Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 46
valdamenn og leiðtogar þjóð- félagsins valdir. í tíu ár á þessi hópur að brýna stál viljans, efla siðferðisþrek og hugrekki og hon- um er ætlað að fullkomna þekk- ingu sína á hinum 5 vísindagrein- um og að skilja þessi fræði sem eina samræma heild. Að þessum 10 árum liðnum fer enn fram nýtt val. Hinir tregari hætta námi og gerast opinberir starfs- menn ríkisins. Hinir nýju úrvalsmenn eru þeir einu sem teljast færir um að stunda hina eiginlegu heim- speki. Plató segir: ,,í dag eru þeir, sem þessi fræði stunda stráklingar, naumast komnir af barnsaldri. Þeir fást við heim- speki, áður en þeir hafa num- ið einföldustu hluti, og hætta við hana aftur jafnskjótt og þeir þurfa að glíma við hin erfiðustu vandamál hennar. Samt eru það þessir menn sem þykjast útlærð- ir heimspekingar. Síðan þykjast þeir vinna mikil afrek með því að sækja heimspekifyrirlestra, sem þeim er boðið að hlýða á. Þeir halda að heimspeki sé að- eins tómstundagaman. Þegar þeir eldast slokknar ljós þeirra flestra eins og sól Herakleitosar, — og meira en það, því að eldur þeirra kviknar aldrei að nýju“. — Þann- ig getur heimspeki aldrei orðið eign fjöldans, heldur aðeins fárra útvaldra. Þetta heimspeki- nám eiga hinir útvöldu að leggja stund á frá 30--35 ára aldurs. Eftir það eru þeir settir í skóla reynslunnar og næstu 15 árin verða þeir að sanna gildi sitt og getu með starfi í þjónustu mannfélagsins í stríði og friði þar sem reynir á mannvit og þekkingu, hugrekki og siðferðis- styrk. í eldi þessa lokaprófs sést hvað er gull og hvað er hinn óæðri málmur. Þeir einir, sem standast þetta próf eru hinir end- anlegu útvöldu leiðtogar ríkisins, heimspekikonungarnir eins og Plató nefnir þá. Eftir fimmtugt stunda þeir eingöngu hin æðstu fræði, unz kall þeirra kemur og þeir taka að sér hin þýðingar- mestu stjórnarstörf í þágu ríkis- ins. Heimspekikonungurinn er eins og hinn frelsandi bandingi í sögu Platós um hellisbúana. Hann hef- ur yfirgefið skuggamyndir hellis- ins og er kominn upp til Ijóssins. En ríkið, sem annaðist uppeldi þeirra og kom þeim til þroska á rétt á leiðsögn þeirra. Þeim ber því siðferðjaleg skylda til að halda aftur niður í hellinn til hjálpar meðbræðrum sínum og að vísa þeim veginn frá myrkri til meira ljóss. Allur tilgangur mannsins er að þroska sál sína og stefna að því að hún verði fullkomin eins og frummyndirn- ar í ríki andans. Heimspekikonungurinn gegnir hlutverki spámanns sem gefur sig heilan og óskiptan að þessari köllun sinni. Hann afsalar sér fjölskyldu og heimili. Hann má ekki einu sinni snerta gull eða silfur og hann afsalar sér öllum eignum, en ríkinu ber að sjá fyr- ir þörfum hans. Hann verður al- gjörlega að snúa baki við verald- legum hégóma og halda fast við köllun sína. Hann má aldrei missa sjónar á hinu æðsta tak- marki lífsins, að lifa ævintýrið mikla, — hinn andlega veru- leika. Ríki Platós er draumur um nýtt og fullkomið þjóðfélag. Plató vissi sjálfur að sá draum- ur gat aldrei rætzt að fullu. Enn hefur „heimspekikonungur" Platós aldrei stjórnað ríki á jörðu hér. Og slíkir vitringar geta naumast orðið til meðal manna, þar sem vizkan er að sögn Platós