Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 48
— Hvernig þá? — Hvernig tókst þér þetta? Hvernig í ósköpunum tókst þér að koma þessu svona snyrtilega fyrir? — Góði maður, það kom hara skyndileg vindkviða, og ráin skall á Annabelle og henti henni útbyrðis. ■— Hún datt þá bara af tilviij- un? —- Auðvitað. — Jæja, sleppum þessu, sagði Mr. Pimm, og það var skiln- ingsríkur glettnisglampi í aug- um hans. — Ég er harðánægður með þig. Þú hagaðir þér eins og sannur herramaður. —- En góði Mr. Pimm, þetta var slys. — Dásamlegt. Einstaklega vel gert. Mér hefði sjálfum aldrei dottið þetta í hug, en hugmynd- in er góð, við verðum að muna eftir þessu næst. Það er einmitt eitthvað slíkt, sem oft þarf til þess að reka rembihnútinn. Loka- átakið, sem vinnur hug og hjarta ungfrúarinnar. Henri sagði gramur: — Ég lét ekki Annabelle steypast í sjóinn viljandi. — Svona, svona drengur minn, látum nú ekki svona. Þvílíkt gæti aldrei gerzt af einskærri til- viljun. Ég veit mínu viti. Það þarf að beita klækjum til þess að gera slíkt vel úr garði. Ég segi það satt, sagði Henri stundarhátt, — þetta var slys. — Jæja, jæja, við skulum ekki vera að rífast um það, þá var það slys. En einstaklega faglegt slys, mjög snyrtilega framkvæmt. Og ég óska þér innilega til ham- ingju, kæri vinur. Henri ætlaði enn að fara að malda í móinn, en Mr. Pimm rétti upp höndina honum til við- vörurnar. Það heyrðist fótatak úti í fordyrinu, og Peggy og Green komu inn. Það var augljóst, að þetta at- vik hafði tekið af allan grun. Green blandaði Henri sterkan kokkteil, og Peggy lét hann segja sér alla söguna á ný. Loks sagði Green, að tími væri til þess kom- inn, að þeir léku golf saman; var Henri ekki góður golfspilari? Innan stundar birtust Matilda frænka og Annabelle, og þau gengu saman að kvöldverðar- borðinu. Þegar þau settust, tók Henri eftir því, að Annabelle var enn undarlega þögul. Og hann sá enn þennan einkennilega glampa í augum hennar, þegar þau horfðust í augu. Eftir kvöldverðinn fór Henri með Annaeblle út í garðinn, og þau settust á bekk við sundlaug- ina. Nóttin var hlý og stjömu- björt. Eftir langa þögn sagði Henri: — Mér er næst að óska þess, að við hefðum aldrei kynnzt. Honum var rammasta alvara. — Eða þá, að . . . hann hikaði við, — að Mechlenstein-nafnið væri einhvers virði. Annabelle hvað er að, hvers vegna ertu svona raunamædd? Annabelle sagði: — Ég er að hugsa um það, hvernig maður þú sért. Kannski er ég líka að óska þess með sjálfri mér, að þú gætir gengið með hatt eins og Hinrik áttundi og borið fáika á úlnliðnum. —■ Ég er ekki viss um, að ég skilji, hvað þú átt við. Nú er ég bara að velta því fyrir mér, hvers vegna þú hefir verið svona. Annabelle sagði: — Segðu mér aðeins eitt. Kemurðu alveg heið- arlega fram við mig? Eftir langa þögn sagði Henri: — Já. Og ég veit svei mér ekki, hvað ég get gert við því. — Ekki ég heldur, sagði Anna- belle. — Farðu heim, Henri, gerðu það fyrir mig. — Ef þú vilt. — Ég skal segja þeim það inni. Svo sjáumst við á morgun. Ef þú vilt, skaltu koma um ellefu leytið. Þegar hann kyssti hana góða nótt, endurgalt hún ekki koss hans. Matilda frænka og Green heyrðu hann aka á brott og veltu því fyrir sér, hvers vegna Anna- belle hefði ekki sagt þeim, að hann væri á förum. En þeim þótti þó sennilegra, að þau hefðu ekið saman út í nóttina. Henri fór alla leið til Antibez á leiðinni heim og lagði bílnum við vegarbrúnina. Hann gat ekki gleymt því sem Annabelle hafði sagt um fálkann. Eitthvað, hann vissi ekki hvað, hafði komið fyr- ir hana