Vikan


Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 50
Suður gefur a-v á hættu. A 8-7-4-3 V 7 ♦ 8-6-5 A 9-8-7-5-3 A A-D N A 9-6-5-2 V K-D-9-3 V A V A-8-6-5 ♦ K-D-G-l 0-4-3 ❖ A-2 * A S * 10-6-4 A K-G-10 V G-10-4-2 ♦ 9-7 * K-D-G-2 Suður Vestur Norður Austur 1 grand 2 grönd pass 3 hjörtu pass 4 grönd pass 5 hjörtu pass 7 hjörtu pass pass dobl pass pass pass Útspil laufakóngur. Spilið í dag er frá keppni, sem haldin er ár hvert til styrktar alþjóðlegri góðgerðarstarfsemi. Kunnir enskir bridgesérfræðing- ar hafa valið spilin og eru þau síðan spiluð í tvímenningskeppn- um víðs vegar í heiminum. Bridgefélög hérlendis, sem áhuga hefðu á þátttöku geta skrifað stjórnanda hennar, Hon. Org- aniser Jill Gatti, 33 Palliser Road, London W. 14, Englandi. Þegar suður opnaði á veiku grandi, þá sagði vestur 2 grönd og bað makker með því að segja frá fjórlitum sínum. Fjögur grönd voru ásaspurning og þegar austur átti tvo, þá héldu vestri engin bönd. Suður spilaði út laufakóng og borðið átti slaginn. Vegna grand- V'j ®ii opnunarinnar hlýtur suður að eiga öll, mannspilin, sem úti eru og tíurnar tvær að auki. Spilið er möguleikalaust, ef suður á G-10-7-2 í hjarta, því austur á ekki nógu margar innkomur til þess að ná bæði trompunum og spaðakóngnum. Austur verður því að ganga út frá því, að norð- ur eigi hjartasjö. Vinningsspila- mennskan er að spila hjartatíu í öðrum slag, drepa á ásinn og spila fimminu. Láti suður fjark- ann, þá lætur borðið þristinn; láti hins vegar suður gosann, þá drepur borðið á drottninguna og spilar tígli heim á ásinn. Aust- ur spilar síðan hjarta sexi og spilar síðan spaða á kónginn og fer síðan inn á áttuna. Síðan er spaðasvínunin tekin og alslemm- an þar með unnin. bíða. Svo að segja undir eins heyrði hann þytinn í stórum bíl ,á miklum hraða. Ljósin þutu hjá. Svo var bíll- inn kominn framhjá í áttina til King- ston. Bond hafði rétt tíma til að sjá að þetta var stór amerískur bill, af þeirri gerð, sem algengt var að nota fyrir leigubíla, og það var enginn í honum annar en öku- maðurinn. Svo var hann horfinn. Rykið settist smám saman. Þeir sátu í tíu mínútur án þess að segja nokk- uð. Svo bað Bond Quarrel að snúa við og aka áfram til Kingston. Hann sagði: — Ég býst við því að þessi hafi haft einhvern áhuga á okk- ur, Quarrel. Þú ekur ekki tómum leigubíl frá flugvellinum. Það er dýr ferð. Hafðu augun hjá þér. Hann gæti komizt að því að við FRIMERKJASAFNARAR Höfum jafnan fyrirliggjandi íslenzk og erlend frímerki í fjölbreyttu úrvali. Kaupum íslenzk frímerki hæsta verði. FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Týsgötu 1 — Pósthólf 78 — Sími 21170. höfum snúið á hann og beðið eftir okkur. — Víst um það, kapteinn, sagði Quarrel ánægður. Það var einmitt þetta, sem hann hafði vænzt, þeg- ar hann hafði fengið boðin frá Bond. Þeir komu inn í iðandi umferð Kingston — strætisvagnar, bflar, hestvagnar, klyfjaðir asnar úr fjöll- unum og handbörur, þar sem hægt var að fá svaladrykki. [ þessari um- ferð var ómögulegt að segja hvort þeim væri veitt eftirför. Þeir beygðu til hægri í áttina upp í hæðirnar. Það voru margir bílar á eftir þeim. Hver þeirra sem var, gat hafa ver- ið ameríski leigubíllinn. Þeir óku áfram upp í hæðirnar og áður en langt um leið sáu þeir neonskiltið með græna pálmanum og undir því Bláfjallahótel. Þeir beygðu út af aðalveginum og óku upp trjáviðar- göngin að hótelinu. Um hundrað metrum lengra uppi á veginum hægði svartur leigubíll ferðina, tók U-beygju og ók aftur niður eftir í áttina til Kingston. Bláf jallahótelið var þægilegt, gamaldags hótel með nýtízku áferð. Það var tekið sérstaklega vel á móti Bond vegna þess að lands- stjórnin hafði pantað fyrir hann. Honum var vísað í gott hornherbergi með svölum, sem vissu út af höfn- inni í Kingston. Þakklátur fór hann úr fötunufn, sem hann hafði komið í, þau voru orðin rök