Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 20
Plató var snemma í hópi þeirra, sem fylgdu Sókrates um götur Aþenu til þess aö hlusta á þann berfætta speking a.fhjúpa fáfræði lærdóms- mannanna. Við dauða Sókratesar sór Plató þess eið, að verja ævi sinni til þess að bera hugsjónir hans fram til sigurs. Plató var uppi á fimmtu öld fyrir Krist og var einhver merkasti hugsuður og heim- spekingur allra tíma. Sumir hafa jafnvel haldið því fram, að öll heimspeki síðan, sé aðeins neðanmálsskýringar við heim- speki hans. frægasti lærisveinn Sókratesar, hlaut í ■ vög-gug-jöf flest það sem talið er eftir- sóknarverðast í lífinu, auðlegð og frændstyrk samfara yfir- burða gáfum og líkmaiegu atgervi. Faðir hans Ariston rakti ætt sína til konunga og móðir hans Perietiona átti einnig til stórmenna að telja og frændur hennar Charmides og Kritias voru helztir foringjar höfðingjasinna í Aþenu. Stjúpi Platós, Pyrilampes, var hins vegar fylgjandi og trúnaöarvinur Perik- Iesar, páfa hins gríska lýðræðis. Plató er fæddur 427 f.K. Veldi Aþenu hafði þá náð hátindi sínum en 3 árum fyrir fæðingu Platós gerast þeir atburðir, sem reyndust upphaf að hnignun hennar. Pelopsskagastríðið brauzt út 430. Það stóð í 26 ár og lauk með niðurlægingu Aþenu og glötun sambandsríkja hennar. Plágan mikla sem sigMi í kjölfar stríðsins veikti Aþenu innávið og olli þar miklu mannfaili og upplausn á siðgæði. Plató tók því einnig í arf skyldu ættar sinnar að ráða fram úr stjórnmálalegum og siðferðisiegum vandamálum borgríkis- ins og vegna hennar leitar hann síðar á vit heimspekinnar til að finna þar svör við vandamálum sínum. Á heimili sínu kynnt- sit Plató strax í æsku sviptibyljum stjórnmálanna sem rædd voru þar ef að líkum lætur af mörgum hetztu frammámöim- um Aþenu. Strax eftir dauða Perkilesar komust völdin í hendur rót- tækra lýðræðissinna sem móðurfrændur Platós litu á sem lýðskrumara, menn eins og sútarinn Kleon og lampakaup- maðurinn Hyperbolos sem náðu tökum á lýðnum í krafti mælskulistar sinnar og miðuðu afstöðu sína meir við hvað var vinsælt og líklegt til fylgis en hvað var ríkinu fyrir beztu. Loks þegar herleiðangur þeirra gegn Syrakúsu á Sikil- ey endaði í algjörum ósigri brauzt út bylting gegn þessum leiðtogum og höfðingjastjórn (fjögur hundruð manna ráðið) tók völidin. Árið eftir var þessari stjórn breytt í stjórn hinna fimm þúsund. Þ.e.a.s. aðeins vel stæðir borgarar fóru með stjórn landsins. Ári síðar náðu lýðræðisöflin aftur stjórninni í sínar hendur og létu kné fylgja kviði. Stóð ógnarstjórn þeirra í 6 ár og endaði með hruni Aþenu 404. Spartverjar tóku borg- ina og með þeirra hjálp var auðmannastjórn (hinir þrjátíu harðstjórar) aftur sett á laggirnar. Hún reyndist sínu verri en lýðveldissimiar og að átta mánuðum liðnum voru hinir þrjá- tíu hraktir frá völdum og drepnir. Hin nýja lýðræðisstjóm sem sigldi í kjölfarið lét það verða sitt fyrsta verk að taka Sókrates af lífi. Þetta var það þjóðfélag sem Plató kynntist í æsku sinni og þótti honum vandséð hverra hlutur var verst- ur. Hann lýsir þessu síðar í „Ríkinu“ eitthvað á þessu leið: „Því betur sem ég kynntist stjórnmálamönnum, lögum og sið- um aldarinnar og því eldri sem ég varð, þeim mun