þar sem hún svamlaði í sjónum fyrr um daginn. Nú, það hafði líka eitthvað komið fyrir hann, og nú var tími til þess kom- inn að hann gerði það upp við sig, hvað hann ætti að gera. Hann varð að geta horfzt í augu við Annabelle. Það þýddi ekki að dylja þetta allt fyrir henni leng- ur; fyrir aðeins mánuði hafði til- hugalífið og giftingin samkvæmt reglum Pimmsa gamla hljómað svo dásamlega, en ekki lengur. Gifta þær fyrst, það var regla Pimms: Vera góður eiginmaður, sýna konunni hollustu, vera góð- ur og skilningsríkur; umfram allt að vera fyrirmyndar eigin- maður, en giftast þeim fyrst. Að segja konu sannleikann var það versta, sem maður gat gert. Og enn var ein ófrávíkjanleg regla, sem Pimm hafði sett „starfsmönnum“ sínum: Ekkert spillir jafn mikið fyrir hamingju- sömu tilhugalífi og ást, og það, hugsaði Henri, var einmitt það sem hann var gripinn nú; þess vegna yrði hann að segja strax skilið við Pimm. Þess vegna varð hann að segja Pimmsa allt af létta áður en hann sæi Annabelle á ný; hjá því varð ekki komizt. Nú, það var ekki annað að gera en að sýna festu og einbeitni. Hann ætlaði að segja, að héðan í frá tæki hann ekki þátt í þess- um skrípaleik. Hann væri búinn að fá nóg. Hann ætlaði að fara eigin leiðir. Hann hefði alls ekki í hyggju að hverfa frá henni; hann ætlaði að kvænast henni, hvað sem fyrir kynni að koma, en ekki fyrr en hann hefði sagt henni alla söguna. Og hann skyldi hafa svar á reiðum höndum við öllu því, sem Mr. Pimm hefði til málanna að ieggja. Hann var inni- lega ástfanginn í Annabelle. Hann sat og velti því fyrir sér hvort hann ætti að fara aftur til Cannes, bíða eftir Mr. Pimm og ljúka þessu af þegar í stað, eða bíða til morguns. Eftir tvær síg- arettur í viðbót ákvað hann að gera það næsta morgun, og síð- an lagði hann af stað til Nice. Julian heyrði barið léttilega að dyrum í íbúðinni sinni. Þegar hann sá Annabelle í dyrunum sagði hann: — Halló, hvað er nú? — Leystu mig nú einu sinni enn út, Julian. Bara í þetta skipti. — Komdu inn og segðu mér hvað að er. — Ég vil frekar fara eitthvað. Gætirðu náð í bílinn án þess að heyrðist til okkar? — Ef ég ýti honum svolítið niður innkeyrsluna þá rennur hann sjálfur alla leið niður til Cannes. — Komdu þá. — En, vina mín, sagði Julian, — heldurðu að það sé vert. Væri ekki réttara að trúa vöðvabúnt- inu, þessum erkihertoga fyrir þessu. — Nei, nei, þú mátt ekki bregðast mér núna. — Jæja, ég ætla bara að ná í jakkann minn. Þegar þau voru lögð af stað, sagði Julian: —• Hvert eigum við nú að fara, Beaulieu aftur? — Við skulum fara í hina átt- ina svona til tilbreytingar. — í áttina til St. Tropez? — Já, en við þurfum ekkert að aka langt. Eigum við ekki að fara til St. Raphaél. í St. Raphaél lögðu þau bílnum við brimgarðinn við höfnina. Það sást ekki gára á bátalæginu, og niðri við ströndina spegluðust ljósin í sjónum. Tónlist barst til þeirra úr 'fjarlægð frá veitinga- húsi handan flóans. Það bærðist ekki hár á höfði þeirra. Annabelle sagði: — Svo ég bað Henri að fara heim og kom beint út í bílskúrinn til þín. Julian sagði: — En ég skil ekki ennþá hvers vegna. — Mér fannst einhvern veginn allt vera að fara í handaskolum. — Segðu mér nú allt af létta, Annabelle. Þykir þér vænt um þennan Grúnewald eða ekki? Framhald í næsta blaði. Hin þekktu og vinsælu, amerísku RCA sjónvarpstæki - er val hinna vand- látu. RCA sjónvarpstækin eru bæði fyrir Ameríku og Evrópu kerfin. Eins árs ábyrgS á myndlampa. Georg ámundason — Laugavegi 172 ^g _ VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.