Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 40
ekki langt að bíða: „Fyrirgefið, herra, en það sem ég þarf að ræða við yður, er mjög áríðandi“. Hann hafði snúið sér að skip- stjóranum, en nú, þegar honum varð litið á Calderstone lávarð, leyndi það sér ekki, að hann mundi ekki setja sig úr færi að vekja athygli stjórnarforseta skipafélagsins á sér, og leggja erindi sitt undir úrskurð hans milliliðalaust. „Hvað er það?“ spurði Black- lock skipstjóri stuttur í spuna. Martin sneri orðum sínum enn að skipstjóranum, þó að honum væri það bersýnilega þvert um geð. „Herra skipstjóri“, mælti hann, „þér sögðuð mér að gera yður tafarlaust viðvart, ef eitt- hvað nýtt gerðist varðandi bryt- ana. Og því miður, tel ég mig háfa ástæðu itl þess“. Hann gerði þögn, og skipstjór- inn, gramur fyrir, varð að stilla sig um að öskra ekki. Ef þeir hefðu verið tveir einir, mundi hann hafa skipað Martin, að koma þessu út úr sér. Þess í stað mælti hann tiltölulega rólega: „Já, einmitt?" „Herra skipstjóri — þér sögðuð mér að setja Swann viðvörun, þegar hann kæmi um borð aftur“. Martin sneri sér að Calderstone lávarði. „Ég ætti ef til vill að taka það fram, að Swann þessi er einn af brytunum. Hann . . . „Ég þarf ekki að vita meira um Swann, en ég þegar veit“, sagði Calderstone lávarður. Og Blacklock skipstjóri var honum innilega þakklátur fyrir það. Martin kom sjálfum sér aftur á lagið. „Ég gerði eins og þér buðuð, herra skipstjóri . . .“ Þetta síendurtekna, „herra skipstjóri", vakti illan grun með Blacklock, „ . . . lét þau boð liggja fyrir Swann, að gera vart við sig hjá Bryce yfirbryta, samstundis. Hann hlýddi því ekki. Þess í stað flæktist hann hingað og þangað um skipið, og lét öllum bjöllu- köllum ósvarað. Loks var mér tilkynnt athæfi hans, svo að ég varð að hefjast handa“. Enn gerði Martin hnitmiðaða þögn til að auka á spennuna. „Eins og á stóð“, sagði hann, að því er virtist hreinskilnislega, „og með tilliti til þess hve mikið var í húfi, þá hefði ég kannski átt að láta það duga að setja honum viðvörun. En mér skildist það á yður, herra skipstjóri, að þér vilduð láta sýna honum í tvo heimana; að hann þyrfti ekki að fara í neinar grafgötur um það, að honum yrði ekki þoluð nein uppivöðslusemi, svo að ég tók það ráð að refsa honum“. „Hvernig?“ „Lækkaði hann í stöðu í bili, eða það má líta þannig á það. Gerði hann bryta hjá undirmönn- unum, herra skipstjóri“. Blacklock skipstjóra brá. Sú brytastaða var með réttu álitin lökust um borð í hverju farþega- skipi. Undirmennirnir voru há- værir í kröfum og engra drykkju- peninga frá þeim að vænta. Það var augljóst að Martin hafði ekki tekið á máli Swanns af neinni lipurð, að ekki væri fastara að orði kveðið. En um leið gætti hann þess líka vandlega að sér yrði ekki gefið það að sök, ef til kæmi. Framhald í næsta biaði. ÆVI PLATOS OG KENNINGAR HANS Framhald af bls. 21. að ræða. Sumir lásu aðeins heim- spekirit Platós sem send voru út meðal almennings til að vekja áhuga á starfsemi skólans aðrir komu og hlýddu á opinbera fyr- irlestra fyrir almenning, og enn aðrir gerðust heimamenn og tóku þátt í hinni innri starfsemi. Plató getur þess í ritum sínum að hann telji hinar munnlegu rökræður veigamestan þátt skólans. Nem- endur og meistari gengu þá um garðinn og brutu sameiginlega til mergjar heimspekileg og vís- indaleg viðfangsefni. Meðal frægustu nemenda skól- ans voru Spenusippos og Xenó- krates, sem báðir urðu forstöðu- menn Akademíunnar eftir daga Platós, og Aristóteles, sem stund- aði hér nám í tuttugu ár áður en hann hóf hið mikla ævistarf sitt. Sagt er að yfir dyrum Aka- demíunnar hafi staðið þessi áletr- un: „Engir nema flatarmálssér- fræðingar eiga hingað erindi“. — Sumir hafa dregið þetta í efa vegna þess að Plató, eins og kunnugt er, hafði lítið álit á stærðfærði. En þessi mótbára er haldlaus. Einmitt vegna þess að Plató lítur á stærðfræðina sem lægsta þeirra hugðarefna sem skóli hans tók til meðferðar er þetta eðlileg lágmarkskrafa um undirbúningsmenntun þeirra sem taka vildu þátt í innri störfum skólans. Ofar stærðfræði taldi Plató stjörnufræði, rökfræði og þó einkum heimspeki. Fyrirlestr- arnir voru öllum opnir. Konur voru þar velkomnar, enda boð- aði Plató jafnan rétt karla og kvenna til menntunar. Eins var útlendingum aðsókn jafn heimil og heimamönnum og öll fræðsla var veitt ókeypis. — Skóli Platós átti sér sína keppinauta, þeirra þekktastir voru: Sofistarnir, sem kenndu ríkum ungmennum mælskulist og málflutning gegn borgun. Skóli ísókratesar var skæður keppinautur og loks áttu ýmsir hugsuðir Aþenu ekki sam- TíikncnluiHn býður upp á fjölbreytt úrval af kápum og kjólum frá dönskum tízkuhúsum. ★ Danskur fatnaður er mjög fallegur og Tízkuverzlunin GUDRÚH öötl... rauðarárstíg i íslenzku kvenfólki. GODRÚN _ VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.