Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 47
að tilveran sé bæði „efni“ (eða öllu heldur rúm) og andi. 'Siðfræði Platós er andvíg Hedonisma, þeirri kenningu að allt sé rétt sem eykur vellíðan og hamingju manna. Siðfræði hans miðast við það að maðurinn þekki sjálfan sig, sitt innra guð- lega eðli og sú leið krefst einnig fórna, ögunar og sjálfsafneitun- ar. Kjarninn í stjórnmálakenningu Platós er sá, að hin bezta stjórn sé sameining lýðræðis og ein- ræðis, þar sem stjórnvizka og frelsi haldast í hendur. Áhrif Platós ó menningu Vest- urlanda stafa ekki hvað sízt af því, að heimspeki hans sameinað- ist boðun kristindómsins meðal Grikkja og Rómverja. Boðendur fagnaðarerindisins fundu í smiðju Platós haldbeztu rökin fyrir ýmsu í hinni kristnu kenn- ingu: í heimspeki hans fundu þeir rök fyrir ódauðleika sálar- innar. Þar er talað um hið guð- lega eðli sálarinnar og fall henn- ar úr hæðum sínum. Guð er þar sagður orsök heimsins og hinn æðsti tilgangur mannsins. Þar er einnig talað um himnaríki, and- legan heim ofar þeim jarðneska. Þar er talað um baráttu anda og efnis, hins illa og góða. Þar er að finna trúarlega dulhyggju,^ sem gerði lítið úr veraldlegri skynsemi en treysti á hina innri sýn andans. Þar var þúsundára- ríkið sem átti að miðast við and- legan tilgang og fullkomnun mannsins. Og kenningu Platós mátti einnig túlka sem heimsaf- neitun þar sem hlutverk manns- ins var að losna úr fangelsi efnis- ins og endurfæðast til andlegrar tilveru. — Þannig varð heimspeki Platós skikkja kristindómsins á vesturleið. Af þessum ástæðum stendur Plató enn í dag nær kristnum menningarþjóðum en nokkur annar heimspekingur. + BÍLAPRÖFUN VIKUNNAR Framhald af bls. 25. væri settur dísilmótor. Mér dett- ur þetta í hug vegna þess, að Finnar gera nú mikið af því, að setja Perkins dísilmótora í rússn- eska bíla, og þykir það gefa góða raun. Ef íslenzk yfirvöld yrðu einhvern tíma svo viti borin, að hætta að sekta þá, sem vilja spara sjálfum sér fé og landinu gjaldeyri, með því að eiga og nota dísilvagna undir rassinn á sjálfum sér, væri sízt úr vegi að athuga þann möguleika, hvort ekki kæmi góður bíll út úr því, ef Perkins dísel væri settur í Moskvits. Mig rekur nú minni til þess, að í French Mobil Economy Run — ég man ekki hvaða ár, trúlega annað hvort 1962 eða 63, vann einmitt Moskvits með Perkins- dísel. Og er þó skylt að geta þess, að í hárnálarbeyju einni í Ölp- unum fleygði Moskvits skottinu svo rösklega til, að hann fór þrjár heilar veltur og kom aftur niður á hjólin. Hvorki honum né vélinni varð meinna af þessari æfingu en svo, að þegar ökumað- urinn hafði áttað sig á því, að bíllinn var kominn aftur á hjól- in, hélt hann þegar í stað af stað aftur, og ók bílnum áfram tii sigurs. Þótti ökumanninum og aðstoðarmanni hans ganga krafta- verki næst, að þeir skyldu ekki báðir drepast í þessari veltu, hvað þá, að þeir skyldu geta haldið áfram, og þökkuðu það vandaðri (sam)vinnu Rússa og Breta. En aftur að efninu: Sé allri pólitík sleppt, held ég að hinn venjulegi kaupandi — sá sem í rauninni hefur ekki efni á að