Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 34
9* V ., i ^ »!^•;*>$ h •>*>vV , i'r.V. ív\tr*.'Á'v • ».', - ' -fr.y, ■> \’\í;.c'é:. LILLU KRYDD ER ÁVALLT BEZT EFNAGERD REYKJAVIKUR H. F. eins og ég hafSi aldrei gert fyrr ó ævi minni. Loks, þegar ég náSi henni, vorum við bæði orSin svo móð og másandi, að viS gátum engu orSi komiS upp. En það gerði heldur ekkert til, því viS þurftum ekkert að segja. ÞaS var eins og rigningin ykist um allan helming þegar við dutt- um ofan i rennblauta mýrina, og það þaut í regndropunum allt í kringum okkur, sem skullu niður í pollana milli þúfna og sameinuðust þar í skauti náttúrunnar. Einhvers staðar, rétt fyrir ofan okkur heyrðum við spóa vella. Ann- ars var allt hljótt. ýr SÆMILEGT DAGS- VERK Framhald af bls. 18. Calderstone lávarður kinkaði kolli. „Stórt skip og gott skip. Eitt af okkar beztu skipum. Og ég efast ekki um að yður hefur verið valin úrvais skipshöfn. Meðal annarra orða -— hver er áhafnarstjóri?“ „Martin“. „Öldungis rétt. Jú, ég kann- ast við Martin. Hann verður yður áreiðanlega betri en enginn“. „Ég efast ekki um það — þeg- ar allt er komið í fastar skorður. Við höufm þekkzt lengi. Við vor- um saman á skólaskipinu“. „Þið hljótið þá að vera keppi- nautar“. „Jú, að vissu leyti“. „Ég er þess fullviss, að með ykkur muni takast gott samstarf", sagði Calderstone lávarður, sem þekkti manna bezt miskunnar- leysi, bragðvísi og bakferli keppi- nauta, hvers í annars garð, sem staddir voru í sama stiganum. Hann lét því nægja að gefa af- stöðu sína til kynna. „Hafið það hugfast, að þegar við fáum ein- hverjum skipstjórastöðu, stönd- um við með honum eins og þörf gerist". Að svo mæltu leit hann á úrið sitt. „Jú, það er sama sag- an, tíminn er ekki lengi að líða. Aðeins klukkustund þangað til við leggjum úr höfn“. „Ég vona það“, sagði Black- lock skipstjóri. Það hefði mátt gera ráð fyrir að vafinn í orðunum kæmi Cald- erstone lávarði á óvart, en ekki varð það á honum séð. „Þér eigið við, að svo geti farið að brottförin tefjist eitthvað“. „Slíkt er aldrei með öllu úti- lokað“, svaraði skipstjóri. „Það hefur að minnsta kosti flogið fyr- ir, að brytarnir væru með eitt- hvert ráðabrugg — ganga í land fyrirvaralaust, eða eitthvað þess- háttar“. Calderstone lávarður kinkaði enn kolli. „Já, það var einhver blaðasnápur að reyna að blása það upp. Hann spurði mig bein- línis, hvað ég mundi taka til bragðs, ef af því yrði“. Hann brosti eilítið. „Það kemur fyrir að mér finnst að setja þurfi prent- frelsinu einhver takmörk. En þetta er ekki neitt alvarlegt, eða hvað? Engöngu orðrómur . . „Að því er ég bezt veit. Vand- inn er sá, að þetta getur komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Einn af brytunum er enn í landi, fór til fundar við McTeague. Það getur þýtt það, að þeir láti til skarar skríða, en það er alls ekki víst“. „Enn er það McTeague". Cald- erstone lávarður hlypti brúnum. „Hver er afstaða brytanna, yfir- leitt?“ „Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því. Yfirleitt virð- ast þeir fyllilega ánægðir, en svo fer einhver að vekja máls á hvernig þeir séu hlunnfarnir, og þá er ánægjan samstundis farin veg allrar veraldar. Og undan- tekningarlítið er það McTeague, sem rær undir. Það virðist undir honum komið hvort skipið lætur úr höfn. Mér mundi vera það einstök ánægja, að snúa þann náunga úr hálsliðnum". Calderstone lávarður yppti brúnum. Jæja, ég veit ekki. Sennilega kæmist maður að raun um það við nánari kynni, að hann væri ekki eins slæmur og orð er á gert. Þverhaus er hann, vitanlega". Því fór fjarri, að skipstjórinn væri honum sammála, þó að hann hreyfði ekki mótmælum. Þeir áttu báðir að vera farnir að þekkja McTeague af langri raun; baráttuaðferðirnar, sem hann notaði, tökin, sem hann hafði á mönnum; hve oft honum hafði tekizt að koma í veg fyrir að skip létu úr höfn, hve oft minnstu hafði munað að honum tækizt það og tilraunin þá skilið eftir úlfúð og óánægju, sem Mc- Teague uppskar svo árangurinn af síðar meir. En engu að síður var augljóst, að þeir báru ólíkan hug til hans. Kannski átti það rætur sínar að rekja til þess hvað þeir Cald- erstone lávarður og Blacklock skipstjóri voru sjálfir ólíkir. Frá sjónarmiði Blacklocks var Mc- Teague að vissu leyti persónuleg- ur fjandmaður, sem nauðsyn bar til að ganga milli bols og höfuðs á. Calderstone lávarður, sem átti ekki eins mikið á hættu, hafði efni á meiri víðsýni. Frá hans sjónarmiði var McTeague einung- is einn af þeim, sem höfðu lent í liði mótherjanna, hlaut því að haga sér eins og hann gerði; með öðrum orðum, miðað við allar aðstæður sem orðið höfðu til að móta manninn, var sízt betra af honum að vænta. Það var því einungis um það að ræða, að geta látið krók koma á móit hverju hans bragði. Yrði Calderstone lá- varður að takast á við McTeague, yrði þar ekki um nein persónu- leg átök að ræða; þar yrði árekst- ur með tveim andstæðum, félags- — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.