af svita, fór inn í steypibaðið, skrúfaði fullt frá kalda krananum og stóð undir bun- unni í fimm mínútur. Svo fór hann í bómullarstuttbuxur og sneri sér síðan að því að taka upp föggur sínar og hringdi á þjóninn. Hann bað um tvöfaldan gin og gos og heilan grænan lime. Þegar þjónninn kom aftur með drykkinn, skar hann ávöxtinn í tvennt, kreisti úr helmingunum í háa glasið, setti því næst ísmola út í og fyllti það síðan með gosinu. Bond fór með glasið út á svalirnar settist og horfði út yfir höfnina. Hann hugsaði um hvað það væri dásamlegt að vera kominn burt frá aðalstöðunum, frá London, frá sjúkrahúsinu og vera hérna á þessari stundu drekkandi Ijúfan drykk og vitandi það að hann var á ný kominn inn í gott, erfitt mál. Hann sat þarna um stund og naut drykkjar síns og hvíldarinnar. Svo pantaði hann meira að drekka. Klukkan var nú fimmtán mínútur yfir sjö. Hann hafði beðið Quarrel að sækja sig klukkan sjö þrjátíu. Þeir ætluðu að fá sér kvöldmat saman. Bond hafði beðið Quarrel að velja staðinn. Eftir nokkurt hik sagði Quarrel, að hvenær sem hann langaði til þess að skemmta sér í Kingston færi hann í næturklúbb niður við höfnina, sem væri kallað- ur Joy Boat. — Það er svo sem ekkert merkilegt, kapteinn, sagði hann afsakandi, — en maturinn, drykkirnir og tónlistin er góð og ég á góðan vin þar. Hann á staðinn. Þeir kalla hann „Krabbann" af því að hann barðist einu sinni við stór- an kolkrabba. Bond brosti með sjálfum sér, fór inn í herbergið sitt og fór í gömlu dökkbláu h itabe Itisf ötin og hvíta bómullarskyrtu, setti á sig svart prjónabindi, leit í spegilinn til þess að ganga úr skugga um, að Walter skammbyssan sæist ekki undir hendi hans, og fór svo niður og út, þang- að sem bíllinn beið. Þeir óku hægt niður til Kingston og beygðu til vinstri niður með höfninni. Þeir óku framhjá einum eða tveimur glæsilegum veitinga- stöðum og næturklúbbum og heyrðu þaðan háreystina og glymjandi kalypso. Svo tóku við nokkur íbúðarhús og loks, þar sem gatan beygði upp frá sjónum, blöstu við gullin neonljós með áletruninni: The Joy Boat. Þeir lögðu bílnum og Bond fylgdi Quarrel gegnum hlið inn ílítinn pálmatrjágarð. Á aðra hönd var ströndin og sjórinn. Borð- in stóðu hér og þar undir pálmun- um og í miðjunni var autt steypt dansgólf, og öðru megin við það lék kalypsótríó létt lög. Framhald í næsta blaði. í FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. þeim i ýmsu öðru tilliti eins og til dæmis umgengnismenn- ingu. Trassaskapurinn er svo sjálfsagður á flestum sviðum og einn partur lians er óstundvisi, sem Islendingar eru nú raunar orðnir frægir fyrir. Hér eru fá- ar undantekningar. Opinberir starfsmenn láta bíða eftir sér tímunum saman, þegar allir vita að þeir eiga að vera við. Þeir eru meira að segja uppúr þvi vaxnir að biðjast afsökunar. Nýju íbúðarhverfin standa upp- úr moidar og spýtnahaugum, sem eru ekki hreyfðir árum saman. Leiksvæði barnanna er á þessum hálfgildings öskuhaug- um; þar vaða þau í mold og hverskonar rusli, sem fleygt var út um glugga húsanna, með- an þau enn voru í byggingu. Svo er forarslóðin eftir þau upp stiga og ganga og væntanlega allar götur inn i íbúðir, þar sem allt er teppalagt út í horn., Það virðist vera ein allsherjar sam- þykkt fyrir drabbaraskap og virðingarleysi fyrir öllu sem heitir sameiginlegt og heyrir fjöldanum til. Skemmdirnar á biðskýlunum eru aðeins eðlileg afleiðing af öskuhaugauppeldinu. Munið það góðir hálsar, að islenzk inenning er ekki bara sögur og Ijóð, sem samin voru á tungu okkar. Biðskýlin, út- hrössuð og hlandstorkin, ör- yggisskilti meðfram vegunum, sem rifin hafa verið niður, sælu- hús inni á öræfum, sem hafa ver- ið rænd, bréfa- og dósarusl með- fram þjóðvegum og liaugarnir í kringum nýju húsin í Reykjavík; allt er þetta hluti af islenzkri menningu. GS. gQ — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.