kaupa bíl, þótt hann geri það — ætti að minnsta kosti að skoða Moskvits vandlega, áður en hann hafnar honum, og láta það ekki á sig fá, þótt fyrstu árgangarnir hafi ekki reynzt vel. Því þegar allt kemur til alls, er Moskvits ódýr bíll, miðað við stærðarflokk. S. r i mm «„**»• ;; KAUNIN í ANDLITI BORGARINNAR Framhald af bls. 9. næði. En hversvegna er hætt og látið vera að reka endahnútinn á verkið? Argvítugasta hreisið í öllum bænum mun vera Pólarnir, sem hærinn byggði yfir fátæklinga einhverntíma á kreppuárunum Svo óheppilega vill til, að Pól- arnir standa aðeins órfáa metra frá flugvallarveginum af Mikla- torgi og eru þessvegna fyrstu kynni fjölmargra útlendinga af islenzkri byggingarkúnst. Bjarnaborg á horni Hverfisgötu og Vatnsstígs er litlu betri. Höfðaborgin átti á sínum tíma að vera bráðabirgðahúsnæði fyrir fjölskyldur, sem bjuggu á vansæmandi hátt, en það fólk fór úr öskunni i eldinn og liefur verið þar helzt til lengi. Með- fram gervöllu Viðeyjarsundi er samansafn kofahreysa, sem reist- ir hafa verið af sýnilegum van- efnum í trássi við allt skipu- lag. Laugarneskampurinn er sem betur fer ekki á alfaraleið og fer minnkandi, en þar þyrfti sannarlega að hreinsa til. Camp Knox er orðinn innlyksa milli lúxusvillana við Sundlaug Vest- urbæjar; hann verður þar eins og svöðusár í annars þokkalegu hverfi. Vestur við Ánanaust eru fátæklingaranghalar í Pólastíl, liklega byggðir um líkt leyti. Þegar komið er niður Elliðaár- brekkuna og borgin hlasir við á hæðunum og við sundin, þá verða fyrst fyrir manni braggar við rætur brekkunnar, leifar af herskálahverfi, sem þar stóð. Þcssir tveir eða þrír braggar mynduðu allan forgrunninn i mynd af Reykjavík, sem hið við- í kring; eitt fegursta útsýni sem séð verður í Reykjavík. Vikaii viil gjarna gera það að baráttumáli sinu, að kaunin verði þurrkuð af andliti borgar- innar. Þá kynni hitt að koma betur i ljós, sem vel hefur verið gert. GS. ALMENNAR TRYGGINGAR hf Iesna bandaríska vikublað, Sat- urday Eving Post, birti til land- kynningar. En argasti smánar- bletturinn er þó Múlahverfið eða Múlakampurinn sálugi. Þar er nú orðið lítið sem ekki neilt af bröggum, en þau hús hafa leyst þá af hólmi, að sízt eru þau betri og það er eini stað- urinn i Reykjavik fyrir utan Höfðaborgina, sem ég mundi kalla „slum“. Ég hef iðuglega að suinarlagi séð útlenda ferða- menn stíga út úr biíum sínum á Suðurlandsbrautinni til þess að taka myndir af þessum ó- þrifnaðarbletti. Aftur á móti man ég ekki til þess, að ég liafi séð þá líta i liina áttina þar sem blasir við Laugardalurinn með fögrum mannvirkjum allt ERKIHERTOGINN OG HR. PIMM Framhald af bls. 23. þér, sagði hann hlýlega. — Stolt- ur af þér. Henri sagði: — Áttu við fyrir að hafa stungið mér á eftir Anna- belle? — Ég vissi, að þú hefðir þetta í þér, en engu að síður, Henri, þá stóðst þú þig eins og sönn hetja. — Þakka þér fyrir. — Ég á ekki til orð til þess að lýsa aðdáun minni, drengur minn. Þetta var listilega gert. Hvernig fórstu að því að koma þessu í kring? VIKAN 18. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.