Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 44

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 44
+ BIÁNA Diana skyrtur eru framleiddar úr Enkalonejni, sem er mjög þœgilegt íveru — Enkalon hindrar ekki eðlilega öndun húðarinnar — Diana skyrtan hefur ósamsettan Truon flibba, sem beldur œtíð sínu upphaflega formi — Diana skyrtuna d ekki að straua. fyrsta íslenzka nælonskyrtan SÖLUUMBOÐ SIMI 221 60 og veran gæti breytzt í ekki- veru. 5) Allar langanir manna og dýra beinast að einhverju sem hægt er að fá. Æðsta þrá manns- ins er heimþráin til hins eilífa og fullkomna, í ríki andans. Hvers vegna ætti þá hin æðsta og ákafasta þrá mannsins að bein- ast að einhverju sem aldrei er unnt að öðlast? 6) Sálin getur stjórnað líkam- anum. Ef sálin er aðeins afleið- ing líkamsstarfseminnar, ef hún er aðeins hljómur af strengjum líffæranna, hvernig gæti hún þá stjórnað líkamanum? Hljómar fiðlunnar stjórna ekki strengjum hennar heldur fiðlarinn sem á þá leikur. Og Plató leggur einnig fram siðferðislegar röksemdir: 7) Hvernig er hægt að fram- fylgja hinu alheimslega réttlæti, nema því aðeins að sálin geti uppskorið það annars heims sem sáð var til í jörðu? f heild sinni eru röksemdir Platós fyrir eilífð sálarinnar svo margvíslegar að nær allt sem um þetta mál hefur síðar verið sagt í bókmenntum Vesturlanda hefur verið sótt í smiðju hans. En Plató bendir á að þessar röksemdir geti ekki eðlis síns vegna verið sama og fullnaðarsönnun, því að hún fæst aðeins með andlegri sýn og innri reynslu. SIÐFRÆÐIN. Siðfræði Platós byggist á frum- myndakenningu hans. Spurning- unni um gildi og tilgang manns- ins er svarað á sama veg og spurningunni um gildi og tilgang lífsins og veraldarinnar: Guð er hið góða, sanna og rétta og full- komnun mannsins er í því fólg- in að öðlast þessa andlegu eigin- leika. Þetta er hið algilda svar sem á jafnt við um einstaklinginn og mannfélagið í heild. Lokatak- mark náttúrunnar er maðurinn og lokatakmark mannsins er guð. Því takmarki nær hann með því að efla skilning sinn, lifa í andlegri fegurð og leysa sál sína frá villu skynfæranna: „Við ættum að fljúga burt frá þessari jörð eins fljótt og við getum, og að fljúga burt er að verða eins og guð“. Fyrr en þess- ari fullkomnun er náð, losnar enginn við jörðina. Fullþroska sál er hin æðstu gæði og um leið mesta hamingja mannsins. — Öll siðfræði miðar að mannrækt. Það sem einkenn- ir mannhugsjón Platós er hóf- semi, hugrekki og vitsmunir: Hin æðsta dyggð andans er rétt hugs- un, hin æðsta dyggð hjartans er hugrekki og hin æðsta dyggð hvatanna er hófsemi. En aðeins æðsti hluti hinnar þrískiptu sál- ar ríkir í hinum fullkomna. Hina tvo óæðri, geð og girndir, á ekki aðeins að hemja, þær eiga um síðir algjörlega að missa vald sitt yfir manninum. Hinn sjáandi andi sálarinnar er forsjón henn- ar allrar, einnig' skaps og hvata. Honum ber því að stjórna, þeim að hlýða boðum hans. Sá einn er þetta gerir breytir viturlega. Skapið hættir þá að stríða gegn andanum og veitir honum aðeins aukinn mátt. Hvatirnar hætta þá að blinda hann og hófsemin ger- ir hann hreinan. Sálin verður fullkomin þegar hinir þrír hlut- ar hennar sameinast í einingu andans. Þá er hið góða orðið eðli mannsins og verk hans geta aðeins verið góð. Sú heimsafneitun og krossfest- ing holdsins, sem hoðuð var af kristinni kirkju á miðöldum sæk- ir hingað rök sín. — Þessi sið- fræði Platós er þó ekki í sjálfu sér meinlætiskenning, sem krefst þess, að maðurinn hafni gleði sinni og afneiti hamingjunni. Þvert á móti telur Plató gleði andans óendanlega meiri ham- ingju en hverfular nautnir hinn- ar lægri náttúru. Maðurinn á ekki að berjast gegn hinu lægra heldur stuðla að birtingu hins æðra. Gleði hvatanna gleymist og hún hverfur af sjálfu sér eins og fölar stjörnur í ljósi morguns- ins, vegna þess að gleði andans er henni margfallt meiri. En þá gleði getur maðurinn ekki þekkt, meðan hann stjórnast af hvötum sínum og þekkir ekkert sælla en veraldlegan hégóma, SXJÓRNMÁL. Maður og ríki eru tvær hlið- stæður. Þekking okkar á mann- inum er röng ef við þekkjum ekki þá heild sem hann er hluti af, — ríkið. Stjórnmál eru því einn veiga- mesti þátturinn í ritum Platós og þau verða hvorki greind frá siðfræði hans né annarri heim- speki. Maðurinn getur ekki þrosk- azt í einangrun, hann nær að- eins tilgangi sínum í samfélagi við aðra menn. Plann getur ekki sigrað sem einstaklingur, — að- eins 1 samvinnu við heildina. Og hinn æðsti tilgangur mannsins er siðferðisleg fullkomnun. Hin fullþroska sál eru hin æðstu gæði lífsins og um leið hin æðsta ham- ingja. Einstaklingurinn verður því að samræma hag sinn hags- munum heildarinnar, því þannig er honum sjálfum bezt borgið. Tilgangur þjóðfélagsins á að vera sá að leiða mannin til þeirr- ar fullkomnunar sem um leið er hin rnesta hamingja. Plató kenn- ir þó ekki að maðurinn sé til vegna ríkisins, heldur þvert á móti, ríkið er til vegna manns- ££ — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.