Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 49
var enn í sömu gömlu, upplituðu bláu skyrtunni, og sennilega sömu kakibuxunum og hann var í, þegar Bond hitti hann fyrst fyrir fimm árum. — Quarrel. Hinum megin við grindurnar brosti maðurinn frá Caymaneyium breiðu brosi. Hann brá hægri hand- legg fyrir augun. Það var hin gamla kveðja Vestur-lndia. — Hvernig er lífið, kapteinn? kallaði hann glað- lega. — Lífið er prýðilegt, svaraði Bond. — Bíddu bara þangað til ég hef komið farangrinum í gegn. Ertu með bíl? — Auðvitað kapteinn. Tollverðirnir þekktu Quarrel eins og flestir á þessum slóðum. Þeir merktu farangur Bonds án þess að opna töskurnar. Bond tók við far- angri sínum og fór gegnum grinda- hliðið. Quarrel tók töskurnar af honum og rétti honum hægri hönd- ina. Bond tók í hlýjan, þurran og sigggróinn hramminn og leit í dökk- grá augun. Þetta var sannur af- komandi hermanna Cromvells eða sjóræningianna frá tímum Morgans. — Þú hefur ekkert breytzt, Quarrel, sagði hann. — Hvernig ganga sæ- skialdbökuveiðarnar? — Ekki sem verst, kapteinn og ekki sem bezt. Svona nokkurn veginn eins og endranær. Hann leit gagn- rýnisaugum á Bond. Hefurðu verið lumpinn eða hvað? Bond setti upp undrunarsvip. — Já, reyndar. En það eru nokkrar vikur síðan ég náði mér. Hvers vegna datt þér það í hug? Quarrel fór hjá sér. — Fyrirgefðu, kapteinn, sagði hann, ef ske kynni að hann hefði móðgað Bond. — Ég sé ekki betur, en að það hafi bætzt þiáningalínur í andlitið, síðan ég sá þig síðast. — Ja hérna, sagði Bond. — Það var svo sem ekki mikið, en ég væri ekkert á móti því að vera jafn vel á mig kominn líkamlega og þú. Ég er ekki í eins góðu standi eins og ég ætti að vera. — Ég gæti trúað því, kapteinn. Þeir voru komnir langleiðina að útgöngudyrunum, þegar að snögg- ur smellur heyrðist og það brá fyr- ir liósblossa frá myndavél. Lagleg kínversk stúlka í fötum samkvæmt Jamaicatízkunni lét Speed Graphic- myndavélina síga. Hún kom til þeirra. Með uppgerðar alúð sagði hún: — Þakka yður fyrir herrar mínir. Ég er frá The Daily Gleaner. Hún leit á miðann sem hún hafði í hendinni. — Mr. Bond, er það ekki? Og hversu lengi munuð þér dvelja hér hjá okkur Mr. Bond. Það kom á Bond. Þetta var slæm byrjun. — Ég er hér aðeins í milli- lendingu, sagði hann stuttaralega. — Ég býst við að þér finnið margt athyglisverðara og skemmtilegra fólk í flugvélinni. — Nei það er ég viss um að ég finn ekki Mr. Bond. Ég held að þér séuð mjög athyglisverður maður. Og í hvaða hóteli hafið þér hugsað yður að dvelja? — Andskotinn, hugsaði Bond. Hann svaraði: — Myrtle Bank, og hélt áfram. — Þakka yður fyrir, herra Bond, sagði stúlkan. Ég vona að þér mun- ið njóta . . . Þeir voru komnir út. Um leið og þeir gengu í áttina að bílastæðinu spurði Bond: — Hefurðu nokkurn tima séð þessa stúlku hér á flug- vellinum áður? Quarrel hugsaði málið. — Það held ég ekki, kapteinn. En þeir þarna á Gleaner hafa mikið af svona kvenfólki. Þetta olli Bond nokkrum áhyggj- um. Hann gat ekki séð neina ástæðu til þess að blöðin langaði að kom- ast yfir mynd af honum. Það voru fimm ár síðan hann átti síðast í ævintýrum á þessari eyju, og jafn- vel þá hafði nafn hans ekki komið á prenti. Þeir voru komnir að bílnum. Það var svartur Sunbeam Alpine. Bond leit hvasst á bílinn og svo á skrá- setningarnúmerið. Þetta var bíll Strangways. Það var slæmt. — Hvar fékkstu