Vikan


Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 13.08.1964, Blaðsíða 48
 UTVEGUM / ALLAR GEROIR OG ^ J STÆROIR AF DÆLUM “ %^Z't upn^ **"* Qq 553123 GiSLI JÓNSSON&GO.HF. SKÚLAGÖTU 26 SIMI 11740 r Fjölbreytt úrva! Ijósmyndavara, svo sem hinar heimsþekktu ZEISS IKON myndavélar og sýninga- vélar fyrir litskuggamyndir. Kvik- mynadvélar og sýningavéiar fró BELL & HQWELL. I myrkraherbergið: Stækkarar, þurrkarar, hnífar, bakkar, tank- ar, tengur o. m. fl. Ljósmyndapappír í öllum stærð- um, þykktum, gerðum og gróð- um fró hinu þekkta merki LEON- AR. FRAMKÖLLUN - KOPIERING Skrifið — hringið. Sent í póstkröfu. Sími 21556 Bílaprófun. Framliald af bls. 9. leigubílstjóra! Já, þetta er lýgi- legt, en ég lýg bara eins og log- ið er að mér. í vélarhúsinu er þokkalegt um að litast. Það sem fyrst vekur athygli er það, að það er engin soggrein á bílnum. Blöndungur- inn situr aðeins ofan á „hedd- inu“, og steypir eldsneytinu beint ofan í sprengihólfin. Enda er bíllinn sparneytinn, fer aðeins með um 8 lítra á hundraðið úti á vegum. Þar hjálpar líka til, að kæliviftan snýst ekki með nema endrum og eins, þegar henni þykir hitinn ætla að keyra úr hófi. Þarna hefur verið hugsað fyrir ýmsu, t.d. er hægt að stilla kúplinguna með einu handtaki, án þess að óhreinka sig, þótt maður væri í hvítri skyrtu og í sömu skyrtu er hægt að vera við að tappa vatninu af blokk- inni. Þetta er aðeins lítið dæmi um hugulsemina. Kistulokið opnast vel, alveg niður í botn á kistunni. Hún er ekki ýkja stór, en heldur ekki tiltakanlega smá. Hún er með tvöföldu gólfi, og varadekkið er milli gólfanna. Samt er hægt að ná því, án þess að rífa allt út úr skottinu, því hólfið opnast út aftast og neðst. Það er ágætis fyrirkomulag. Yinnslan í 54 ha 4 strokka vél- inni er rétt þokkaleg, en heldur ekki meira. Honum verður aldrei aflfátt, en hann er heldur ekki nein ,,þota“, eins og unglingarn- ir segja, en sparneytnin hjálpar þar á móti. í held hefur þessi bíll góð áhrif á mann. Hann er lipur og notalegur, virðist sterkur, og það er gott að sitja í honum. Og með það í huga, að hann hefur verið framleiddur svo að segja óbreytt- ur frá 1955, og að Peugeot verk- smiðjurnar eru einhverjar elztu bílaverksmiðjur heimsins •— og svo náttúrlega með hliðsjón af þessu lága verði, held ég að ekki verði hjá því komizt að gefa Peugeot 403 ☆☆☆☆☆☆. — S. Vandamál sambúðar Framhald af bls. 15. siðum“. Þá verður hann aftur þrár og þrjózkur eins og krakki, og dettur ekki í hug að taka upp dagblaðið af gólfinu. SÝNIÐ GAGNKVÆMA VIRÐINGU. Hvaða tilfinning fær yfirhönd- ina, hvernig fólk bregzt við ósið- um hvers annnars, er að miklu leyti komið undir sambandi því, sem ríkir á milli þess. Það er varla hægt að ætlast til þess, að hann hugsi blíðlega til hennar í þúsundasta skiptið, sem hann þarf að rétta úr tannkremstúp- unni, og ekki heldur til þess, að hún brosi móðurlega þegar hún í fimm hundraðasta og ellefta sinn fer fram með óhreinu skyrt- una hans. En þau geta sýnt eig- inleikum hvors annars virðingu og tillitssemi. Ef hún finnur ein- hverja þörf hjá sér, til þess að sýna sjálfstæði sitt með því að láta kaffibollann standa á sauma- borðinu fram á næsta morgun, og vilji hann láta „mömmu dekra svolítið við sig“ — hvers vegna ekki? Án einhverra fórna verður erfitt að búa saman. Það þarf alls ekki að tákna það sama og að „útslíta sér fyrir hann“, „sætta sig við allt“ eða vera eins og gólfmotta, eða hvernig sem nú er tekið til orða. Það ætti að vera þvert á móti, því að aðeins sá, sem hefur sjálfsvirðingu, getur borið virðingu fyrir öðrum. Sá sem er öruggur með sjálfan sig, getur betur sætt sig við gerðir annarra. Annars verður maður eins og presturinn, sem sagði ein- hvern tíma í ræðu: Séu rökin haldlítil, hækkið þá röddina! Með öðrum orðum: Sé hægt að hætta að líta á vana hvers annars sem ágengni, sem verjast þurfi, má veita sér það, að fara að virða þá sem sérkenni mann- eskjunnar. Einkenni, sem stund- um hrífa mann, sem maður sætt- ir sig stundum við eða getur ekki þolað — allt eftir andrúmsloftinu hverju sinni. En það er eins og kunnugt er nokkuð óstöðugt víð- ast hvar. -jér SíSbuxur á síðsumri. Framhald af bls. 20. Byrjið að sauma sniðsauma og föll að framan, síðan skálma- og hliðarsauma og munið þá eftir rennilásklaufinni í vinstri hlið. Jafnið saumförin og gangið frá þeim útflöttum eða saman með víxlsaumi (Zig-Zag). Saumið skrefsauminn og síðan rennilás- inn í klaufina. Gangið frá mitt- inu og er það hægt á tvo vegu. Á lægri buxurnar er saumaður venjulegur pilsstrengur og hafð- ar á honum 6—8 stroffur fyrir belti. Staðsetjið stroffurnar nákvæm- lega og þræðið þær fastar um leið og strenginn. f mitti hærri buxnanna er saumaður einfaldur renningur 2ja sm. breiður og er hann lát- _ VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.