf-
ingum, að sérhverjum salar-
kynnum væri heiður að heim-
sókn hans.
Þannig voru aðalsmenn,
hugsaði Blacklock skipstjóri
með sér og ekki öfundarlaust,
þegar hann reis úr sæti til að
fagna gesti sínum; þeim var
þetta meðfætt og þar kom ekki
nein eftirlíking til greina.
Þegar Calderstone lávarður
heilsaði honum, gat enginn
vafi á því leikið hvor þeirra
væri aðalborinn og hvor múg-
maður.
Calderstone lávarður, sá
fjórði þeirrar vegsemdar, —
nafn hans hafði verið svo
lengi á hvers manns vörum,
að það var orðið einskonar
vörumerki; maðurinn sjálfur
svo kunnur af blaðaljósmynd-
um og sjónvarpi, útvarpsvið-
tölum og blaðafréttum, að öll
alþýða manna þekkti hann
engu síður en auðjöfrarnir í
Wall Street og fjármálamenn-
irnir í viðskiptahverfi Lund-
únaborgar. Hvert mannsbarn
vissi hvernig hann leit út:
mikill á velli, glæsilegur, á
sextugsaldri, sköllóttur, með
framstæða höku og fast augna-
ráð, spekingur að fjármála-
viti — persónugervingur valds
og virðingar í heimi auðs og
framkvæmda.
Calderstone lávarður var
stórhluthafi í skipafélögum,
stálframleiðslufyrirtækjum og
klæðaverksmiðjum -— dæmi-
gerður norðurenskur gróða-
maður. Hann átti nokkur dag-
blöð, ekki stór, en áhrifamikil
í borgum og héruðum víða um
land. Hann lagði fé í fasteigna-
kaup, tóbaksrækt, framleiðslu
rafeindatækja og fjölvirkra
lyfja; átti að miklu leyti tog-
araflota, sem gerður var út
frá Hull, sumarbúðahverfi í
Norður-Wales, verksmiðju,
sem framleiddi því sem næst
allar þær rafhlöður, sem not-
aðar voru á Bretlandi og járn-
smiðjur miklar í Notting-
hamskíri. Þá var hann og einn
stærsti hluthafinn í sjónvarps-
félaginu.
í „Hver er maðurinn?“ lwað
hann lestur og garðyrkju vera
kærustu tómstundaiðju sína.
„Kæri vinur“, ávarpaði
Calderstone lávarður skip-
stjórann. „Ég ætla ekki að
tefja neitt, en leyfið mér að
óska yður til hamingju".
Frá sjónarmiði Calderstone
lávarðar var það viðlíka for-
frömun að fá skip til umráða
og þegar gjaldkeri var gerður
að aðalgjaldkera, en hlýtt við-
mót lávarðarins yljaði Black-
lock skipstjóra innanbrjósts,
og þakklæti hans var einlægt,
þegar hann svaraði, „þakka
yður, herra“; grijpinn hálf-
gerðu fáti eins og skóladreng-
ur, sem hefur unnið hástökks-
keppni, og sjálfur skólastjór-
inn kemur og klappar honum
vingjarnlega á öxlina og ósk-
ar honum til hamingju. Og
þegar allri hæversku hafð!i
þannig verið fullnægt, spurði
hann lávarðinn, hvort ekki
mætti bjóða honum eitthvað
að drekka.
„Það er nú það . . .“ svar-
aði Calderstone lávarður, „jú,
kannski að ég þ5rggi dreitil af
viskýi og vatni“.
Skipstjórinn kallaði á þjón
sinn, sem blandaði og bar
þeim drykkinn.
Vitanlega átti Calderstone
lávarður það eitt erindi að sjá
hvernig Blacklock tækist til í
hlutverki skipstjóra, því að
þótt hann þekkti hann áður,
hafði hann ekki séð hann
standa í sviðsljósinu sem þann
er stjórnina hafði með hönd-
um. Skipstjóranum kom því
síður en svo á óvart, þegar
lávarðurinn spurði: „Hvernig
gengur?"
Við slíkri spurningu voru að
sjálfsögðu margháttuð svör,
hlutlaus eða yfirlætisleg og
allt þar á milli, en Blacklock
skipstjóri áleit ekkert þeirra
viðeigandi eins og á stóð. Hann
svaraði án þess að brosa:
„Hingað tii hefur allt gengið
að óskum. Þetta er stærsta
skipið, sem ég hef enn stjórn-
að, og eftir því sem skipið er
stærra, er það að sjálfsögðu
fleira, sem getur gengið úr-
skeiðis. En þar kemur svo á
móti, að ég hef fleiri hæfa
menn mér til aðstoðar. Ég
mundi reikna dæmið þannig“.
Framhald á bls. 34.