vonlausara virtist mér að takast mætti að stjórna viturlega. Án traustra vina og stuðningsmaima var engu hægt að áorka og slíkir menn voru vandfundnir á öld, sem glatað hafði hinu forna siðgæði sínu og var ófær um að skapa sér nýtt. Lög og sið- gæði fór hraðversnandi og þótt framalöngun á sviði stjórnmála altæki huga minn þá fyllti hin pólitíska ringulreið mig við- bjóði og þótt ég hætti aldrei að hugsa um hvernig ráða mætti bót á málum þjóðfélagsins og endurbæta stjórnarskrána þá féllust mér jafnan hendur þegar til framkvæmdanna kom. Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að öllum ríkjum væri illa stjórnað og stjórnarskrár þeirra yrðu ekki endur- bættar án róttækra aðgerða og töluverðar heppni. Ég komst ekki hjá að álíta að svarið við spurningunni um réttlæti ein- staklingum og þjóðum tit handa væri að finna í heimspek- inni og að mannkyninu myndi aldrei farnast vel fyrr en sannir heimspekingar færu með völdin eða það undur gæti gerzt að stjórnmálamenn yrðu sannir heimspekingar". Ekki er mikið vitað um æsku Platós. Hann elst upp á blómaskeiði grískrar menningar sem hafði að kjörorði sínu heilbrigð sál í hraustum líkama. Plató virðist hafa skarað fram úr öðrum sveinum í íþróttum og tók með góðum ár- angri þátt í hinum hörðustu af grískum kappleikjum. Sagt er að hann hafi hlotið nafn sitt Plató sem viðurnefni sök- um hinna breiðu herða sinna. (Þetta er þó fremur ólíklegt þar sem Plató er eitt liinna algengari grísku nafna fyrr og síðar). Þá er svo að sjá sem honum hafi snemma verið feng- in nokkur tilsögn í skáldskap, mælskulist og heimspeki. Inn- an við tvítugt er hann sjálfur farinn að fást við að yrkja hetjukvæði og ástarljóð og samdi auk þess nokkra harmleiki en af skáldskap hans hefur lítið varðveitzt. Ekki er ósennilegt að sófistinn Kratylos sem síðar varð frægur í ritum Platós hafi verið fenginn til að scgja honum til í mælskulist og heimspeki. Herakleitos og Anaxagoras voru einkum í tízku á þessum árum, og veik þeirra Iesin upphátt og rædd á Agólu, stórtorginu í Aþenu. Hvenær i'undum Platós og Sókratesar ber fyrst saman er ekki vitað, en ef trúa má frásögum Platós í „Ríkinu“ hlýt- ur það að hafa veriö á uppvaxtarárum hans. Sókrates er þar sagður náinn vinur Glaucons og Adeimantesar, og hefur því verið handgenginn fjölskyldu Pliatós. Plató fyllir því snemma hóp þeirra ungmenna sem fylgja Sókrates um götur Aþenu og njóta þeirrar skemmtunar að hlusta á hinn berfætta heim- speking afhjúpa fáfræði þeirra lærdómsmanna, (sófistanna), sem ríkir feður höfðu keypt til að veita sonum sínum tilsögn í mælskulist og heimspeki. En samband Platós við Sókrates var af öðrum toga spunnið. Þegar Plató er um tvítugt laðast hann að Sókratesi vegna hins hagnýta gildis heimspeki hans. Hún byggðist ölil á þeirri trú að þekkingin leiddi til dyggða, sem einar gætu skapað betra þjóðfélag. Þess vegna varð kenning Sókratesar í augum Platós svarið við þeim þjóð- félagslega vanda, sem Plató hafði tekið að erfðum og fannst hann fæddur til að glíma við og leysa. Við dauða Sókratesar sór Plató þess eið að verja ævi sinni til að bera hugsjónir hans fram til sigurs. Byggja upp heim- 2Q — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.