eign guða fremur en manna. Plató skrifar síðar aðra bók „Lögin“, sem er endurskoðun á kenningum hans í „Ríkinu“. Þar bendir Plató á að alræðis- vald sé svo fjarlægt eðli manns- ins að sá sem með það fer hljóti að bíða tjón á andlegri heilsu sinni. Þar bendir hann á að vin- átta og frelsi sé ekki síður mikil- vægt en köld skynsemin: Allir borgarar eiga að njóta frelsis og taka þátt í stjórn ríkisins. í „Lög- unum“ fellst Plató á að allir menn megi eiga jarðeignir en er enn sem fyrr andvígur auðsöfn- un og fésýslu: Kaupmennska á að vera í höndum þræla og út- lendinga. Fjölskyldan er í „Lög- unum“ orðin viðurkennd stofnun. Hafa verður í huga, að ríki Platós er miðað við lítið borgríki og ýms stefnumál hans voru þegar komin í framkvæmd í Spörtu á hans tíð. Það er því ekki hægt að líta á þúsundáraríki Platós sem loftkastala eða draumóra. Margar af hugmyndum hans hafa verið reyndar og þær sem aldrei hafa verið nema hugsjón eru eigi að síður í fullu gildi. Hugsjónir um fullkomnun hefur orðið mönnum stjarna til að stýra eft- ir, — jafnvel þótt takmarkinu hafi aldrei verið náð. STAÐA PLATÓS. Viðfangsefni Platós er að end- urskapa alla heimspeki samtíðar sinnar og fortíðarinnar í eitt voldugt kerfi og sameina það sem virðast andstæð sjónarmið og lyfta þeim um leið í æðra veldi: í frummyndakenningum sínum fylgir hann kenningu þeirra sem álýta að tilveran sé andlegur veruleiki — hugur og hugmyndir (idealismi). Heimspeki Platós er realismi að því leyti, að þar er haldið fram að til sé veröld ofar hlut- veruleikanum óháð hugsun eða skynjun. Heimspeki Platós er rational- ismi að því leyti, að kennt er að andi mannsins geti þekkt raun- veruleikann án skynjunar skiln- ingarvitanna. Gildi skilningarvit- anna og jarðneskrar reynslu ligg- ur hins vegar í því að vekja gleymda eða dulvitaða (a priori) þekkingu sálarinnar. Heimspeki Platós er algerlega andstæð materialisma, þeirri kenningu að efnið eitt sé veru- leiki og allt sem til sé megi skoð- ast sem efnislegt form. Efnis- heimurinn er í heimspeki Platós aðeins skuggi hins andlega veru- leika. Heimspeki Platós er Phenom- enalismi að því leyti að hinn sýni- legi heimur er þar sagður ann- að en hinn raunverulegi heimur. Heimspeki Platós er panþe- ismi sem kennir að guð sé í öllu. Heimssálin er sögð í öllum hlut- um og allt er birting guðdómsins sem öllu stjórnar. Hins vegar er kenning Platós um skaparann (Demiurge) þeismi, (guðstrú) en hann má sennilega skoða sem skáldlega túlkun guðdómsins í gervi persónulegs guðs. Veröld Platós er yfirskilvitleg, þar sem hún kennir að hinn raun- verulegi heimur verði ekki skynj- aður með skilningarvitunum, en veruleikinn er lika í „efninu" og í veröld skynfæranna, þar sem heimssálin er sögð fylla allt rúm- ið. Heimspeki Platós er öll miðuð við að lífið og allt í tilverunni hafi ákveðinn tilgang, stefni allt til guðdómsins („frummynd hins góða“). Heimsepki Platós er nefnd dualismi þar sem hann kennir FRAMUS er frábær EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: HLJÓÐFÆRAVERZLUN SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR Vesturveri — ASalstræti 6 — Sími 11315. — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.