Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 16
Nicholas Monsarrat tryggði frama sinn sem rithöfundur með útkomu bókarinnar „Brimaldan stríða“ 1951, og sem komið hefur á íslenzku. Þessi saga um tvö brezk skip og áhafnir þeirra í síðasta stríði, vann þegar í stað viðurkenningu um allan heim. Þrettánda bók Monsarrats, „Sæmi- legt dagsverk“ birtist hér í saman- þjöppuðu formi. Þekking Monsarrats á sjóntim og þeim, sem hann sigla, varð honum til að mestu í styrjöldinni, er hann var í brezka sjóhernum og stjórnaði kor- vettu og tveim freigátum. Hann rit- aði fjórar bækur, sem byggðust á eig- in reynslu, þar á meðal „H. M. Cor- vette“, og sögun.a „Leyfi afturkallað.“ Árið 1946 hóf hann störf hjá brezka ríkinu í Suður Afríku, en þar aflaði hann sér sögusviðs um baráttu frum- stæðra þjóðflokka gegn nýlendustefn- unni, „The Tribe That Lost Its Head“. Monsaarrat, sem nú er 53 ára gam- all hefur búið í Ottawa síðan 1953. Loftur Guðmundsson þýddi. SÆMILEGT DAGSVERK Saga eftír Monsarrat - Fyrrí hluti Höfnin í Liverpool nýtur sín aldrei sem bezt í rign- ingu; þennan dag, þegar dropaflyksurnar duttu gegnum myrk reykskýin, sem grúfðu yfir Merseyfljótinu, foss- uðu í lækjum niður af sótugum þökum vörugeymslu- húsanna og mynduðu loks blakka sótpolla og tjarnir eftir hafnarbakkanum endilöngum, gat þar ekki ömur- legra orðið. Blacklock skipstjóri starði út um kýraugað og hugsaði sem svo, að það væri gott að vera að fara héðan. Það var helzti kosturinn við Liverpool þegar á leið lang- an og ömurlegan brottferðardag. Og jafnvel það var óvíst; enginn gat sagt um hvort þetta yrði brottferðar- dagur, eða brottförinni yrði frestað á síðustu stundu og ekkert nema erfiði og tap. Hope skipafélagið bjó vel að skipstjórum sínum. Þeir þar gerðu sér fulla grein fyrir því, að umsjón, eftirlit og öll stjórn á 25.000 lesta skipi, sem kostaði átta milljónir sterlingspunda, þurfti að vera í góðum höndum, spöruðu sér því ekkert ómak við að finna þar til hæfan mann og hafa hann ánægðan. Vistarvera skipstjórans um borð í „Góðvon“ sýndi að þeir skildu nauðsyn þess, að sá, sem ábyrgðina og erfiðið hvíldi á öðrum fremur, nyti allra þæginda. íbúð skipstjórans var rúmgóð, svefnherbergi með baðklefa, dagstofa með vínskenk, útvarpsgrammófónn af fullkomnustu gerð, mjúk ábreiða á gólfum veggja á milli; búrklefi, þar sem halda mátti matnum heitum og drykkjunum köldum. Og þar sem þeir bjuggu á allan hátt sem bezt að hon- um, kröfðust þeir líka í staðinn fullkomnustu sjó- mennsku, fyllsta skilnings á starfinu, árvekni og skyldu- rækni. Það var eins og þeir hjá Hope skipafélaginu segðu: Vér önnumst óaðfinnanlega um yður, þér ann- izt um skip vort, farþega og orðstír allan. Hann vissi líka vel til hvers var ætlazt af honum. „Góðvon" lagði honum 25,000 smálestir af áhyggjum og erfiði á herðar; láta úr höfn á ákveðinni stundu, leggjast að hafnarbakka í New York eftir átta sólar- hringa siglingu án þess nokkuð hefði tafið eða nokkuð það gerzt, sem valdið gæti óæskilegu umtali, og að eigendunum yrði gróði af hverri ferð. Blacklock skipstjóri hafði þetta allt í huga, þar sem hann sat við skrifborð sitt og athugaði skjalahlaðann, sem var óhjákvæmilega fylgifiskur í hverri ferð. Þetta var sá glæsilegasti skipstjórnarklefi, sem