Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 10
— Ó, það, svaraði M kæruleysis- lega. — Einhver vitleysa frá dýra- garðinum, eða einhverium. Nýlendu- stjórnin kom því yfir á okkur. Það voru eitthvað sex vikur síðan, var það ekki? — Jú, sir. En það var ekki dýra- garðurinn. Það var eitthvað fólk í Ameríku, sem kallar sig Audubon félagið. En forðar sialdgæfum fugl- um frá þvl að deyia út, eða eitt- hvað svoleiðis. Það sneri sér til ambassadorsins okkar í Washing- ton og þaðan var það sent til ný- lendustirónarinnar. Og svo aftur þaðan til okkar. Það lítur út fyrir að þessir fuglamenn séu talsvert áhrifamiklir í Ameríku. Þeir hafa iafnvel haft áhrif á atómsprengju- tilraunir, vegna þess að þær höfðu slæm áhrif fyrir einhveria fugla. Það rumdi í M. — Einhver hel- vítis kvikindi sem eru kölluð trön- ur. Ég hef lesið um það í blöðun- um. Bond hélt áfram. — Gætuð þér sagt mér eitthvað um þetta sir? Hvað vildi þetta Audubonfólk láta okkur gera? M veifaði pípunni sinni óþolin- móður. Hann tók möppu Strang- ways og henti henni í áttina til yfirmanns starfsliðs. — Segðu hon- um það, sagði hann þreytulega. — Það er allt í þessu. Yfirmaður starfsliðs tók við möpp- unni og fletti. Hann fann það sem hann var að leita að og braut möppuna afturábak. Það var þögn í herberginu meðan hann renndi augunum yfir þrjár vélritaðar síð- ur og Bond sá að þær báru blátt og hvítt merki nýlendustjórnarinn- ar. Bond sat þögull og reyndi að finna ekki kalda óþolinmæði M streyma yfir borðið. Að lokum lokaði yfirmaður starfs- liðs möppunni. Hann sagði: — Já, hérna er það. Eins og við létum Strangways hafa það 20. janúar síðast liðinn. Hann kvittaði fyrir móttöku, en eftir það heyrðum við ekkert um málið frá honum. Hann hallaði sér afturábak í stólnum og leit á Bond. — Það lítur út fyrir, að það sé til fugl, sem kallaður er flatnefur. Það er litmynd af hon- um hérna. Þetta lítur út fyrir að vera einhverskonar bleikur storkur með Ijótt flatt nef, sem hann not- ar til að grafa eftir mat í for. Fyrir fáeinum árum voru þessir fuglar að deyja út. A síðustu ár- um fyrir stríð voru aðeins fáein hundruð eftir í heiminum, aðallega í Florida og þar í grennd. Svo skýrði einhver frá því, að þessir fuglar hefðu stofnað sér nýlendu á eyju, sem er kölluð Crab Key, og er milli Jamaica og Kúbu. Þetta er á brezku yfirráðasvæði — heyrir undir Jamaica. Þetta var einu sinni dritey, og gæði dritsins voru of lítil til þess að vinnsla borgaði sig. Þeg- ar fuglarnir fundust þarna hafði eyjan verið í eyði í um það bil fimmtíu ár. Þetta Audubonfólk fór þangað og að lokum leigði það skika af eyjunni og gerði hana að griðlandi fyrir þessa fugla. Settu þarna tvo eftirlitsmenn og komu því til leiðar, að flugfélögunum var bannað að fljúga yfir eyjuna, til þess að trufla ekki fuglana. Flugl- unum fjölgaði ört, og síðast þegar þeir voru taldir, voru um fimm þúsund á eynni. Svo kom stríðið. Gúanóverðið hækkaði og einhver snjall náungi fékk þá hugmynd að kaupa eyjuna og taka að vinna dritinn á ný. Hann samdi við stjórn- ina á Jamaica og fékk staðinn fyr- ir tíu þúsund pund með þeim skil- málum, að hann rótaði ekki við leigumála fuglavinanna. Þetta var 1943. Þessi maður flutti svo mikið af ódýru starfsliði til eyjarinnar og bráðlega var staðurinn farinn að skila arði og hefur haldið því áfram, þar til nú mjög nýlega. Fyrir skömmu lækkaði gúanóverðið á heimsmarkaðnum mjög verulega og það er álitið að hann hljóti að eiga í erfiðleikum með að láta endana ■'iá saman. — Hver er þessi maður? — Hann er Kínverji, eða öllu heldur Kínverji að hálfu leyti og Þjóðverji að hálfu leyti. Hann heit- ir dálítið skrítnu nafni Hann kallar sig Dr NO — Dr. Júlíus No. — No, bara No — Já. — Hafið þið engar upplýsingar um hann? — Ekki annað en það, að hann heldur sig alveg útaf fyrir sig. Hann hefur ekki sézt, síðan hann samdi við Jamaicastjórnina. Og það eru engar samgöngur við eyna. Hún er hans eign og hann heldur henni vel varinni. Segist ekki vilja, að fólk trufli fuglana, sem framleiða dritinn hans. Það virðist skynsam- legt. Nú, síðan gerðist ekkert, þang- að til rétt fyrir jól, að annar varð- manna Audubonfélagsins, virtist vera góður og vandaður náungi, kom á land á norðurströnd Jama- ica í kanó. Hann var mjög illa farinn. Hann var hræðilega brennd- ur — og dó eftir fáeina daga. Aður en hann dó, sagði hann fáránlega sögu; að dreki hefði ráðizt á búð- ir þeirra og spúð eldi. Þessi dreki dap félaga hans og eyddi búðun- um og rauk síðan inn í griðland fuglanna og spúði eldi á báða bóga. Fuglarnir þutu auðvitað í skelfingu guð veit hvert. Vörður- inn var illa brenndur, en honum tókst að komast til strandarinnar, þar sem hann stal kanó og sigldi alla leiðina til Jamaica. Náung- inn var greinilega ekki lengur með öllum mjalla, og þetta er öll sagan, nema það varð að senda venjulega skýrsul til Audubonfélagsins og fél- agarnir þar voru ekki ánægðir. Þeir sendu tvo af sínum stærstu körlum í flugvél frá Miami til þess að rannsaka málið. Það er flugbraut á eynni. Kínverjinn hefur notað flugvél til þess að færa þeim nauð- synjar . . . M greip fram í: — Þetta bölvað pakk virðist hafa nóg af pening- um til þess að kasta á þessa fjár- ans fugla. Bond og yfirmaður starfsliðs Framhalds- sagan sem verið hefur metsölubók um allan heim. Sagan hefur verið kvikmynduð og kvik- myndin verður sýnd í Tónabíói a8 lok- inni birtingu. Q Ul HLUTI JQ — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.