Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 25
MIÐAÐ VIÐ VERÐ:
★★★★★★★
FRÁBÆR
★★★★★★
MJÖG GÓÐUR
★ *★★* MOSKVITS
★ ★ ★ ★
ALLGÓÐUR
★ ★ ★
SÆMILEGUR
★ ★
VIÐUNANDI
★
LÉLEGUR
Fyrst, þegar þessir litlu, rússn-
esku bílar, komu á markaðinn
hér, kölluðu sumir þá „rúsínur“,
eða .iafnvel „rússínur“. Þetta var
á þeim tíma, þegar ekki var
margra nýrra bíla völ, og því
urðu margir. til þess að fá sér
rúsínu. Ekki leið á löngu, þar
til þser fengu á sig misjafnt orð,
og fáir heyrðust hrósa þeim. En
innflutningshöft voru þess vald-
andi, að bílsoltin þjóð hélt áfram
að flytja inn og kaupa Moskvits,
og eftir árið 1959 fór að koma
heldur betra hljóð í strokkinn.
Og smám saman hafa þeir unn-
ið sér meiri virðingu, og mér
er sagt, að endursöluverð þeirra,
sem var lágt miðað við marga
vestræna bíla, fari nú stígandi
jafnt og þétt.
Það var því fyllilega tímabært
að setjast uþp í einn þessara
bíla og aka af stað í reynsluferð.
Þetta var að vísu bíll frá fyrra
ári, en þessa árs bílar eru að
mestu eins úr garði gerðir, þótt
lítilsháttar útlitsbreytingar hafi
átt sér stað og nokkrar lagfær-
ingar til þæginda. Því miður var
þessi bíll ekki eins vel stilltur
og á hefði verið kosið, en gaf
þó nokkra hugmynd um kosti
hans og galla.
Ef byrjað er á kostunum, verð-
ur fyrst að tala um, hve góður
þessi bíll er í stýri. Stýrið er
létt, svarar vel og þarf ekki mikla
umhugsun. Moskvits liggur ágæt-
lega, en ekki myndi ég fara jafn
hratt í beygjur á honum og mörg-
um öðrum. Á holóttum vegi hef-
ur hann nokkra tilhneigingu til
að sletta til skottinu.
Vinnslan er allgóð. Að minnsta
kosti gerði ég ekki ráð fyrir
henni betri. Þó hefur þessi bíll
líklega ekki afrekað eins miklu
og þeir sem betur eru stilltir.
Sætin í bílnum eru prýðileg.
Að framan bekkur með aðskild-
um bökum, sem hægt er að
leggja aftur í flatsæng. Að aftan
sófi. Gott rúra bæði að aftan og
framan, þótt nokkuð sé farið að
þrengjast, þegar þrír eru komnir
í aftursætið. Hurðirnar eru fjór-
ar og umgangur um þær greið-
ur, læsingamar virðast góðar.
Gluggar allir niðurskrúfanlegir.
Bíllinn er búinn þeim mælum,
sem nauðsynlegir mega teljast,
en fæstir státa af: Hraðamæli,
smurmæli, bensínmæli, hitamæli
og ampermæli. Miðstöðin er
tveggja hraða og hitar vel. Og
loks: Ég fæ ekki betur séð, en
það sé mjög auðvelt að komast
að flestum viðgerðum á Moskvits.
Sumir líta mjög létt á það atriði
og telja það ekki skipta miklu
máli, því góðir bílar eigi ekki
að bila. Þetta heitir að berja
hausnum við stein, því jafnvel
beztu og sterkustu bílar þurfa
endurnýjunar við, og þá er ekki
lítið atriði, að greitt sé að kom-
ast að þeim.
En svo eru líka fáeinir ókostir.
Til dæmis leiðist mér gírkassinn.
Hann er áreiðanlega engin fín-
smíð, þótt hann sé þar á móti
sagður sterkur. Hann framleiðir
leiðindahávaða og hvin — í öll-
um. Þar við bætist, að hann er
ekki samstilltur í fyrsta gír og
svo mikið fyrirtæki að tvíkúplu
honum, að ég reyndi það ekki
einu sinni. Hann á að heita sam-
stilltur á annan, en mér tókst
ekki að skipta honum niður í
annan, svo ekki kæmi skellur.
