Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 41
leið með flokki Platós, og litu hann öfundarauga. Saga er t.d. til um að heim- spekingurinn Diógenes, frægasti tómhyggjumaður Aþenu hafi eitt sinn komið óboðinn til veizlu í húsi Platós, troðið á dýrum gólf- teppum og hrópað: „Þannig treð ég á hroka Platós“. Plató svaraði með hægð: „Með enn meiri hroka, Diógenes“. En þrátt fyrir þennan mótbyr kemst nær allt menningarlíf Grikkja á 4 öld undir áhrif Aka- demíunnar og frá henni liggja þræðir til heimspekiskólans í Alexandríu, sem varð arftaki hennar og vagga Nýplatóismans. í skuggasælum lundum olíu- trjánna glímdu hinir grísku hugs- uðir við lífsgátuna og á stjörnu- björtum nóttum sátu þeir hljóðir við líkneski Apollos og Erosar og hlýddu á söng lífsins um hina eilífu fegurð og samræmi sem ríkti ofar heimi hverfulleikans og jörðin og líf mannsins gat eignazt hlutdeild í. Plató lifði hér og starfaði til dauðadags og eftir hans dag hélt Akademían áfram leit sinni í 9 aldir, allt til ársins 529 e.K. er hún var lögð niður að boði Justinianusar keis- ara. Plató var alla ævi trúr þeirri köllun sinni að mennta þjóðhöfð- ingja og gera stjórnmálamenn að heimspekingum. Þegar Dionysius I. lézt 367 f.K. vaknaði ný von í brjósti Platós og hins nýja heim- spekilega bræðralags um að nú gæfist tækifæri að gera hug- myndir Akademíunnar um hvernig stjórna ætti ríki, að veruleika. Vinir Platós á Sikil- ey, Dion mágur hins látna ein- valds og hershöfðinginn og heim- sepekingurinn Arkytas frá Tar- entum aðalforingi Pýþagoringa í vestri, gerðu honum boð um að koma til Sikileyjar og freista þess að vinna Dionysius II., hinn nýja einvald á band heimspek- inganna. Þótt Plató hefði illa reynslu af stjórnendum Sýraj kúsa og væri tregur til farar- innar lét hann samt tilleiðast og lagði upp í aðra ferð sína til Sikil- eyjar. Hinum fræga heimspek- ingi var tekið með mikilli við- höfn og veizlum stórum. Plató hafði þegar unnið sér það álit að vera mesti heimspekingur aldar- innar og hinum nýja stjórnanda þótti hinn mesti vegsauki að þess- ari heimsókn. Dyonisius II. var nú 28 ára gamall og allar lífs- venjur og skoðanir fastmótaðar. Hann lifði svallsömu líferni og samdi sig að háttum harðstjóra og barði alla mótspyrnu og gagn- rýni niður af miskunnarlausri grimmd. Hann lét síðar skrifa bók þar sem hann gortaði af heimsókn hins fræga heimspek- ings og af því að Plató hafi trúað sér fyrir sínum leyndustu hug- renningum. Plató var honum að- eins samskonar skrautfjöður og æðri menning hefur lengst af ver- ið valdamönnum. Hann var skreyting á öndvegi hins verald- lega og andlega fátæka valds, annað gildi hafði Plató ekki í auugm hins unga Dionýsíusar. Plató hugðist hins vegar byrja verk sitt frá grunni og tók að kenna þjóðhöfðingjanum hin lægstu af fræðum Akademíunn- ar, flatarmálsfræðina. Sú tilraun var fyrirfram dæmd til að mis- heppnast og eins fór um heim- spekina og allar tilraunir til að fá Dyonisíus II. til að taka upp nýja stjórnarhætti. Plató var einnig rægður af innlendum höfðingjum sem litu afskiptasemi þessa útlendings illu auga og kölluðu tilraun hans landráð. Liðveizla Dions kom að litlu haldi. Hinn ungi konungur fyrir- leit Dion fyrir þann meinlætis- lifnað sem hinar nýju hugsjónir hans höfðu í för með sér. Plató varð brátt hataður eins og allir sem gera of háar kröfur til vits- muna og siðferðis og áður en ár var liðið voru bæði hann og Dion reknir úr landi. Dion settist nú að í Akademíu Platós og gerðist meðlimur hins heimspekilega bræðralags. Hann eignaðist þar marga vini og hélt enn sambandi sínu við Pýþagor- inga og gamla stuðningsmenn í heimalandi sínu. Ekkert er jafn áleitið og ótt- inn við hið óþekkta. Vafalaust hefur Díonýsíus óttast Díon og vini hans í Grikklandi og á Sikil- ey. Og jafnframt óttast hin nýju óþekktu vopn andans, sem voru í smíðum í Akademíu Platós. Loks stóðst Díonýsíus ekki mátið og gerði út sendimenn á fund Platós til að biðja hann að koma aftur á sinn fund til Sikileyjar. Fyrir þessari bón lét hann bera fram þá einu ástæðu, sem hann vissi að gat fengið hinn aldna heimspeking til að leggja upp í þriðju för hans til Sikileyjar: Díonýsíus lézt vilja sættast við Díon og bað Plató að vera milli- göngumann um sættina. Og þessi för var farin árið 361 og sú ferð kostaði Plató næstum lífið. Díonýsíus innti vandlega allra frétta frá Akademíunni og var nú búinn að fá mikinn áhuga fyrir „geómetriu“ og heimspeki. En er Plató tók að ræða um sættargerðina brást Díonýsíus hinn reiðasti við. Var nú sýnt að vonir Platós um hið nýja ríki á Sikiley höfðu enn brugðizt. Gerð var tilraun til að myrða Plató en hún mistókst. Virtist einvaldurinn þá helzt hafa haft í huga að geyma Plató í hinum illræmdu fangelsum sínum, en Arkytas foringi Pýþagoringa skarst enn í leikinn og bjargaði heimspekingnum úr landi. Eftir heimkomuna til Aþenu 360 gerðist fullur fjanidskapur milli Díoire og Díonýsíusar. Díon tók að undirbúa byltingu og naut til þess styrks frá mörgum úr bræðralagi heimspekinga. Að Rúskmnskápur Rúskinnsjakkar Nappaskinnjakkar Nappaskinnkápur VIKAN 18. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.