hann hafði enn haft til umráða og „Góðvon“ glæsilegasta skipið, sem hann hafði enn stjórnað; en hann vissi líka að hann átti það í og með einskonar heppni sinni að þakka, farmannsheppni mátti víst kalla það. Hann var fjörutíu og sex ára, þreklegur og sterkbyggð- ur og hafði brotið sér leið með dugnaði og áræði. Hann hafði lengi verið í þjónustu Hope skipafélagsins, það var sé^ um að væntanlegir skipstjórar þess fengju sem fjölbreyttasta starfsreynslu, áður en þeim var falin stjórn á einhverjum =f hinum stóru farþegaskipum þess. Síð- ustu fimm árin hafði Blacklock verið fyrsti stýrimaður á einu af systurskipum „Góðvonar", og síðan var honum, samkvæmt ófrávíkjan- legum reglum Hope skipafélagsins, fengin stjórn á einungis meðalstóru flutningaskipi, sem sigldi um Norð- ur-Atlantshaf og var sextán sólar- hringa í hverri ferð. Ef ekki hefðu þrír óvæntir atburðir gerzt, þá væri hann enn í þeirri stöðu og engar líkur fyrir neinni forfrömun í bráð. Síðasta mánuðinn hafði einn af skipstjórum félagsins látizt, annar hlotið mjaðmarbrot á dansgólfi í öldugangi, en sá þriðji verið fluttur í sjúkrahús, og benti allt til að hann þjáðist af banvænu krabba- meini. Þar með hafði allt forfröm- unarkerfið allt í einu riðlazt; þrjú stærstu farþegaskipin, sem félagið átti í förum um Norður-Atlantshaf skipstjóralaus. Blacklock var yngst- ur þeirra þriggja að starfsaldri, sem til greina komu, og því sat hann nú í skipstjórnarklefanum um borð í „Góðvon“, fimm árum áður en hann hafði nokkurn rétt til að gera sér vonir um, og undirbjó brottför fyrsta skipti. Áætlunin sýndist nógu einföld, á pappírnum, engu að síður virtust örðugleikar á framkvæmd hennar margfaldast eftir því, sem hún var athuguð nánar. „Góðvon“ varð að láta úr höfn í dag — í rauninni innan tveggja klukkustunda, til að komast út úr mynni Merseyfljótsins á flóðinu klukkan sex. Og að lokinni siglingunni yfir Atlantshafið, veitti áætlunin ekki nema þrjátíu og sex klukkustunda frest til að koma far- þegunum í land, afferma fjögur þús- und smálestir af ýmiskonar flutn- ingi, búa allt undir fyrstu skemmti- siglinguna suður í Karibeahaf og láta úr höfn. Það var býsna margt, sem gengið gat úrskeiðis. Skipið gat hreppt mót- byr yfir Atlantshaf, seinkað um eitt eða jafnvel tvö dægur; veðurspá- in lofaði ekki sérlega góðu. Heyrzt hafði að verkföll mundu í aðsigi í New York og þá gat svo farið, að aðstoðar dráttarbáta nyti ekki við að leggja skipinu að hafnarbakka. Það gat líka seinkað affermingu og tafið flutning nýrra vista og annarra birgða um borð. Bráðust var þó sú hætta að brottförin frá Liverpool tefðist, reyndist eitthvað hæft í þeim orðrómi, að brytarnir hyggðust ganga í land. Því seinna, sem lát- ið yrði í haf, seinkaði komu skips- ins til New York og yrði þá að af- lýsa skemmtisiglingunni. Skemmtisigling var gróðafyrir- tæki, aflýst skemmtisigling hafði ófyrirsjáanlegt tap í för með sér. Færi allt eins illa og farið gat, mundu farþegasiglingar Blacklocks skipstjóra byrja þannig, að þess yrði æ síðan minnzt sem varnaðarvítis í sögu félagsins. Slíkt væri órétt- látt, en það var tekjuskatturinn líka, viskýverðið og kenningin um erfða- syndina. Og þó var það ekki þetta, sem Jg — VIKAN 18. tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.