Enginn skyldi nú taka þessi orð
mín svo, að þetta séu eindæmi
og aðeins vegna þess, að bíllinn
er frá Sovét - - ég man eftir mjög
svipuðum skiptingargöllum á litl-
um brezkum bíl, sem á sívaxandi
vinsældum að fagna.
Bremsur eru mjög þungar og
þurfa átak. Ekki veit ég, hvernig
það verður á nýja bílnum, en
mig minnir, að bremsunum verði
eitthvað breytt á honum frá því
sem nú er. Sömuleiðis á að tengja
kúplinguna við vökvadælu á hon-
um, svo hún vinni léttar, en ég
sé ekki í fljótu bragði, hvað unn-
ið er við það.
Mælaborðið er, sem áður er
sagt, mjög sómasamlega búið
mælum, þótt sá galli sé á, að mæl-
arnir eru merktir með furðuleg-
um táknum. Manni sýndist þó
vandalítið fyrir tæknifræðinga
Sovét að letra tilgang mælanna
á útflutningsbílunum á einhverri
þeirri tungu, sem sæmilega skilst
hérna megin járntjalds — t.d.
ensku. Hins vegar finnst mér
mælaborðið lítið fyrir augað —
borulegt og fátæklegt. Það er
klætt ljótu, brúnu harðplasti
utan um mælana og utan um
hanskahólfið, sem varla tekur
meira en lítið vasaljós. Væri
raunar jafn gott að sleppa því.
Að útliti er Moskvitsinn þokka-
legur bíll, en mér finnst hann
ekki þola að vera tvílitur. Efnið
í honum virðist mér vera svip-
að og gerist, og með þeirri ryð-
vörn, sem hann nú fáer, á hann
ekki að vera ryðsæknari en aðr-
ir bílar. Að innan er hann all
þokkalegur, ef mælaborðið er
undanskilið. Nýju bílarnir verða
með plasttopp, sem var áður tau,
en mér skilzt, að tau verði áfram
innan á huröunum og á sætun-
um. Að vísu er þunnt, glært
plast yfir því, en það kveður
venjulega kóng og prest heldur
fljótlega. Gírskiptingin er á stýr-
inu og var á reynslubílnum held-
ur stirð. Bensíngjöfin er af
gaffaltýpu og þreytandi, þar sem
engan stuðning er að fá við fót-
inn.
Að öllu samanlögðu er niður-
staðan sú, að þetta er heldur
þokkalegur fjölskyldubíll. Hann
er ágætur á vegum úti á 70 km
hraða, en virðist varla þola öllu
meira, ef ekki á að snúa sund-
ur öll járn. Farangursrúmið er
allsæmilegt, en heldur kysi ég,
að lokið næði alveg niður að stuð-
ara, og bríkin þar á milli hyrfi.
Sömuleiðis finnst mér umhendis
fyrir ökumann að þurfa fyrst að
fara út vinstra megin, og opna
afturhurðina hægra megin til
þess að ná í handfangið, sem
farangursrúmið er opnað með, og
enn, að það skuli þurfa að opna
farangursrúmið, til þess að kom-
ast að bensínlokinu, sem þó er
að utan. Þessu má örugglega
koma betur fyrir. Hins vegar er
bíllinn hár til hnésins og kemst
nokk sinnar leiðar og er senni-
lega sæmilega sterkur, og eyðsl-
an er ekki nema um 8 lítrar á
hundraðið — úti á vegum. En
menn skyldu vara sig á því að
ætla að vera fljótir að skjótast
á honum - hann er mesti sleði
á fyrstu metrunum.
Ég minntist áðan á hávaðann
í gírkassanum. Hann er svo
mikill, að ég skil varla, að bíll-
inn yrði háværari, þótt í hann
Framhald á bls. 47.
VIKAN 18. m.
25