Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 29

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 29
DÝR NÆTURINNAR Framhald af bls. 13. fara að æða á eftir henni, þegar mér datt allt í einu annað ráð í hug, og sneri við að borðinu þar sem Doddi og Gunna sátu og bað hana að dansa við mig einn dans. Doddi ætlaði að fara að rjúka upp með kjaft, en ég stillti hann af og slapp með Gunnu út á gólfið. „Þekkirðu þessa nýju?" surði ég. „Þessa í pilsinu? Nei, ég hefi engan áhuga, góði. Hilli má alveg eiga hana fyrir mér. Mér er skít- sama". „Nú . . .? Ég hef nú frétt annað. „Hvað þá?" ÞAÐ ER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Óskadraumurinn við heimasaum Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir við allra liæfi. Verð kr. 550.00 m/klæðningu kr. 700.00 Biðjið um ókeypis leiðarvisi Fæst í Reykjavik hjá: Dömu- & fierrdbáðinni Laugavegi 55 og Gísia Marteinssyni Garðastræti 11, sími 20672 „Hilli var að gorta af því um daginn, að þú værir kolvitlaus í sér, en að þú værir ónothæf nema með hauspoka". „Sagði Hilli það?" „Já, ég man ekki betur". „Mér hefur nú fundizt hingað til að hann hefði áhuga fyrir öðru en andlitsfegurðinni einni saman. Léztu hann komast upp með að segja þetta, eða hvað?" „Nú, ég gat auðvitað ekkert gert, því ég vildi ekki láta hann vita að það væri neitt á milli okk- ar". Ég sá að skvísan var komin inn aftur og farin að dansa við Palla í Sumarhúsum, svo ég vissi að Hilli mundi ekki ná strax í hana aftur. En ég var ekkert hrædd- ur við Palla, því ég gat stungið honum í vasann hvenær sem var. Ég flýtti mér að losa mig við Gunnu og labbaði út á hlað, þar sem ég sá Hilla úti við vegg að reykja. „Ég veit ekki hvað ég á að gera við hann Dodda", sagði ég við hann. „Hann er orðinn svo full- ur, að ég verð að reyna að koma honum heim, en hann hreyfir sig ekki á meðan Gunna er hjá hon- um. Þú ættir nú að skreppa inn og dansa einn dans við hana á með- an ég reyni að liðka hann til". „Djöfullinn, ég nenni því ekki", ansaði Hilli. „Ég hef allt öðrum hnöppum að hneppa". „Blessaður láttu ekki svona út af þessari Keflavíkurgæru. Doddi kannast við hana að sunnan og segir að hún liggi undir hverjum sem er. Reyndu heldur að hjálpa mér að koma honum heim fyrst, það tekur enga stund". „Ókey, sama er mér", sagði hann, slökkti í sígarettunni og labb- aði inn. Ég fylgdist með því hvað gerð- ist, þegar hann gekk að borðinu til þeirra, og ég þurfti ekki lengi fyrr en varði voru þeir komnir i hár saman, því Gunna hafði auð- vitað kjaftað öllu í Dodda. Áður en ég gat talið upp að fimm hafði Doddi gefið Hilla svo duglega SH: á kjaftinn, að hausinn á hon- um snaraðist aftur á bak. Síðan fylgdi búkurinn eftir, fæturnir lyftust frá gólfinu. Svo skall höfuð og herð- ar í gólfið, síðan bakið, og rassinn og loks fæturnir. Hilli lá grafkyrr. Það varð þytur í salnum. Hofs- bræður hættu að spila, og dansend- urnir þyrptust utan um Hilla og Dodda. Doddi stóð enn með kreppta hnefana við borðið og starði á and- stæðing sinn. Það var kurr í saln- um, en enginn gerði neitt. Olafur í Skarði, sem fyrir nokkrum árum var þjálfaður í að líta eftir á böllum, tvísté aftast í hópnum og reyndi að skyggnast yfir á atburðasvæðið. Allt í einu kom hreyfing á mann- fjöldann. Sú úr Keflavík kom í sal- inn. Hún bar höfuðið hátt, hnarreist eins og stóðhryssa. Andartak stóð hún kyrr í dyrunum. Svo gekk hún yfir gólfið að þvögunni, sem laukst þegar upp fyrir henni. Hún fór rak- Hrein frísk heilbrigö húö Hoilbrigð húS í 4 nllll&i! Finnst yður það ekki vera athyglisvert, að Nivea skuli vera iafn vinsœlt og nýtízkulegt og fyrir 50 árum. há uppgötvuðu vísindameon Ezurit, sem gerði það mögu- legt, að næra húðina með fitu og raka. Fegrunarsérfræðingar segja f dag: Nivea getur olls ekki verið betrd, hvort sem um er að ræða Nivea- creme eða hina nýju Nivea-milk. Og reynsla hinna mörgu millióna sem nota Nivea sýnir það daglega: Sá, sem snyrtir húð sfna reglulega með Nivea, heldur henni hrelnnl, ferskri og heilbrigðri. HIVEA\hivea i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.