Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 39

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 39
Þú ætíar til útlanda í vertíðarlokin? Já, við hjónin förum til London með Flugfélaginu. Hún til að verzla og ég til að sjá mig um í heimsborginni. Þetta kostar ekkert,Flugfélagið veitir 25 % afslátt, hvorki meira né minna en 3038 krónur fyrir okkur bæði.- Það er lika nauðsynlégt að iyfta sér upp öðru hverju! Leitið upplýsinga um lágu fargjöldin hjá Flugfélaginu eða ferðaskrifstof- unum. að skapi. En ég skil tilgang hans engu að síður“. „Þér gerið það?“ „Já, herra lávarður“, svaraði Tom Renshaw. „Hann er sólginn í að koma aí stað vandræðum, vegna þess að hann hefur alltaf átt í vandræðum sjálfur. Hann er líka með því markinu brennd- ur að það er þýðingarlaust að reyna að mæla hann máli. Lífið hefur reynzt honum erfitt, og svo vill hann koma fram hefndum með því að gera öðrum það sem erfiðast". „Er því þann veg farið?“ spurði Calderstone lávarður af fullri al- vöru. „Það er yrði undarlegt í veröldinni ef við höguðum okkur öll samkvæmt þeirri forskrift. Og að hvaða leyti hefur lífið reynzt honum erfitt, eins og þér orðið það?“ Tom Renshaw lét ekki slá sig út af laginu. „Þér munið hvernig það var upp úr 1930, herra lá- varður?“ „Já, auðvitað“. „Jú, McTeague sleit barnsskón- um í Liverpool þau árin. Faðir hans var atvinnulaus. Hann líka, vitanlega. Ég held því ekki fram, að þeir hafi beinlínis soltið . . .“ „Það svalt enginn", fullyrti Calderstone lávarður. „Nei, en þeir voru margir, sem ekki voru saddir“. „Það voru erfiðir tímar“. sagði Calderstone lávarður. „Mér kem- ur ekki til hugar að neita því. Mörg af fyrirtækjum mínum áttu erfitt uppdráttar, þangað til aft- ur fór að batna í ári. Og hvað um sjálfan yður? Þér hafið varla farið varhluta af örðugleikunum, frekar en aðrir“. ,,Ojæja“, sagði Renshaw. „Þetta bitnaði á okkur öllum“. Calderstone lávarður sat þög- ull nokkra hríð og huldi sig reyk- skýjum. „Kannski við látum hér staðar numið“, sagði hann, án þess að beina því að nokkrum sérstökum. Sneri sér síðan enn að Tom Renshaw. „Ég hef að sjálf- sögðu ekki fataskipti fyrir kvöld- verðinn, ekki fyrsta kvöldið. En ég ætla í bað klukkan sex“. „Sjálfsagt, herra lávarður". „Og þér leggið fram hreina skyrtu, gerið svo vel“. „Já, herra lávarður". „Og þakka yður fyrir upplýs- ingarnar, Renshaw. Þær eru eink- ar þýðingarmiklar". Þegar dyrnar höfðu lokazt á eftir honum, varð nokkur þögn. Svo mælti Calderstone lávarður: „Prýðisdrengur. Fyrsta flokks maður. Kannski ekki nógu ákveð- inn sem trúnaðarmaður stéttar- samtaka sinna. En það er ekki hægt að krefjast alls“. „Fyrirtaksmaður engu að síð- ur“, sagði Blacklock skipstjóri. „Já, hann er það“. Calderstone lávarður reykti af kappi. „Ein- hvern veginn fellur mér þetta ekki“. Það hefði mátt halda að þar talaði annar maður. Öryggið og jafnaðargeðið, sem einkennt hafði rödd lávarðarins og ræðu, virtist allt í einu rokið út í veð- ur og vind. Skipstjórinn kunni betur við hann þannig. Mér fellur það ekki heldur", sagði hann. „Ná- kvæmlega sama sagan og á „Sig- urvon“ í fyrra“. „Já — en „Sigurvon“ lét úr höfn engu að síður“. „Jú, það hafðist". „Alveg rétt. Það hafðist. Og eins fer nú. Þetta skip lætur úr höfn í kvöld, vegna þéss að ég krefst þess, og þér krefjisí þess áreiðanlega iíka, og síðast en ekki sízt má segja, að Bretland krefjist þess“. Það var ekki neinn mælskubragur að þeirri fullyrð- ingu. „Skipið verður að láta úr höfn klukkan sex, hvað sem raul- ar og tautar“. „Að sjálfsögðu er ég yður þar fyllilega sammála, herra lávarð- ur“. Það virðist fyllilega viðeig- andi að bæta við orðunum „herra lávarður" eins og á stóð, og í rauninni hafði Blacklock skip- stjóri ekki fundið hjá sér neina hvöt til þess fyrr. „Gallinn er bara sá, að það er allsendis óvíst að við höfum það í okkar hendi, að mér skilzt“. Calderstone lávarður leit kuldalega á hann. „En því fyrr, sem við höfum það í okkar hönd- um, því betra. Þarna dregur til átaka. Við verðum því að finna einhver ráð til þess að öruggt sé að við höfum betur í þeim átök- um“. Skipstjórinn var að því kom- inn að segja, að enn hefði ekki komið til neinna átaka, en sú fullyrðing var afsönnuð áður en hann fann henni orð. Það var drepið á dyr, Martin áhafnar- stjóri kom inn og af ávarpi hans mátti ráða, að átakanna mundi VIKAN 18. tbl. — gQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.