Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 3
„Þjófurinn finnst,- vertu viss“
i
i NÆSTA BLAÐ
HEITT FÓTABAÐ UNDIR KVERKJÖKLI.
Blaðamenn Vikunnar fóru í leiðangur með
Ferðafélagi Húsavíkur suður allt Ódáðahraun
og skoðuðu það merka náttúruundur við
Kverkfjallajökul, þar sem heit á rennur und-
an jöklinum og hefur myndað mikinn helli.
★
MARKSKOT, SEM KOSTAÐI 300 MANNS-
LÍF. Heimaliðið í Lima jafnaði á síðustu
mínútum, en dómarinn ógilti markið. Það
var örlagaríkur dómur, sem kostaði 300
mannlíf þar á knattspyrnuvellinum.
★
Bráðsmellin smásaga frá Grikklandi: STEIN-
STYTTAN HANS MANÓLIS.
★
ALTARISGANGA. Guðmundur Karlsson,
blaðamaður, er þekktur fyrir greinar sínar í
Vikunni. Nú hefur Guðmundur skrifað smá-
sögu, sem birtist í næsta blaði.
★
SKYGGNZT Á SÁLARGLUGGA. Jakob Möller
ræðir við Gylfa Ásmundsson, sem ásamt
öðrum skyggnist á sálarglugga taugaveikl-
aðra barna í Heilsuverndarstöðinni og ræður
bót á meinsemdum þeirra.
★
FRÁ NÆST AFTASTA PÚLTI í KONSERT-
MEISTARASTÓLINN. Einar Grétar Svein-
björnsson, fiðluleikari datt heldur en ekki í
lukkupottinn þegar honum var boðið að
verða konsertmeistari hjá sinfóníuhljómsvcit-
inni í Málmey í Svíþjóð. Hann segir frá náms-
ferli sínum og starfsferli í íslenzku hljóm-
listarlífi.
■
I
VIKU
Blaðamaður VIKUNNAR rabbar við Hauk Bjarnason
rannsóknarlögreglumann sem leysir frá
skjóðunni um hvaða aðferðir séu vænlegastar til
að hafa hendur í hári afbrotamanna og hvernig helzt
sé að fá þá til að játa. Um leið segir hann
frá nokkrum atvikum úr baráttunni við bófana.
Kringum hnöttinn á 37 dögum
Ferðaskrifstolan Útsýn efnir tii hnattferðar
síðast í október n.k. Leiðin liggur m.a. um Þýzkaiand,
Líbanon, Iran, Indland, Thailand, Filippseyjar,
Hong-Kong, Japan, Hawaii og Bandaríkin. Greinin
skýrir að nokkru frá áætluninni og hvers
er að vænta fyrir ferðalangana.
Lax á hvers manns færi
VIKUMENN brugðu sér upp að Norðurá daginn eftir
að Filippus hertogi af Edinborg veiddi þar þrjá
laxa. Þá var fjörugt við ána, gott veður og upp-
grip í veiði, enda var það óspart notað
2.1 veiðimönnum þar, sem skiptust á að landa. Frá-
sögn og fjöldi mynda.
Morð og mömmuleikur
Framhaldssögunni vinsælu ,,DR. NO“ lýkur í þessu
blaði, og þótt sagan hafi verið spennandi
frá upphafi, þá gefur endirinn því ekkert eftir.
Jafnframt hefjum við svo nýja framhaldssögu, geysi-
spennandi og fjöruga, eins og nafnið ber með
sér. Sagan er eftir þekktan og vinsælan höf-
und: Ross McDonald. Ilún mun verða í næstu B
blöðum VIKUNNAR.
rflVtQ5JT|AM I tilefni þess að sagt er frá fyrstu hópferð íslendinga
lURy I V §\ W kringum hnöttinn, birtum við hér mynd af götu í
Hong Kong, þeirri ævintýraborg, sem verður einn
viðkomustaðurinn í hinum fjarlægari Austurlöndum.
VIKAN 33. tbl.
3