Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 4
Tízkusundbolir 1964, frá KANTERS. Fjöl- breytt úrval lita og sniða. Allar stærðir. KANTERS bolirnireru saumaðir úrgúmmí- þráðlausum teygjuefnum: Helanca og Spandex. Falla þægilega að líkamanum, en hindra ekki frjálsar hreyfingar. Veljið það bezta - biðjið um Lausnir á lausum blöSum ... Kæri Póstur! Hvernig er það með ykkur, getið þið ekki haft myndasögu bak við krossgátuna, svo að við þurfum ekki að eyðileggja VIK- UNA. Virðingarfyllst -- H. B. sem hægt er að koma fyrir á ólík- legustu stöðum (til dæmis í hjónarúminu) og einnig mun hægt að fá örsmáar kvikmynda- tökuvélar, sem gæut orðið þér hjáliplegar. Þessi tæki eru nú orð- in mjög þýðingarmikil fyrir alls- konar njósnir og gæti verið að VIKAN birti eitthvað um þess- háttar tæki í næsta blaði. --------Kæri H. B. Það er þannig með okkur, að við getum það ekki. Þetta höfum við marg- sinnis útskýrt í Póstinum, og greint frá því um leið, að lausn- ir eru teknar til greina, þótt þær séu skrifaðar á laus blöð. Virðingarfyllst. Pósturinn. Veggir, sem sjá og heyra... Kæri Póstur! Ég er einn þeirra manna, sem ekki eru alveg öruggir um kon- urnar sínar og hef meira að segja lúmskan grun um, að hún hafi ekki hreint mél í pokahorninu. Ég er fjarverandi í vinnu allan liðlangan daginn, svo hún getur gert hvern skollann sem hún vill án þess að ég hafi hugmynd um það. Samt hef ég fengið ákveðn- ar bendingar, enda er víst óhætt að segja, að hún er frekar „til- kippileg“ eins og sagt er og hefur aldrei unað því reglulega vel að vera húsmóðir. Nú hef ég heyrt um það, að erlendis geti menn fengið leigðan prívat leynilög- reglumenn til að fylgjast með svona málum. Ég mundi ekki hika við að borga vel fyrir slíka þjónustu, en spurningin er bara þessi: Er hægt að fá prívat leyni- lögreglumenn einhvern tíma? Vonast eftir svari fljótt. Einn í vafa. --------— Þetta er vissulega mik- ið vandamál. VIKAN reyndi að greiða úr þessu og átti tal af Sveini Sæmundssyni, yfirmanni rannsóknarlögreglunnar hér í borg, en hann kvað þess engin dæmi að menn hefðu beðið um þessa þjónustu og kvað helidur ekki líklegt að hægt væri að veita hana. Svo nú er aðeins um tvennt að gera: Ráða útlendan prívat leynilögreglumann, sem kynni þó vafalaust að vera ýms- um vandkvæðum bundið. Hitt er að taka tæknina í þjónustu sína. Nú eru fáanleg örsmá segulbönd, ÞakkaS fyrir þættina... Það eru alltaf allir eitthvað að nöldra yfir dagskrá Ríkisút- varpsins, þess vegna finnst mér ekki nema sjálfsagt að biðja þig, póstur minn, að koma á framfæri þakklæti fyrir þáttinn hans Svav- ars Gests og þá alveg sérstak- lega fyrir lögin, sem þeir félag- ar úr Fóstbræðrum syngja í út- setningu Magnúsar Ingimars, nefnilega „Fyrr var oft í koti kátt“. Það er hreinasta unun að heyra létt lög flutt á svo smekk- legan og skemmtilegan hátt á þessari öld öskur-apa-hljómlistar. íslenzku sjómannalögin voru svo fjörlega flutt að jafnvel ungling- arnir á heimilinu voru farnir að „taka undir“ með Fóstbræðrum og virtust ekki sakna öskursins hið allra minnsta. Vonandi sjá þeir félagar úr Fóstbræðrum sér fært að flytja meir af slíku. Þá er það líka annar þáttur, sem okkur fertuga fólkinu a.m.k. þykir skemmtilegur en það er þátturinn hans Egils, „Syngjum og dönsum“, því enda þótt mörg okkar séu orðin afar og ömmur þykir okkur nú samt gaman að fá okkur snúning og þá helzt eft- ir rólegri tegundinni af dans- músíkinni. Það er bara þetta, hann Egill mætti tala svolítið minna og spila fleiri lög. Þakka þér svo kærlega fyrir, póstur minn, og segðu honum Jóni Múla að Stefdís biðji kær- lega að heilsa honum og Pálínu frænku. Hún segist vera farin að hoppa fram úr á hverjum morgni klukkan 7. Amma. Hvar er þéringa- línan ... ? Kæra Vika! Ég var að blaða í Vikublöð- um frá síðasta ári og rakst þá á ýmis skrif um þéringar í Póst- inum. Bréf um þetta efni hljóta að vera orðin þér mesta hrell-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.