Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 43
þrem árum liðnum var málum svo komið, að Díon rak Díonýsíus frá völdum. Þau þrjú ár, sem Díon fór með völd tókst honum þó ekki að sigrast á þeirri mótstöðu sem hug- myndir hans mættu. Óvinir hans fengu loks einn þeirra sem Díon treysti bezt, fyrrverandi nem- anda Akademíunnar til að myrða hann árið 354. Þessi endalok urðu Plató mikið áfall. Hann skrifaði hið sjöunda bréf sitt sem varnar- ræðu fyrir Díon (og sjálfan sig) og gaf enn hinum nýju stjórn- endum heilræði, sem ekki var farið eftir. Plató lézt árið 347 og með hon- um hneig mesti heimspekingur allra tíma. Hann sameinaði á óvenjulegan hátt skarpa rökfasta hugsun, skáldlegt hugarflug og djúpar dulrænar tilfinningar, sem hann tjáði aldrei til fulls: Hnan var heimspekingur og skáld, dulhyggjumaður og rök- fræðingur. Engum heimspekingi á vestræn menning meira að þakka en þessum mikla höfðingja andans. Áhrifum hans lýsir einn mesti hugsuður 20. aldar, A. N. Whitehead, með þessum orðum: „Saga vestrænnar heimspeki frá 5. öld f.K. til þessa dags er ekkert annað en neðanmálsskýringar við heimspeki Platós“. SÁLFRÆÐI PLATÓS í mannssálinni eins og heims- sálinni sameinast hinir dauðlegu og hinir eilífu eðlisþættir lífsins. í sínu rétta og eilífa eðli er sálin þó ein og óskipt. Þannig er ástand hennar þar sem hún dvelur í himnaríki frummyndanna áður en hún íklæðist jarðneskum lík- ama og þannig verður ástand hennar eftir að hún hefur losn- að úr fjötrum efnisins. Eftir að hún er borin til jarð- arinnar sameinast hún hins veg- ar stundlegum eðlisþáttum sem hæfa jarðneskri tilveru hennar, en þeir eðlisþættir verða aldrei gæddir eilífðareðli, þeir skapast og eyðast eins og allt í veröld fyrirbrigðanna. Þessi tvíhyggja er beint framhald af þekkingar- fræði Platós þar sem greint er milli skoðana, sem byggjast á skilningarvitunum og sannrar þekkingar sem bvggist á andlegri sýn sálarinnar. Öll snör þekking manna að dómi Platós er aðeins endurvakning þess sannleika sem sálin þekkti í fyrri tilveru er hún bjó á himni sínum. Þegar Plató ræðir um þrískipt- ingu sálarinnar á hann eingöngu við það ástand sem hún er í með- an hún er háð hinni lægri náttúru þessa heims eða annars, -— ástand hinnar ófrjálsu sálar, sem háð er endurfæðingum. Lægstu eðlisþættir sálarinnar eru girndir. Kynnautn, fégræðgi og óhóf í mat og drykk er æðsta gleði þess manns sem stjórnast af skynfýsn. Ofar girndum taka við þeir eðlisþættir, sem Plató nefnir einu nafni skap. Það er millistig milli skilnings og girnda, sambland vilja og tilfinninga, sem sagðar eru eiga aðsetur sitt í hjarta mannsins. Þessir eðlisþættir eru metnaður hugrekki, heilög vand- læting og réttlát reiði. Gleði þess manns sem stjórnast af þessum þáttum sálarinnar er að klifra virðingarstiga mannfélagsins og njóta viðurkenningar fjöldans, vera frægur og heiðraður af þjóð sinni. Æðsti og innsti kjarni sálar- innar, og sá eini sem gæddur er eilífðareðli er skilningurinn, hin andlega sýn. Sannleikurinn, hin sanna þekking er aðeins eign þessarar hreinu sálar. Aðrir eig- inleikar sem Plató eignar hinni eilífu sál eru göfgi, auðmýkt og lotning. Hin æðsta gleði þess manns sem lætur stjórnast af þessu innsta eðli sínu er skiln- ingsgleði og sköpunargleði. Tak- mark mannsins er að lúta þessu æðsta eðli og lifa hvorki í fortíð, nútíð eða framtíð, heldur í eilífð. Þessi þrjú svið, girndir, skap og skilningur, blandast að nokkru saman, en þó getur aðeins eitt verið hið ríkjandi afl í sál manns- ins hverju sinni. Eins og fyrr segir kennir Plató, að sálin eigi sér fortilveru og lifi eftir líkamsdauðann. Þetta verður ekki sannað á grundvelli efnislegra vísinda, vegna þess, að í veröld efnisins geta ekki verið til neinar fullnaðarsannanir um eðli andans. Sanna þekkingu öðl- ast menn aðeins fyrir andlega innri reynslu. Sarnt leiðir Plató fram margvísleg rök fyrir eilífð- areðli sálarinnar. Fyrst teflir hann fram tveimur „epistemó- lógiskum“ röksemdum: 1) Við getum aðeins skilið það eitt, sem á sér einhverja hliðstæðu í okkur sjálfum. Sálin getur að nokkru leyti a.m.k. skilið hinn eilífa anda. Hún getur skilið hin- ar eilífu og hreinu frummyndir í ríki andans. Sálin hlýtur því að einhverju leyti a.m.k. að vera eins og þessar frummyndir, það er að segja, hrein og eilíf. 2) Við búum yfir þekkingu sem er óháð skynjun okkar og skilningarvitum. Minni sálarinn- ar, vitað og dulvitað, og þekking sem hún getur ekki hafa aflað sér í þessu lífi, sannar fortilveru hennar, að dómi Platós. — Og hvers vegna skyldi hún þá ekki lifa eftir líkamsdauðann? Þessu næst leggur Plató fram meta- fysiskar röksemdir: 3) Hin hreina og frjálsa sál mannsins er ein og óskipt. Henni verður ekki deilt í mismunandi hluta. Hún verður því hvorki sköpuð með samsetningu né verð- ur henni eytt með upplausn eða sundurgreiningu. Hún getur því hvorki skapazt né eyðzt og er því eilíf. 4) Veran getur aldrei breytzt í ekki-veru. Sálin er uppspretta og undirstaða lífsins. Hún er því sjálfur kjarni verunnar. Það væri mótsögn að ætla að sjálf upp- spretta lífsins gæti orðið dauði, OMG K*K Helldsölubirgdir: Sími 11400 EGGERT KRISTJANSSON & CO HF VIKAN 18. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.