þennan bíl, Quarrel? — Fulltrúinn sagði mér að taka hann, kapteinn. Hann sagði að þetta væri eini bíllinn sem þeir hefðu lausan. Hvað með það, kapt- einn? Lízt þér ekki á hann? — Jú, það er svo sem allt í lagi, sagði Bond hikandi. — Komdu, við skulum halda af stað. Bond settist fram !. Þetta var hans yfirsjón. Hann hefði átt að láta sér detta í hug að þeir yrðu látnir fá þennan bíl. En það setti vissan stimpil á hann og erindi hans til Jamaica, ef einhver kynni að hafa áhuga fyrir því. Þeir óku af stað niður eftir göt- unni, milli kaktusrunnanna í áttina að Ijósunum í Kingston. Venjulega hefði Bond aðeins notið fegurðar útsýnis síns og umhverfis síns — síbyljunnar í skordýrunum, hlýs ilm- andi loftsins, stjörnuhiminsins og Ijósakeðjunnar umhverfis höfnina, en nú bölvaði hann sjálfum sér fyrir kæruleysið og trassaskapinn. Það sem hann hefði ekki átt að gera, var að senda skeyti gegnum Nýlenduskrifstofuna til landsstjór- ans. í því hafði hann beðið um að fulltrúinn næði í Quarrel og réði hann um óákveðinn tíma fyrir tíu pund á viku. Quarrel var aðstoðar- maður Bonds þegar hann var síð- ast á Jamaica. Hann var ómetan- legur aðstoðarmaður með alla beztu kosti sjómannsins, hann var vega- bréfið að öllum minniháttar stöð- um hins litaða lífs, sem annars hefðu verið Bond lokaðir. Öllum þótti vænt um hann og hann var fyrsta flokks félagi. Bond vissi að Quarrel var nauðsynlegur ef að honum ætti að verða eitthvað ágegnt í Strangways-málinu — hvort sem það var „mál" eða að- eins hneyksli. Síðan hafði Bond beð- ið um að pantað yrði fyrir hann eins manns herbergi með baði á Bláf jal lahótel inu, að honum yrði lánaður bíll, og að Quarrel yrði lát- inn taka á móti honum á bílnum við flugvöllinn. Ekkert af þessu hefði hann átt að gera. Hann hefði átt að taka leigubíl til hótelsins og sið- an að setja sig í sambandi við Quarrel. Þá hefði hann komizt að þessu með bílinn f tæka tíð, og haft möguleika á að breyta þvi. Úr því sem komið var, hefði hann alveg eins getað tilkynnt heimsókn sína og tilgang hennar í The Gleaner. Hann andvarpaði. Það voru mistökin sem maður gerði i upphafi sem voru verst. Það var ekki hægt að bæta fyrir þau. Þau gáfu óvininum fyrsta leikinn. En var hér um nokkurn óvin að ræða? Var hann ekki aðeins alltof varkár? Eins og eftir hugboði leit hann um öxl. Um hundrað metrum á eftir þeim glórði í tvö dauf stöðuljós. Flestir ökumenn á Jamaica aka með fullum ökuljósum. Bond leit aftur fram. Hann sagði: — Quarrel, við gatnamótin, þar sem vinstri afleggj- arinn liggur til Kingston og hægri til Morant, ætla ég að biðja þig að beygja snögglega inn á Morant- afleggjarann, stanza þar strax og slökkva Ijósin. Ertu með? Og gefðu nú í. — Okay, kapteinn. Quarrel var ánægður. Hann steig fast á bensín- gjöfina. Það þaut í mótor litla bíls- ins, sem geystist áfram eftir hvít- um veginum. Þeir þeyttust fyrir beygjuna á veginum, þar sem höfnin náði lengst inn í landið. Eftir fimm hundr- uð metra urðu þeir komnir að kross- götunum. Bond leit aftur. Það sást ekkert til hins bílsins. Quarrel svipti bilnum til og beygði fyrir hornið. Hann ók upp að gangstéttinni og slökkti Ijósin. Bond sneri sér við og beið. Hann þurfti ekki lengi að GENERAL m ELECTRIC Sfálfvirk þvottavél og sjálfvirkur þurrkari ELECTRIC H.F. Túngötu 6, sími 15355 VIKAN 18. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.